Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1983, Side 33

Læknablaðið - 15.12.1983, Side 33
LÆKN ABLADID 69,343-347,1983 343 Gunnlaugur Geirsson GREINING BRJÓSTAMEINA MEÐ FRUMURANNSÓKN Sýnatökur á frumurannsóknastofu Krabbameinsfélags íslands 1976-1981 í grein pessari er leitast við að meta gagnsemi frumurannsókna til greiningar brjóstameina meðal kvenna, sem hafa einkenni, svo sem hnút, sem unnt er að þreifa fyrir eða útferð frá geirvörtu. Ætlunin er að sýna kosti og galla þessarar rannsóknaraðferðar og skýra ábend- ingar um notkun. Verða þær einungis túlk- aðar í ljósi þeirra forsendna sem núverandi hópskoðanastarf gefur. Ef hópskoðanastarfinu væri hagað á annan hátt, t.d. með brjósta- myndatöku eingöngu, yrði væntanlega að nota sérstaka tækni til þess að staðsetja það sem afbrigðilegt reyndist á röntgenmyndum og er þar um að ræða allt aðra rannsóknarað- ferð (stereotactic asþiration biopsy). INNGANGUR Vaxandi nýgengi (1) og há dánartíðni af völdum brjóstakrabbameins hefur örvað leit að nýjum aðferðum til þess að bæta árangur lækninga. Hópskoðanir til greiningar sjúk- dómsins á byrjunarstigi er ein þeirra leiða, sem menn binda vonir við að auka muni batalíkur. Par hefur einkum verið stuðst við þrenns konar aðferðir: 1) Brjóstaskoðun með það fyrir augum að þreifa eftir hnút. 2) Myndataka af brjóstum (venjulega rönt- genmynd — mammografi). 3) Sýnistaka, annað hvort vefja- eða frumu- sýni. Guðmundur Jóhannesson var yfirlæknir Leit- arstöðvar Krabbameinsfélags íslands árin 1971-1981. Undirforustu hans hófst kerfisbund- in leit að brjóstakrabbameini í konum hér á landi. Sú starfsemi hófst árið 1973 og tengdist hópskoðunum þeim er beindust gegn legháls- krabbameini. í samráði við röntgendeild Land- spítalans var efnt til forkönnunar á gagnsemi brjóstamyndatöku meðal 2000 kvenna. Lauk þeirri athugun 1974 og var niðurstaðan sú að beitt skyldi klínískri skoðun og röntgen- myndatöku í völdum tilfellum (2). Ábendingar til myndatöku voru þessar: 1) Pegar hnútur finnst í brjóstinu. 2) Mjög stór brjóst og erfið þreifing. 3) Mikil eymsli í brjóstum. 4) Blæðing frá geirvörtu. 5) Hafi kona áður fengið krabbamein í brjóst. Allir grunsamlegir hnútar voru fjarlægðir af skurðlækni, en reynt var að fylgjast með þeim konum sem höfðu minni háttar breytingar, óljósa þrimla eða eymsli. Slíkt eftirlit hefur reynst erfitt vegna hins mikla fjölda kvenna sem fá þrimla í brjóst og sökum þess hve krabbamein í brjóstum getur leynt á sér í byrjun. Þennan vanda reyndi Guðmundur Jóhann- esson að leysa og hóf að taka frumusýni með mjórri nál (aspiration biopsy) til greiningar brjóstameina árið 1976. Fljótlega tóku meina- fræðingar Krabbameinsfélagsins við þessari starfsemi. Auk greinarhöfundar átti Margrét Snorradóttir meinafræðingur drjúgan þátt í þessu starfi á árunum 1978-1979. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Samantekt þessi nær til allra kvenna sem vísað var til sýnistöku á frumurannsóknastofu Krabbameinsfélags íslands á árunum 1976- 1981. Niðurstöður frumurannsókna voru skráð- ar og bornar saman við niðurstöður vefja- greiningar Rannsóknastofu Háskólans þar sem vefjasýni höfðu verið tekin í framhaldi af frumurannsókninni. Einnig voru nöfn þeirra kvenna sem komið höfðu í frumurannsókn borin saman við Krabbameinsskrána. Fylgst var með sjúklingi í eitt ár til þess að kanna hvort krabbamein kæmi í ljós á þeim tíma. Á Rannsóknastofu Krabbameinsfélagsins eru konur skoðaðar í sitjandi stöðu og liggj- andi. Hnútar í brjóstum og/eða í holhönd eru staðsettir og stungið í þá með grannri nál (0,55 eða 0,65 mm). Ekki er þörf deyfingar. Stungið er tvisvar til fjórum sinnum í hvern hnút. Þegar nálin er dregin út situr vefjavessi í

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.