Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1977, Side 72

Læknablaðið - 01.10.1977, Side 72
226 LÆKNABLAÐIÐ aukna heilbrigðisfræðslu á Islandi, og telur ennfremur að til þess þurfi að stofna fræðsluráð um heilbrigðismál. Fundurinn felur stjórn Læknafélags Islands að skipa starfshóp til að fjalla um þetta mál og beita sér fyrir því að það verði tekið upp af ráðu- nautum heilbrigðis- félags og menntamála". 6. „Aðalfundur Læknafélags Islands 1977 felur stjórn L.í. að vinna að undirbúningi bygg- ingar ofan á háhýsi Domus Medica, enda liggi fyrir leyfi viðkomandi aðila. Leitað verði samstarfs við stjórn Læknafélags Reykjavíkur og sjóðsstjórnir um þátttöku í í framkvæmdum og fjármögnun. 7. „Aðalfundur Læknafélags íslands 1977 heim- ilar kjararáði að leggja í kostnað við könn- un á lífeyrisréttindamálum lækna“. 8. „Aðalfundur Læknafélags Islands 1977 felur stjórn L.l. að undirbúa nýja útgáfu ritsins Læknar á Islandi. Verði stefnt að útgáfu á næsta ári í tilefni 60 ára afmælis félagsins". 9. „Aðalfundur Læknafélags íslands 1977 felur stjórn félagsins að skipa nefnd til að finna leiðir fyrir læknasamtökin til eftirlits og leiðbeiningar með starfsháttum lækna, þ.m.t. gerð vinnuskýrsla og reikninga". Undir dagskrárliðnum „Önnur mál“ voru eftirfarandi atriði tekin til umræðu. 1. Helsinkisamþykktin. 2. Hugsanlegur samningur um gagnkvæmt lækningaleyfi á íslandi og Bretlandi. 3. Fréttir af fulltrúaráðsfundi B.H.M. 4. Bréf Inga R. Helgasonar, hrl., til stjórn- ar Læknafélags íslands vegna máls Daníels Daníelssonar. Eftir töluverðar umræður um þetta mál samþykkti fundurinn svohljóðandi álykt- un: „Aðalfundur Læknafélags íslands 'hald- inn í Reykjavík 15.—17. sept. 1977 harm- ar þann ótrúlega drátt, sem orðinn er á afgreiðslu máls Daníels Datníelssonar og skorar á stjórnina að sjá til þess, að málinu verði lokið nú þegar.“ 5. Samningsgerð fyrir heimilislækna utan Reykjavíkur. KOSNINGAR í fulltrúaráð B.H.M. voru kosnir: Brynleifur H. Steingrímsson, Jón Þ. Hallgrímsson, Magnús Karl Pétursson, Grétar Ólafsson, Guðmundur Pétursson, Til vara: Bjarki Magnússon, Guðmundur Oddsson, Víkingur H. Arnórsson, Friðrik Sveinsson, Margrét Georgsdóttir. I Kjararáð voru kjörnir: Gunnar Guðmundsson, Heimir Bjarnason. Til vara: Friðrik Sveinsson, Sigmundur Magnússon. I Gerðardóm voru kosnir: Gunnlaugur Snædal, Þorsteinn Sigurðsson. Til vara: Víkingur H. Arnórsson, Kjartan Árnason. Tómas Á. Jónasson var endurkjörinn formaður Læknafélags íslands til 2ja ára. Guðmundur Sigurðsson var endurkjörinn gjaldkeri Læknafélags íslands til 2ja ára. Auðólfur Gunnarsson var kjörinn: ritari Læknafélags Islands til eins árs. Varamenn í stjórn L.f. til 2ja ára voru kjörnir: Halldór Arinbjarnar, Gestur Þorgeirsson, Guðmundur H. Þórðarson. Við fundarlok bauð Magnús L. Stefáns- son, fulltrúi Lækinafélags Akureyrar, fyrir hönd félags síns til næsta aðalfundar Læknafélags íslands á Akureyri að ári. Formaður L.Í., Tómas Á. Jónasson, tók að lokum til máls, þakkaði traustið og mönnum fundarsetuna. Hann taldi um- ræður um lagabreytingar og siðamál lækna góðar og gagnlegar. Þakkaði hann boð Lækmafélags Akureyrar um að halda að ári 60. aðalfund L.í. Hann þakkaði starfs- mönnum félagsins árangursríkt starf og bauð nýkjörna embættismenn velkomna til starfa. Fundarritarar voru Ólafur G. Guðmundsson og Kristján Erlendsson.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.