Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1977, Side 83

Læknablaðið - 01.10.1977, Side 83
LÆKNABLAÐIÐ 233 yrði á auknu eftirliti innan stéttarinnar, og sönnun fyrir þörf á slíku eftirliti væri m.a. það, hve mi'kið væri af utanaðkomandi gagnrýni á starf læknastéttarinnar al- mennt í þjóðfélaginu. Þá var tekin fyrir spurning um, hvort æskilegt væri að koma á einhvers konar gæðaeftirliti með læknisstörfum og hvort æskilegt væri að koma upp þá eins konar siðanefndum fyrir heilbrigðisstofnanir eða heilbrigðisstéttir. Bent var á í því sam- bandi, að læknaráðim áttu í rauninni að starfa sem slíkur aðili og það væri ekki óeðlilegt og jafnvel kannski æskilegt, að eiin af fastanefndum, sem læknaráðin skip- uðu, væri einmitt siðanefnd fyrir viðkom- andi heilbrigðisstofnun. Þegar rætt var um hlutverk og starf- semi þessarar væntanlegu siðanefndar, þá benti einn þátttakandinn á, hvort þetta yrði ekki svo mikið verkefni, að það reynd- ist fullt starf, að fjalla um öll þau kæru- mál, sem kynnu að berast nefndinni. Tals- vert mikið var um það rætt, hvort siða- nefnd ætti eingöngu að fjalla um þau mál, sem til hennar væri vísað, eða hvort hún ætti að eiga frumkvæði að því að taka upp mál, þar sem fulltrúum siðanefndar væri kunnugt um einhver meint afbrot. Rætt var um ítrekaðar ásakanir á hendur læknum í fjölmiðlum varðandi óhóflega lyfseðlaskrift á róandi lyf og sölu á lyf- seðlum í því sambandi. Kom fram, að það væri áformað, að læknar fengju yfirlit yfir útskrift lyfseðla á slíkum lyfjum. Einn fulltrúinn benti á, hversu gott eft- irlit væri imeð þessum hlutum á Húsavík, og þ.á.m. hefðu reglulegir fundir lækn- anna mikla þýðingu og sameiginlegt dag- álakerfi skapaði gagnkvæmt eftirlit t.d. í sambandi við útskrift á róandi lyfjum. Fram kom, að heppilegt væri að fara varlega af stað með skipun slíkrar nefndar og ekki setja henni alltof ákveðnar reglur, heldur hafa rúmar almennar reglur og sjá síðan af reynslunni, hvers konar starfs- vettvang heppilegast væri að einskorða þessa nefnd við. Þá kom fram sú athyglisverða hugmynd, að leikmenn væru þátttakendur í þessari nefnd, en í reglunum var gert ráð fyrir, að lögfræðingur væri ritari nefndarinnar, en með því að hafa einn eða fleiri leik- menn skipaða í slíka nefnd, þá mundi það gera þessa nefnd miklu trúverðugri aðila gagnvart almenningi til þess að fjalla um ákærur á hendur læknum. Einnig var rædd sú hugmynd, hvort rétt væri, að stjórnvöld skipuðu siðanefnd fyrir heil- brigðisstéttir almennt. Rætt var um erfið- leika á því að hafa leikmenn í slíkri nefnd, þegar fjallað væri um læknisfræðileg at- riði. Hins vegar var bent á, að slíkir leik- menn þyrftu ekki að taka þátt í störfum nefndarinnar, er fjallað væri um mál, er snertu eiwgöngu lækna innbyrðis. Lokaniðurstaða þessa umræðuhóps var, að þörf væri á stofnun siðanefndar. Menn voru í stórum dráttum sammála um það starf, sem henni væri markað í áðurnefnd- um starfsreglum. Hins vegar voru skiptar skoðanir um, hvort skynsamlegt væri að leikmenn væru þátttakendur í slíkri nefnd. Það kom fram, að yfirstandandi aðalfund- ur Læknafélags íslands mundi fjalla um þetta uppkast að starfsreglum fyrir siða- nefnd á væntanlegum fundi á morgun. Nú væri yfirstandandi endurskoðun á lögum L.í. og Codex Ethicus, og áformað væri að afgreiða það mál endanlega á næsta ári. Hannes Blöndal, prófessor, staðgengill forseta læknadeildar, taldi æskilegt, að læknasamtökin skrifuðu læ'knadeild og færu þess á leit, að tekin yrði upp föst kennsla í siðfræði í læknadeild. ÞAGNARSKYLDA. VARÐVEIZLA EINKAMÁLA SJÚKLINGS Umræðustjóri: Ásmundur Brekkan. Ritari: Jón G. Stefánsson. Leiðbeinandi: Clarence Blomquist. Lögfræðir'áðunautur: Magnús Thoroddsen. Aðrir þátttakendur: Ársæll Jónsson, Brynl. H. Steingr.son, Tómas Helgason, Ingibjörg Agnarsd., Sigþ. Ingimundard., Viðar Hjartarson, Sigurst. Guðmundss., Jónína Guðmundsd., Guðmundur Sigurðss , Ólafur G. Guðmundss., Páll Sigurðsson, Kristófer Þorleifsson.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.