Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1983, Side 8

Læknablaðið - 15.12.1983, Side 8
324 LÆKNABLADID sjúklinganna. Par skipta aðrir eiginleikar máli, t.d. áhugi á velferð annarra og hæfileikinn til að skynja, skilja og finna til með öðrum. Þessa eiginleika hafði Guðmundur í jafn ríkum mæli og vísindahæfileikana, og gerðu þeir hann að peim mikla lækni sem hann var í orðsins fyllstu merkingu. Hann var svo sannarlega til vegna sjúklinganna, en ekki peir vegna hans. Ég minnist pess ekki að hafa pekkt vinsælli mann en Guðmund. f>að var ómögulegt að kynnast honum án pess að þykja vænt um hann og bera virðingu fyrir honum. Þessa reynslu höfðu allir sem unnu með honum eða voru sjúklingar hans. Sem vinur var hann mjög greiðvikinn, trygglyndur og hjálpfús. Hann var maður sem meinti pað sem hann sagði og sagði pað sem hann meinti, og í rökræðum var hann fastur fyrir en gat tekið rökum. Hann var mælskur og vel ritfær og hafði yndi af ljóðum og gat vel komið saman vísu. Guðmundur hafði auðsjáanlega mikla ánægju af öllu pví sem hann gerði. Þótt hann væri alvörumaður var hann oft gamansamur og sá spaugilegu hliðarnar á tilverunni, greip pá gjarnan um nefið og hristist af hlátri. Hann var stemmningsmaður mikill og kom pað best fram í góðra vina hópi, en pá var hann hrókur alls fagnaðar. Guðmundur var mjög trúræk- inn, pótt hann hefði ekki hátt um pað, og ég hef alltaf álitið, að pað hafi mótað æfistarf hans og lífsskoðanir meira en margur hyggur. Mér hefur orðið tíðrætt um störf Guð- mundar, en hann var einnig ástkær eigin- maður, heimilisfaðir og afi. Hann var svo lánsamur að eignast góða eiginkonu, Guðrúnu Þorkelsdóttur bónda á Selfossi Bergssonar. Þau giftust 1950 og bjó hún honum hlýtt og kærleiksríkt heimili par sem gott var að hvíla lúin bein og safna kröftum á ný. Þau eignuðust 6 góð og mannvænleg börn, Þorkel Elí, lækni, Þorgerði Sigurrós, kennara, Jóhannes, lækna- nema, Guðmund, guðfræðinema, Óttar Gauta, sem vinnur við verslun og Eddu Ýr, nema. Þau eiga eitt barnabarn, Sunnevu 6 ára, dóttur Þorgerðar og var hún augasteinn afa síns. Kær meðlimur fjölskyldunnar er einnig stjúpdóttir Guðmundar, Guðrún Berglind. Guðmundur unni fjölskyldu sinni heitt og bar hag hennar ætíð fyrir brjósti. Guðmundur Jóhannesson var mjög merkur sonur Islands og ég, eins og svo margir aðrir, er pakklátur fyrir að hafa fengið að pekkja hann og læra af honum. Það er mikil eftirsjá að Guðmundi og margir munu sakna hans og stórt og vandfyllt skarð hefur verið höggvið í læknastétt okkar. En pótt hann hafi kvatt okkur, pá lifir lífsstarf hans áfram um ókomin ár og hvetur okkur til að halda áfram á þeirri braut sem hann markaði. Blessuð sé minning hans. Desember 1981 Sigurður S. Magnússon

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.