Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1983, Qupperneq 58

Læknablaðið - 15.12.1983, Qupperneq 58
364 LÆKNABLADID krabbameinsnefndarinnar (7, 8). í samvinnu við landlækni íslands var ákveðið að telja krabbameinssjúklinga á íslandi hinn 1. maí 1908 á svipaðan hátt og í Danmörku. Spurn- ingaeyðublöð á íslensku, eins úr garði gerð og pau dönsku, varðandi ísland, voru send öll- um héraðslæknum á íslandi og peir beðnir að gefa upplýsingar um alla krabbameinssjúkl- inga í umsjá peirra á nefndum degi. Á árunum eftir pessa talningu var til pess ætlast að héraðslæknar söfnuðu upplýsingum varðandi krabbameinssjúklinga mánaðarlega (mánaðarskrár) og sendu landlækni. Þessar upplýsingar hafa af skiljanlegum ástæðum verið mjög ófullkomnar. Árið 1932 gaf land- læknir í fyrsta skipti fyrirmæli til héraðslækna um pað að semja árlega lista yfir alla sjúklinga með illkynja æxli sem peir vissu af í héraði sínu. í pessum ársskýrslum var til pess ætlast að skráðir væru allir einstaklingar sem höfðu pá eða höfðu áður haft illkynja æxli, hvort sem gert var ráð fyrir pví að æxlið væri læknað eða ekki. í kjölfar pessarar fyrirskipunar jukust upplýsingar um algengi (prevalence) illkynja æxla á íslandi verulega, pótt pær yrðu ekki einhlítar fyrr en síðar. Yfirlit yfir skýrslur héraðslækna hefur til skamms tíma verið birt árlega í Heilbrigðisskýrslum síðan 1932 ásamt árlegum dánarmeinaskrám vegna krabba- meins sem byggðar voru á dánarvottorðum lækna. Hin síðari ár hefur mönnum sem vinna að faraldsfræðirannsóknum á krabbameini, krabbameinslækningum o.s.frv. orðið Ijósara að dánarmeinaskrár og algengitölur gefa ekki nógu öruggan upplýsingagrundvöll fyrir far- aldsfræðirannsóknir á hinum ýmsu sviðum, sérstaklega hvað varðar áhættupætti krabba- meins. Varðandi nánari umræðu um petta vandamál vísast til greina eftir Clemmesen 1965 (9) og 1967 (10) og Tulinius 1974 (11). í pví augnamiði að bæta faraldsfræðilegar rann- sóknir á krabbameini hafa verið settar á laggirnar krabbameinsskrár víðsvegar um heim, sem taka yfir heil pjóðlönd eða ákveðin pýði. Fyrsta krabbameinsskráin, sem stofnuð var og tók yfir heilt pjóðland, var danska krabbameinsskráin sem Johannes Clemmesen setti á laggirnar 1942. Hérlendis hóf annarhöfundurpessarargrein- ar (Ó.B.) skrásetningu æxla, sem greind voru í Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði árið 1947. Árangur pessarar skrásetningar var m.a. rit um krabbamein í legi á íslandi (12). í marshefti Fréttabréfs um heilbrigðismál 1950 er pess getið að Krabbameinsfélag Reykjavíkur hafi gengist fyrir skrásetningu krabbameins- sjúklinga (13). Þessi tilraun rann pó út í sandinn og pað var ekki fyrr en 1. janúar 1964 að hafin var skrásetning krabbameinssjúklinga á vegum Krabbameinsfélags íslands sem náði til alls landins (14, 15, 16, 17). Þessari skráningu hefur síðan verið haldið við reglulega fram á pennan dag. Upplýsingarnar sem skráin er byggð á hafa frá upphafi stuðst við prenns konar upplýsingaflæði. í fyrsta lagi hafa skrásetningareyðublöð verið send til allra sjúkrahúsa á íslandi og læknar beðnir að fylla út slík eyðublöð fyrir sérhvern sjúkling með illkynja æxli, sem vist- aður væri á viðkomandi sjúkrahúsi. Sé sjúk- lingur lagður inn á sjúkrahúsið að nýju, er óskað eftir viðbótarupplýsingum. í upphafi var eyðublaðið fyrir upplýsingarnar nokkru ein- faldara en pað er í dag. Þegar ákveðið var að tölvuvæða pessar upplýsingar, var nýtt eyðu- blað útbúið. í grundvallaratriðum var pó óskað eftir sömu upplýsingum frá upphafi. í öðru lagi kemur pýðingarmikill hluti upp- lýsinganna frá Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Mjög mikilvægt fyrir krabba- meinsskráninguna er, að peirri stofnun fer fram vefjagreining á öllum peim illkynja æxlum, sem á pann hátt eru greind í mönnum hér á landi. í priðja lagi er farið yfir öll dánarvottorð í lok hvers árs og upplýsingar um illkynja æxli skráð. Einnig er fylgst með pví hvenær einstak- lingur, sem áður hefur verið skráður, deyr. Á vegum Krabbameinsskrárinnar fer læknir yfir öll eyðublöð sem berast og hann ákveður skrásetningarnúmer fyrir frumæxli, vefjagerð og meðferð. Séu upplýsingar ófullnægjandi eða andstæðar á mismunandi upplýsinga- blöðum eru fyrirspurnir sendar viðkomandi læknum. í fjölda ára hefur íslenska krabbanteinsskrá- in haft nána samvinnu við krabbameinsskrár á hinum Norðurlöndunum. Fulltrúi íslensku krabbameinsskrárinnar hefur tekið pátt í árleg- um fundum forstöðumanna skránna, en á pessum fundum hafa sameiginleg vandamál verið rædd og möguleikar á virkri samvinnu athugaðir. Sem dæmi um slíka samvinnu má nefna útgáfu ritsins: »Cancer incidence in Finland, Iceland, Norway and Sweden« (16). Islenska krabbameinsskráin hefur einnig tekið pátt í alpjóða samvinnu á pessu sviði og sent dæmi um pá samvinnu má nefna fyrstu og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.