Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1983, Side 23

Læknablaðið - 15.12.1983, Side 23
LÆKNABLADID 337 Fjöldi Kvenna Fjöldi Rekkjunauta Mynd 2. Fjöldi rekkjunauta kvenna med lekanda. gengnum 2 mánuðum hjá 92 konum (91 %). Meðalfjöldi rekkjunauta var 1.8 á konu (sjá mynd 2). Konurnar gáfu upp fjölda karla frá einum og upp í níu. Samkvæmt spjaldskrá Kynsjúkdómadeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur náðist til 78 karla (47.9 %) til skoðunar og sýnitöku. Af peim voru 24 (30.76 %) með lekanda. Ekki náðist til 70 karla (42.9 %), og voru helstu ástæðurnar: Ófullnægjandi upplýsingar um nafn, heim- ilisfang, síma o.s.frv. Neituðu tengslum við konuna og/eða neit- uðu að koma. Voru útlendingar eða bjuggu erlendis. Voru sjómenn eða búsettir úti á landi. Sögðust fara annað í meðferð. í spjaldskránni fundust engar upplýsingar um 15 tilnefndra karla (9.2 %). UMRÆÐA Lekandi er greinilega talsvert útbreiddur sjúk- dómur hérlendis. Landlæknir hefur bent á fjölgun skráðra lekandatilfella undanfarin ár, en óvíst er, hvort um raunverulega aukningu á tíðni er að ræða, þar sem erfitt er að meta áhrif bættrar skráningar og greiningartækni (2). Athyglisvert er að þótt 32 % aukning hafi orðið á fjölda kvenna sem ræktað var frá á árunum 1978-1980, hélst hlutfall jákvæðra sýna óbreytt (sjá töflu II), að óbreyttum ábendingum fyrir sýnatökum. Af þessu uppgjöri er að sjálfsögðu ekki hægt að ráða hversu útbreiddur sjúkdómurinn er meðal íslenskra kvenna, þar sem um valið úrtak er að ræða. Ýmsar lærdómsríkar álykt- anir má þó draga af því. Ekki kemur á óvart að um helmingur kvenn- anna með lekanda höfðu bráða eggjaleiðara- bólgu. Milli 10 og 17 % kvenna, sem smitast af lekanda, fá eggjaleiðarabólgu (1, 4, 5). Sam- kvæmt þessu voru a.m.k. 330 konur með ein- kennalausan lekanda hér á þessum árum. Þess- ar tölur eru örugglega of lágar, þar sem vitað er, að konur með eggjaleiðarabólgu voru með- höndlaðar á öðrum sjúkrahúsum og sumar jafn- vel í heimahúsum. Til þess að hin raunveru- lega tíðni lekanda komi betur í ljós, er nauðsyn- legt að sýni séu tekin og ræktun gerð hjá öll- um konum með grun um eggjaleiðarabólgu, áður en meðferð er hafin. Meðal þeirra kvenna, sem sóttu um fóstur- eyðingu á þessum árum, voru 2.98 % með einkennalausa lekandasýkingu. Þetta er svipað hlutfall og í Noregi (2.3 %) (6). Æskilegt væri að kanna útbreiðslu lekanda hjá þunguðum konum hér á landi, en bandarískar rannsóknir benda til að tíðnin þar sé á bilinu 1-7.5%. Fósturhimnubólga (chorioamnionitis), ótíma- bær vatnsmissir og fyrirburafæðingar eru al- gengari hjá þessum konum en hjá ósýktum (7). Lekandi hjá konum er lúmskur sjúkdómur, sérstaklega vegna þess að hann veldur oft bólgum í slímhúð eggjaleiðaranna (endo-sal- pingitis), sem gefa lítil eða engin einkenni en valda varanlegum skemmdum á eggjaleiðara og ófrjósemi. Ýmsar aðferðir aðrar en ræktanir hafa verið reyndar til að greina lekanda hjá konum, en ekki reynst nógu áreiðanlegar. í framtíðinni mun bætt meðferð sýna ásamt fljótvirkari ræktunaraðferðum, bæta og auðvelda grein- inguna (8). Ræktað var frá leghálsi, þvagrás og endaþarmi í nær öllum tilfellum. Áhöld hafa verið um, hvort nauðsynlegt sé að taka sýni frá endaþarmi. Hjá okkur ræktaðist lekandi frá endaþarmi í 18.4 % tilfella og í 1 skipti (8.9 %) ræktaðist einungis þaðan. Þetta er í samræmi

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.