Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1983, Síða 47

Læknablaðið - 15.12.1983, Síða 47
LÆK.NABLAÐ1D 357 í Svíþjóö (13, 14). í Bandaríkjunum er lekandi hinsvegar talinn orsakavaldur eggjaleiðara- bólgu í allt að 50 % tilfella (15). í Svíþjóð og Danmörku er talið, að eggja- leiðarabólga orsakist af chlamydíasýkingu í leghálsi í allt að 40 % tilfella (16, 17). Chlamy- día virðist þó vera mun fátíðari orsök í Bandaríkjunum (15) og kann það að stafa af öðrum aðferðum við greiningu sýkingarinnar. Chlamydía ræktanir hófust fyrst á Rannsókn- arstofu Háskólans í ársbyrjun 1982, og munum við birta niðurstöður, hvað varðar chlamydíu sem orsakaþátt í eggjaleiðarabólgu á íslandi, svo fljótt sem auðið er. Lyfjameðferð er svo háttað á Kvennadeild Landspítalans í dag, að sjúklingur fær Probe- nicid 1 g per os og 4.8 millj. einingar procain penicillin í vöðva, og er talið að þessi skammt- ur lækni lekanda. Síðan fær sjúklingur tetracy- clin eða erythromycin 500 mg fjórum sinnum á dag í a.m.k. 10 daga, en þessi lyf verka á chlamydía sýkilinn (18). Skoðun og sökkgildi ráða hvenær útskrift er ákveðin. Yfirleitt er konum ráðlagt að hvíla sig frá vinnu í tvær vikur að lokinni lyfjagjöf. Rétt er að benda á að skurðaðgerðir á eggjaleiðurum eða eggjastokkum við bráða eggjaleiðarabólgu eru í dag taldar algjörlega óþarfar og raunar skaðlegar vegna hættu á blæðingum úr bólgnum vefjum í grindarholi og vegna mikilvægis þessara líffæra fyrir frjósemi kvenna og vakamyndun. Mjög mikilvægt er að áframhaldandi eftirlit með þessum sjúklingum sé gott, til þess að ganga úr skugga um, að sjúkdómurinn læknist fullkomlega. Sé um lekanda eða chlamydía- sýkingu að ræða, verður að koma í veg fyrir endursýkingu og frekari útbreiðslu, og sjá til þess, að smitberar fái meðferð. í sjúklingahópnum voru 47 konur (20 %) á sýklalyfjum við komu. Sýnir það, hve mikil brögð eru að því, að konur með eggjaleiðara- bólgu eru meðhöndlaðar í heimahúsum hér á landi, sem verður að teljast varhugavert vegna langvarandi afleiðinga sjúkdómsins. Aðstaða til greiningar er þar léleg, í fæstum tilfellum er gengið úr skugga um, hvort um kynsjúkdóm er að ræða, áður en meðferð er hafin og erfitt er að fylgjast með því, að sjúklingur fari eftir settum fyrirmælum læknisins. Ef grunur leikur á eggjaleiðarabólgu, ber því að senda sjúklinginn til nánari athugunar á sjúkrahús, og þá helst á kvennadeild, ef hægt er að koma því við. Jafnvel þótt greiningin virðist örugg, á að staðfesta hana með kviðar- holsspeglun og verður því viðeigandi tækja- búnaður að vera til staðar á þeim sjúkrahús- um, sem annast þessa sjúklinga. f>að er fjárfest- ing sem borgar sig. LOKAORÐ Margir sjúkdómar mannkynsins læknast án óbætanlegra afleiðinga. En aðrir skilja eftir sig varanleg og stundum óbætanleg mein, sem eru sjúklingnum og samfélaginu dýrkeypt. Eggja- leiðarabólga er í síðarnefnda flokknum. Tíðni ófrjósemi hjá íslenskum hjónum er 8-10 % og ein algengasta ástæðan er skemmd á eggja- leiðurum eftir bólgu (í 35.8 % tilfella), sem er svipað og hjá öðrum þjóðum (19). Tíðni kynsjúkdóma virðist hafa aukist á íslandi undanfarin ár (20). f>ar með fjölgar tilfellum eggjaleiðarabólgu og utanlegsþykkt- ar og þeim konum fjölgar, sem eiga við ófrjósemisvandamál að stríða. Hvað eggja- leiðarabólgu snertir, má ætla að örugg grein- ing, viðhlítandi meðferð, leit að smitberum og auknar upplýsingar til almennings um eðli og afleiðingar sjúkdóma, sem tengjast kynífinu, verði til þess að draga úr tíðni ófrjósemi íslenskra kvenna. SUMMARY A retrospective study of 246 consecutive cases of acute salpingitis verified by laparoscopy or laporo- tomy, admitted to the Department of Obstetrics and Gynaecology, National Hospital, Reykjavik during 1978-1980 is presented. The average age of the patients was 24.5 years; 49.2 % were married or cohabiting, 40.3 % were nulliparae and 23.5 % gave a previous history of salpingitis. Salpingitis was suspected clinically in 77.2 % of cases, other condi- tions in 22.8 %. The onset of symptoms occurred within 5 days of the first menstrual day in 42.6 % of the patients, 99.6 % complained of abdominal pain and 26.8 % had metrorrhagia or meno-metrorrhagia. On admis- sion to hospital, only half were febrile and 30 % had a raised E.S.R. Gonococci were isolated from the urethra, cervix or rectum in 27.8 % of the patients, and from the peritoneal cavity in 5.2 %. During the same period, 267 patients were admitted with the clinical diagnosis of salpingitis. At operation, the diagnosis was confirmed in 190 cases only (71,2 %). In 12 % other conditions were found, and in 17 % no pathology was demonstrated. There were no serious postoperative complications. This study confirms Swedish reports that the clinical diagnosis of the disese is inadequate and we
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.