Læknablaðið - 01.12.1974, Qupperneq 43
LÆKNABLAÐIÐ
181
Þorkell Guðbrandsson og Snorri Páll Snorrason
SVÆSINN HÁÞRVSTINGUR (III. og IV. stig)
RANNSÓKN Á SJ LJKDÓMSFARI OG AFDRIFUM 117 SJÚKLINGA
Á LYFLÆKNINGADEILD LANDSPÍTALANS 1957-1971
INNGANGUR
Ekki er vitað til, að birzt hafi uppgjör
um háþrýstingssjúklinga hérlendis. Þótti
því ástæða til að rannsaka nokkur atriði
varðandi sjúklinga með svæsinn háþrýst-
ing, sem legið höfðu á lyflækningadeild
Landspítalans og bera niðurstöður saman
við erlendar rannsóknir.
Athuguð var dreifing sjúklinga á tíma-
bilinu og ýmis atriði varðandi ástand þeirra
við greiningu, einkum í ljósi síðari afdrifa
þeirra þ. e. fylgikvilla, dauðaorsaka og
lífslengdar.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐ
Farið var yfir skýrslur sjúklinga, sem
vcru greindir með háþrýsting (hypertensio
arterialis) á lyflækningadeild Landspítal-
ans á tímabilinu 1957-1971. Sérstaklega
voru athugaðar niðurstöður augnbotna-
skoðana, en sami augnlæknir (Kristján
Sveinsson) hafði skoðað nær alla þessa
sjúklinga á tímabilinu. Af þessum sjúkl-
ingahópi voru þeir sérstaklega teknir fyr-
ir, sem töldust hafa fundus hypertonicus
III og IV samkvæmt flokkun Keith &
Wageners.8 í IV. stig háþrýstings eftir
augnbotnaskoðunum flokkast þeir sjúkl-
ingar, sem hafa papilluoedema (öðrum
megin eða báðum megin) og auk þess
áberandi háþrýstingsbreytingar í slagæð-
um. í III. stig háþrýstings flokkast þeir
sjúklingar, sem hafa blæðingar og/eða
exúdöt og auk þess greinileg slagæða-
þrengsli og Gunn’s einkenni. Þessir sjúkl-
ingar með III. og IV. stigs breytingar eru
sagðir hafa svæsinn háþrýsting. Áður en
virk meðferð kom til sögunnar, höfðu flest-
ir sjúklingar með slíkar breytingar afar
slæmar lífshorfur.1 81012 Um vafatilfelli
voru höfð samráð við Kristján Sveinsson
og auk þess stuðst við grein, sem hann
hefur ritað um augneinkenni við háþrýst-
ing.‘J Þeir sjúklingar voru ekki taldir með,
sem voru álitnir hafa augnbotnablæðingar
og/eða papilluoedema af völdum annarra
sjúkdóma en háþrýstings, t. d. sjúklingar
með retinopathia diabetica á háu stigi eða
hemorrhagia subarachnoidalis, enda voru
önnur einkenni háþrýstings ekki áberandi
í þeim tilvikum. Ekki var reynt að vinsa
þá sjúklinga úr, sem höfðu sekúnder há-
þrýsting, enda ekki framkvæmanlegt, þar
sem ekki höfðu verið gerðar viðunandi
rannsóknir m.t.t. orsaka nema hjá fáein-
um sjúklingum, og ekki var samræming í
rannsóknum á tímabilinu. í hópinn flokk-
uðust m. a. 3 konur, sem fengu svæsinn
háþrýsting í sambandi við toxemia gravid-
arúm, en háþrýstingurinn hélzt síðan
áfram. Allmargir höfðu svæsna nýrnasjúk-
dóma, þótt ekki lægi ávallt fyrir, hvort
um orsök eða afleiðingu var að ræða. Fyr-
ir komu bæði glomerulonephritis og'
pyelonephritis. Vitað er um tvo sjúklinga
með renóvaskúler háþrýsting, einn sjúkl-
ing með pólýcystisk nýru, og einn sjúkl-
ing með mjög svæsinn lupus erythematos-
us. Einn sjúklingur hafði hyperplasíu á
nýrnahettuberki.
Taugadeild Landspítalans tók til starfa
í nóvember 1967. Sjúkraskýrslur tauga-
deildar, þar sem greiningin háþrýstingur
(hypertensio arterialis) kom fyrir, voru
kannaðar fram til 31. desember 1971. 30
sjúklingar höfðu þessa greiningu, en eng-
inn af þeim hafði III. eða IV. stigs há-
þrýstingsbreytingar í augnbotnum. Þess
ber að gæta, að augnlæknir skoðaði ekki
þessa sjúklinga, en farið var eftir augn-
botnaskoðunum lækna taugadeildar.
Afdrif eins sjúklings, sem uppfyllti auð-
kenni svæsins háþrýstings, tókst ekki að
rekja, en hann var útlenzkur að uppruna
og hafði flutzt af landi brott. Hann var
ekki talinn með hópnum. Afdrif allra