Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 89

Læknablaðið - 01.12.1974, Blaðsíða 89
LÆKNABLAÐIÐ 211 Tafla XIII framh. 5-6 dagar > 7 dagar Dánir Dánir 3(4) 1 5(6) 0 4(8) 0 1(2) 0 7(6) 1 6(5) 0 og af þeim dóu 17%. 10% sjúklinga Poul- sen et al (30) höfðu krampa of af þeim dóu 31%. Meðvitundarleysis gaetti hjá 26% sjúkl- inga í þessu uppgjöri og hefur áður verið vikið að tíðni eftir aldri, kyni og sýkingar- orsök. Af þessum sjúklingum dóu 15%. Meðvitundarleysi er talið gefa lélegar horfur og sumir nefna háar dánartölur (30). í Stokkhólmsuppgjörinu (22) kom meðvitundarleysi fyrir hjá 36—75% sjúkl- inga, mismunandi eftir sýkingarorsök. Húðblæðingar sáust í 41% sjúklinga með N.meningitidis sýkingu og er það svipuð hlutfallstala og ýmsir aðrir gefa upp (3, 21, 22, 36, 38). Húðblæðingar sá- ust auk þess hjá einu barni með H.influen- zae og öðru með proteus-sýkingu og enn- fremur hjá 24% þeirra sjúklinga, sem ekki reyndist unnt að sýklagreina. Þó lík- indi séu til, að meiri hluti þeirra síðast nefndu hafi verið með meningococci, verð- ur engu slegið föstu þar um, því húðblæð- ingar sjást stundum í mengisbólgu af ECHO- og Coxsackie veiru uppruna (26) og í ýmsum öðrum sýkingum, s. s. endo- carditis staphylococcica acuta (4) og ein- staka sinnum í mengisbólgu af völdum pneumococci, streptococci og H.influenzae (3, 17, 21). Af sjúklingum með húðblæðingar í þessu uppgjöri dóu 12%, en hjá Poulsen et al (30) 25%. 9 sjúklingar eða 7% af heild voru í losti við komu á spítalann, 3 þeirra voru með N.meningitidis sýkingu (tæp 7%), 5 tókst ekki að sýklagreina og 1 var með prot. Morgagni. 4 sjúklinganna létust (44%). í Stokkhólmsuppgjörinu (22) fannst þetta einkenni hjá 9% sjúklinga, enginn munur eftir sýkingarorsökum og vísað er til svipaðrar niðurstöðu annarra höfunda. Matihes & Wehrle (27) telja að 10% inn- lagðra barna með sýkingu í miðtaugakerfi séu með þetta einkenni. í uppgjöri Jensen et al (21) voru losteinkenni hjá 6% sjúkl- inga með N.meningitidis, 4% D.pneu- moniae og 3% H. influenzae. Sýklagreining: 57% sjúklinganna voru með N.meningitidis, H. influenzae og D,- pneumoniae, en aðrir gefa upp talsvert hærra hlutfall eða 65—75% (10, 21, 22, 27, 38). Ekki er ljóst hvað veldur hinni háu tölu ósýklagreindra (38%) í þessu uppgjöri. Aðrir nefna tölurnar 15—20% í þessu sambandi (3, 9, 21, 22, 30), sumir að vísu hærri eða allt upp í 28% (10,38), en marg- ir lægri, eins og t. d. Mathies & Wehrle (27), sem voru með 12—13%. Venjulegar aðferðir við rannsókn á mænuvökva hafa verið notaðar hér, smá- sjárskoðun á gram-lituðu sýni og ræktun. Ýmis atriði geta haft áhrif á niðurstöðu sýklarannsóknar: Þjálfun og samvizkusemi starfsfólks, sem að henni vinnur, sýklalyf, sem sjúklingurinn hefur fengið áður en hryggstunga er gerð, óvarkárni í meðferð mænuvökva, að hann t. d. kólni um of í meðförum eða sé látinn bíða of lengi áður en honum er sáð. Einhver eða öll þessara atriða eiga hér hugsanlega hlut að hinni háu tölu ósýklagreindra, en erfitt er að meta slíkt aftur í tímann. Mænuvökvinn er sendur til ræktunar á Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg og er þetta um 3 mínútna gangur utan dyra. Má vera, að í vetrarfrostum hafi hann stundum kólnað um of á þessari leið. Utan dagvinnutíma þarf meinatæknir eða sá, sem rannsókn- irnar annast, að koma heiman að og getur það í sumum tilfellum tekið nokkurn tíma, ef ekki er fyrirfram gert aðvart. Ör- uggast væri að sá út sýninu strax við rúm sjúklingsins. Venjulega er sýklalyfjameðferð, sem sjúklingurinn hefur áður fengið, kennt um, þegar sýkingarorsökin finnst ekki. Einnig er talið að hún geti breytt útliti sýklanna og litunareiginleikum, fækkað hvítum blóðkornum í mænuvökva, sérstaklega kleifkjarnafrumum, þannig að hlutfallið milli þeirra og hnattfruma verði svipað því, sem sést við meningitis aseptica og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.