Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1983, Page 51

Læknablaðið - 15.12.1983, Page 51
LÆK.NABLADID 69,359-362,1983 359 Gunnar Biering, Gunnlaugur Snædal, Helgi Sigvaldason, Jónas Ragnarsson Fæðingar á íslandi 1972-1981, 10. grein: MEÐGANGA OG BURÐARMÁLSDAUÐI Nokkrir áhættuþættir INNGANGUR í undanförnum greinum um fæðingar á Islandi hefur verið fjallað um nokkra pætti í tengslum við meðgöngu og fæðingu, sem nú má fá upplýsingar um úr fæðingatilkynningum. í pessari grein verður rætt nánar um tengsl nokkura pessara pátta við burðarmálsdauða. Þessir pættir eru aldur mæðra, lengd meðgöngu, fjöldi forskoðana, fæðingarröð og fjölburafæðingar. Orðið burdarmá! táknar tímabilið í kringum fæðinguna. Vilmundur Jónsson landlæknir var höfundur pessa orðs, en pað mun fyrst hafa verið notað árið 1971 (1). Hugtakið burdar- málsdaudi var fyrst notað um dánartölur nýbura, p.e. »perinatal mortality«, árið 1973. Með burðarmálsdauða er átt við samanlagðan fjölda andvana fæddra barna (late foetal death) og lifandi fæddra sem látast á fyrstu viku eftir fæðinguna, miðað við 1000 fædda andvana og lifandi. Til frekari skýringa má geta pess að pegar rætt er um burðarmáls- dauða hér á landi (perinatal mortality) er í raun átt við tíðnina (perinatal mortality rate), svo sem fram kom hér að ofan, p.e. fniðað við 1000 fædda. Mynd 1 sýnir próun burðarmálsdauða á íslandi í fimm ára tímabilum frá 1951 til 1980 (2). Jafnframt sýnir myndin skiptingu pessara hlutfallstalna í andvana fædda og látna á fyrstu viku. Hin stöðuga og mikla lækkun burðar- málsdauðans, sem átt hefur sér stað frá upphafi sjöunda áratugarins, endurspeglar fyrst og fremst bætt mæðraeftirlit í landinu. Eins og áður er getið (3) eru lágar tölur andvana fæddra taldar góður mælikvarði á gæði mæðraeftirlits og fæðingarhjálpar. Mynd- in sýnir einmitt að á áratugnum 1961-70 verður lækkun burðarmálsdauðans fyrst og fremst rakin til lækkandi tölu andvana fæddra. Lækkandi tölur síðasta áratuginn hafa að nokkru leyti verið skýrðar í undanförnum greinum, en markmið pessarar greinar er að reyna að kanna nánar pessa pætti. Fyrst verður rætt um hvern einstakan pátt, en í lokin verður greint frá áhrifum peirra á burðarmáls- dauðann. UMRÆÐA A. Aldur mædra. Aldur móðurinnar er einn af peim páttum sem talið er að hafi áhrif á burðarmálsdauða. Einkum hefur fæðing mjög seint á barneignaraldri verið talin áhættusöm að pessu leyti. í Fæðingaskránni var hægt að kanna pennan áhættupátt. Kom í ljós (sjá mynd 2) að kona sem orðin er fertug er í nær prefaldri hættu að missa barn sitt í burðarmáli Af 1000 fæðingum B: Burðarmálsdauði. A: Andvana fæddir. w 1951 1956 1961 1966 1971 1976 -55 -60 -65 -70 -75 -80 B 25,7 21,8 24,0 20,4 17,2 10,1 A 15,7 13,2 13,7 11,3 8,8 5,6 D 10,0 8,6 10,3 9,1 8,4 4,5 Mynd 1. Breytingar á burðarmálsdauda á íslandi sídustu prjá áratugi. Árlegt medaltal.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.