Læknablaðið - 01.10.1977, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ
187
Mynd 1. — Dreifing sýrugilda hjá körl-
um og konum með ulcus pepticum eftir
staðsetningu sársins. ud: ulc. duodeni,
uva: ulc. ventric. antrii, uvc: ulc. ventric.
corp. Skyggðu svæðin sýna viðmiðunar-
mörk.
aldur fer ltvkkandi við sár í corpus-antrum
-duodenu.n, og á það við bæði kynin.
Sé miðað við, að normalgildi sýrumynd-
unar við mestu hvatningu hjá karlmönn-
urn liggi á bilinu 20-30 mrr.ol HCl/kls;
og samsvarandi gildi hjá konum séu 12-20
mmol HCl/klst, þá sést á töflu 2 að sjúkl-
ingar með skeifugarnarsár hafa sýrumynd-
un að meðaltali töluvert ofan efri normal-
marka. Sá hópur, er hefur sár í antrurn-
hiuta magans, liggur aðeins ofan normal-
marka og hjá sjúklingum með sár í corpus
eru meðaltalsgildi sýrumyndunar hjá karl-
mönnum við neðri mörk, en konur innan
normalmarka. Svipað .er að segja um
basal-sýrugildi. Magasýra fer því hækk-
andi við sár í corpus-antrum-duodenum.
Um aðra sjúkdómsflokka í töflu 1 og 2
er ekki margt að segja. Athyglisvert er,
að af 14 sjúklingum með gastroduodenitis
er aðeins ein kona. Þessi hópur hefur
eðlileg meðalsýrugildi, svo er einnig með
þá sjúklinga, er hafa greininguna func-
tional-dyspepsia. Þeir fáu sjúklingar, sem
gengist hafa undir magaskurð, hafa lágar
sýrur, og þeir er hafa anaemia perniciosa,
hafa annað hvort nær engar sýrur eða
eru alveg sýrulausir. Lægsta pH í sýni
mældist 5,9, en 6,0 eru þau pH mörk, sem
margir nota sem skilgreiningarmörk sýru-
leysis.
Dreifing sýrugilda innan helstu sjúk-
dómsflokkanna eftir histalog hvatningu
sést á mynd 1. Þar getur að sjá mestu
sýrumyndun hjá hverjum einstaklingi í
sjúkdómsflokki. Einnig er auðvelt að beru
saman og gera sér grein fyrir skörun sýru-
gilda milli sjúkdómsflokka. Augljóst er,
að greiningarnæmi magasýruprófs er
fremur lítið, þar sem sýrugildi sýna mikia
dreifingu innan sjúkdómsflokks og mikia
skörun milli flokka. Þetta kemur þó einnu
gleggst fram, sé annars vegar um að ræða
sár í anirum-hluta magans og hins vegar
í skeifugörn. Sé iniðað við áðurnefnd
normalgildi sést, að aðeins 2 karlmenn
og 1 kona með skeifugarnarsár hafa sýru-
gildi undir neðri normalmörkum.
í töflu 3 kemur fram hlutfallstala (%)
þeirra sjúklinga, er hafa maga- eða skeifu-
garnarsár, sem liggja ofan, innan eða neð-
an normalmarka miðað við mestu sýru-
myndun. Mjög lítil kynskipting kemur
fram í hlutfallstölunum innan hvers sjúk-
dómshóps, bendir það til þess, að sá þáttur
hafi ekki áhrif á greiningarnæmi maga-
sýrumælingarinnar. Enginn sjúkiinga með
maga- eða skeifugarnarsár er sýrulaus.
Sýruieysi hjá öllum hópnum er einnig
fremur sjaldgæft, sem sést á því, að af
alls 265 rannsökuðum eru aðeins 20 sýru-
lausir, eða 7,5% og þar af eru 14 eða 70%
með anaemia perniciosa.
Talið hefur verið, að hæfileiki maga-
slímhúðar til sýrumyndunar sé í beinu
hlutfalii við fjölda sýrumyndandi fruma.
Sýruprófið ætti því að gefa góða hug-
mynd um ástand slímhúðarinnar að þessu
leyti. Ætla mætti, að hægt væri að draga
ákveðnar ályktanir af þessu varðandi sjúk-
dómsgreiningu. Þessu er þó ekki neme
að litlu leyti þannig farið, þar sem ákveðn-
ar breytingar á fjölda sýrumyndandi
fruma og þar með á magni myndaðrar
saltsýru eru fremur lítið einkennandi fyr-
ir hvern sjúkdóm. Þetta er að öllum lík-
indum meginástæða þess er getið var i