Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1983, Side 44

Læknablaðið - 15.12.1983, Side 44
354 LÆKNABLADID mælingu, en flestar með hitahækkun á öðrum eða þriðja degi. Konur með eggjaleiðarabólgu kvarta einnig oft um ógleði og útferð frá leggögum, en skráning þessara einkenna var ekki nógu örugg, til þess að hægt væri að reikna út tíðni peirra hjá þessum sjúklingahópi. Rannsóknir: Sökk var mælt hjá öllum sjúkling- um við komu, síðan yfirleitt viku eftir komu, og aftur viku síðar. Við komu var meðalsökk- gildi hópsins 28.7 mm/klst, lægst 2 mm/klst. og hæst 134 mm/klst. Eitt hundrað sjötíu og ein kona (69.5%) hafði sökk>15 mm/klst. við komu, en flestar fengu sökkhækkun meðan þær dvöldu á deildinni. Lekandasýni frá leghálsi, þvagrás og endaþarmi voru tekin hjá 207 konum (84.1 %). Ræktanir voru gerðar á Rannsóknarstofu Háskólans í sýklafræði. Fyrri helming tímabilsins, sem rannsóknin tók til, voru sýnin tekin með »calcium algina- te« pinnum, sem settir voru á súkkulaði »skáagar« og fluttir til rannsóknarstofunnar svo fljótt sem unnt var. Seinni helming tíma- bilsins voru sýnin tekin með »rayon« pinnum og sett í breytt »Stuart’s« flutnings-æti (Cultu- rette®). Sýnum var sáð á »Thayer-Martin« æti, og sett í hitaskáp með andrúmslofti, sem var 5 % C02. »Gram« neikvæðir »diplokokkar«, sem uxu á þessu æti og voru »Oxidase« jákvæðir, voru taldir lekandasýklar og grein- ing staðfest með »Fluorescent« mótefnaað- ferð. Astæður þess, að ekki voru tekin sýni hjá öllum voru meðal annars þær, að sjúklingar voru á sýklalyfjum við komu (13 %), eða innlagningarástæður voru aðrar en bráð eggjaleiðarabólga og því fórust ræktanir fyrir (3.9 %). Af þessum 207 konur reyndust 52 (25.12 %) vera með lekanda. Af þeim 155 konum, sem voru með neikvæð sýni voru 15 á sýklalyfjum við komu. Marktæk sýni voru því tekin hjá 192 konum, og tíðni lekandasýkinga hjá þeim var 27.8 %. Af öllum sjúklingahópnum (246 kon- um) voru 46 konur (18.6 %) á sýklalyfjum við komu. Tafla VI sýnir dreifingu jákvæðra lekanda- ræktana, eftir því hvaðan sýni voru tekin. í sumum tilfellum ræktaðist frá einum stað, og sýnir tafla VII dreifinguna milli staða í þessum tilfellum. Við aðgerð voru tekin sýni frá kviðarholi hjá 58 konum (23.5 %). Af þeim reyndust 3 (5.2 %) jákvæð. Þessi tala er trúlega of lág, þar sem 7 þessara kvenna voru á sýklalyfjameð- ferð við komu. Að auki höfðu margar fengið fyrstu meðferð við eggjaleiðarabólgu, þegar aðgerð var gerð og sýni tekin. Hjá þeim 3 konum, sem höfðu jákvæð sýni frá kviðarholi, ræktuðust lekandasýklar einnig frá leghálsi, þvagrás og/eða endaþarmi. Greining: Klínísk greining byggðist á sögu, líkamshita, sökki og skoðun á kvið og innri TaflaVl. Dreifing 89 jákvædra lekandaræktana eftir sýnatökustad hjá 52 konum. Fjöldi Hlutfall Legháls 48 92.3 Þvagrás 27 51.9 Endaþarmur 14 26.9 Tafla VII. Dreifing 21 jákvædrar, lekandaræktunar frá adeins einum sýnatökustað af premur. Fjöldi Hlutfall af 52 konum Legháls 19 36.5 Þvagrás 1 1.9 Endaþarmur 1 1.9 TaflaVlll. Ástædur fyrir kvidarholsspeglun eda holskurdi hjá 246 sjúklingum med bráda eggjaleid- arabólgu 1978-80. Fjöldi Hlutfall Kviðarholsspeglun vegna gruns um bráða eggjaleiðarabólgu .. 190 77.2 Kviðarholsspeglun vegna gruns um annað Óljósir kviðverkir 20 Grunur um utanlegsþykkt .. 17 41 16.7 Grunur um blöðruæxli Óreglulegar blæðingar 3 1 Holskurður vegna gruns annað Óljósir kviöverkir Grunur um graftarsekki 5 (tubo-ovarial abscess 4 15 6.1 Grunur um botnlangabólgu . 3 Grunur um æxli í grindarholi 2 Grunur um utanlegsþykkt .. 1 Alls 246 100

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.