Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1983, Page 35

Læknablaðið - 15.12.1983, Page 35
LÆKNABLADID 345 og var ýmist gerð biopsia eða fylgst með hnútnum hjá þrettán þessara kvenna. Ekki er vitað um afdrif tveggja þeirra er höfðu ófull- nægjandi sýni. UMRÆÐA Þrátt fyrir það, að fram hafi komið sterkar vísbendingar um gagnsemi hópskoðana í bar- áttunni við brjóstakrabbamein er ekki enn vitað hversu mikil sú gagnsemi er. Þess vegna er tímabært að kanna nú árangur hópskoðana Krabbameinsfélagsins þegar senn er að baki áratugur af slíku starfi. Af þeirri athugun og með hliðsjón af niðurstöðum annarra má vænt- anlega ráða hvernig leitarstarfi verði best hagað í framtíðinni. Umræður um rannsóknaraðferðir hljóta ávallt að snúast um tvö megin atriði, 1) gagnsemi hennar umfram aðrar aðferðir að sama marki og, 2) nákvæmni hennar er varðar næmi (sensiti- vity) og sérhæfni (specificity). Avallt má deila um gagnsemi stungusýna úr hnútum í brjósti því margir telja að fjarlægja beri alla slíka með skurðaðgerð. Þess ber þó að gæta að þrimlar í brjóstum kvenna á öllum aldri eru mjög algengir og einnig er vert að hafa hugfast að krabbamein á byrjunarstigi getur virst góðkynja við þreifingu. Taka stungusýnis úr þrimli í brjósti hlýtur að vera betri kostur en að klappa hughreystandi á bak sjúklings. Kostur nálarsýna er sá að taka má úr mörgum stöðum og endurtaka eins oft og þurfa án þess að sjúklingarnir veigri sér við því og án þess að ör sitji eftir. Fylgikvillar hafa ekki verið aðrir en lítilsháttar mar eftir ástunguna. Oft er spurt um það, hvort ástæða sé til nálarsýnistöku úr hnútum, sem eru grunsam- legir við þreifingu og nema þarf á brott án til- lits til þess hver niðurstaða frumurannsóknar verður. Því er til að svara að í flestum tilfellum er unnt að gefa óyggjandi svar um illkynja æxli svo unnt er að ræða aðgerðina fyrirfram við sjúklinginn og taka má brjóstið án frysti- skurðar. Þetta krefst þó náins sambands milli skurðlæknis og meinafræðings til umræðna um sérhvert tilfelli. Ekki hafa fundist nein teikn um það að sjúklingum með brjósta- krabbamein sé hætta búin við ástungu, t.d. er ekki talið að æxlið sái sér út við stunguna (3). Mikið er í húfi að greina rétt illkynja sjúkdóma. í frumusýnum getur stundum verið torvelt að greina milli ofvaxtar eða bólgu og æxlisvaxtar. í töflu II eru sundurliðuð þau þrettán tilfelli þar sem afbrigðilegar frumur fundust í sýni og ekki var talið unnt að útiloka krabbamein. Sjö slík sýni voru vessar úr geirvörtu, sem reyndust hafa frumur úr sepa- vexti með bólgubreytingum. Af þessu má sjá að öryggisleysis hefur gætt í greiningu mein- semda í þessum tilfellum, en þess ber að geta að eitt krabbamein fannst við skoðun á vessa frá geirvörtu þar sem engan hnút var að finna og brjóstamynd var eðlileg. Hjá þrem konum af þrettán voru frumusýni dæmd grunsamleg um krabbamein, þó ekki einhlít, en illkynja mein fundust í vefjasýnum. Eitt dæmi var um góðkynja kirtil og stoðvefjaræxli (fibroadeno- ma), sem gaf svo ríkulegar frumur í frumu- stroki að ekki þótti unnt að útiloka krabba- Tafla II. Frumusýni mcd afbrigdileika par sem ekki var unnt að útiloka illkynja vöxt. Sýni nr. Aldur Sýnistegund Frumugreining PAD 851/80 38 Vessi úr geirvörtu Bólgu »atypi« (mastitis) Ekki tekið vefjasýni (klin. kontrol) 1234/80 41 Vessi úr geirvörtu »Atypi« í sepafrumum Fibroadenosis 1239/81 47 Stungusýni »Atypi«. Krabbamein ekki útil. Carcinoma mammae 1284/81 42 Vessi úr geirvörtu »Atypi« I sepafrumum Fibroadenosis 536/81 80 Vessi úr geirvörtu »Atypi« í sepafrumum Ekki gerð aðgerð (klin. kontrol) 317/80 57 Vessi úr geirvörtu »Atypi« í sepavexti Papilloma 867/81 37 Stungusýni »Atypi«. Krabbam. ekki útil. Fibroadenoma 864/80 46 Vessi úr geirvörtu »Atypi« sepafrumur og bólga Fibroadenosis 756/81 43 Stungusýni Þekjufrumur með »atypi« Carcinoma intraductale mammae 1636/80 47 Stungusýni »Atypi« apocrine frumur Fibroadenosis 873/81 67 Stungusýni »Atypi« grunsaml. um krabbam. Adenocarcinoma mammae 1629/80 37 Stungusýni »Atypi« sepafrumur Fibroadenosis 320/81 48 Stungusýni Þekjufrumur með »atypi« Fibroadenosis

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.