Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1983, Síða 71

Læknablaðið - 15.12.1983, Síða 71
LÆKNABLADID 373 að endurmeta efnivið þennan er 5 ár eru liðin frá lokum meðferðar, til mats á endanlegum meðferðarárangri. Jafnframt verður þá reynt að meta vægi ýmissa forspárþátta (7), sem sieppt hefur verið í uppgjöri þessu. Tafla IV sýnir meðferð þeirra 17 sjúklinga, er greindust á stigi I og II á ofangreindu tímabili. Af peim 13, sem greindust á I. stigi, var skurðaðgerð beitt eingöngu hjá 9 þeirra, tveir fengu geislameðferð gegn pelvis í fram- haldi aðgerðar og tveir sjúklinganna fengu auk pess lyfjameðferð. Ástæðan fyrir pví að tveir síðasttöldu sjúklinganna fengu lyfjameð- ferð var sú, að æxlið rifnaði við aðgerðina og innihald pess dreifðist um kviðarholið. Hjá premur sjúklinganna er greindust á II. stigi, var geislameðferð beitt gegn grindarholi auk aðgerðar, en sá fjórði fékk auk pess lyfjameðferð. Hjá peim sjúklingum er greind- ust á I. stigi, var hjá tæpum helmingi peirra gerð oophorectomia, en hjá hinum sjúkling- anna var um stærri aðgerð að ræða, eða brottnám á legi, eggjaleiðurum, báðum eggja- stokkum auk hengisbrottnáms, en pað er sú aðgerð, sem venjulega er framkvæmd ef sjúkdómurinn er lengra genginn en á I. stigi. Lyfjameðferð sú er gefin var í ofangreind- Tafla III. Cancer ovaríi greint á íslandi á árunum 1972-77 skipt í príggja ára tímabil, radad í flokka eftir edli og útbreidslu sjúkdóms vid greiningu. Figo stigun. 1972-74 1975-77 1972-77 Borderline ........... 4 3 7 I stig................ 5 13 18 II stig .............. 8 7 15 llloglVstig........... 18 28 46 Samtals 35*(36) 51 86*(87) *) Hjá einum sjúklingi er greindist á fyrra tímabilinu var ekki unnt aö ákveða stig sjúkdóms. Tafla IV. Cancer ovarii greint á íslandi á árunum 1978-80. Stig I og II. Medferd þeirra 17 sjúklinga er greindust á I og II stigi á árunum 1978-80. Aðgerð + Aðgerð + Aðgerð geislun geislun + lyf Alls Stig I.......... 9 2 2* 13 Stig II......... - 3 1 4 Samtals 9 5 3 17 *) 2 sjúklinganna á I stigi fengu lyfjameðferð auk aðgerðar og geislunar, par eð æxlið rifnaði við aðgerðina. um tilvikum, var hjá tveim peirra samtvinnuð Treosulfan- og Adriamycinmeðferð, hjá einum Treosulfangjafir eingöngu. Allir pessir sjúklingar eru á lífi við lok upp- gjörs pessa (árslok 1981) og er aðeins vitað um æxlisvöxt hjá einum peirra og var hann pá enn í meðferð. Þrjátíu og sjö sjúklingar greindust á ofan- greindu tímabili með sjúkdóm á stigi III/IV. Af þeim fengu 22 meðferð (eftir aðgerð) með Treosulfaani og Adriamycini. Lyfjameðferð pessi samanstendur af Treosulfan og voru í byrjun meðferðar gefin 500 mg á m2 daglega í 14 daga, Adriamycin i.v. á 15. degi meðferðar 40 mg á m2. Hvíldartími milli meðferðarlota 14 dagar. Meðalfjöldi lyfjalota, sem þessir sjúk- lingar fengu, var á milli 9 og 10, heildarskammt- ur Adriamycins á sjúkling nálægt 450 mg. Þeir sjúklingar sem náðu að fá pann Adriamycin- skammt, var síðan gefið Treosulfan eitt sér eins og að ofan greinir, með 2 vikna hvíld milli lyfjagjafa í u.p.b. '/2 ár. Treosulfan, sem er alkylerandi efni, var valið vegna góðrar svörunar gegn krabbameinum útgengnum frá eggjastokkum (8, 9, 10, 11), en Adriamycin hefur sýnt líka svörun og alkyler- andi efni (12). Samtvinnuð meðferð með Treo- sulfani og Adriamycini, gefið á líkan hátt og að ofan er lýst, var reynd á krabbameinsdeild sjúkrahússins í Herlev í Danmörku og fékkst fullkomin svörun hjá u.p.b. 40 % sjúklinga með útbreitt krabbamein frá eggjastokkum (13). Meðferð pessi er einföld fyrir sjúklingana og hefur nær undantekningalaust verið gefin á göngudeild. Aukaverkanir eru tiltölulega fáar og hefur ekki reynst nauðsynlegt að hætta meðferð vegna þeirra, hins vegar hefur purft að draga úr Treosulfan skömmtum er líður á meðferðartímann. I töflu V er gerð grein fyrir peim 15 sjúklingum, er greindust á stigi III/IV á ofan- greindu tímabili og fengu ekki fyrirhugaða meðferð með ofangreindum lyfjum. Tveir pessara sjúklinga fengu eingöngu Treosulfan, annar í byrjun pessa priggja ára tímabils í Reykjavík, hinn á Akureyri. Þrír sjúklinganna byrjuðu í meðferð, en náðu ekki að ljúka tveim lyfjalotum áður en peir létust. Þessi mörk, p.e.a.s. tvær lyfjalotur, voru sett sem lágmarkslyfjameðferð, til pess að hægt væri að meta árangur meðferðar. Það skal tekið fram að enginn þeirra priggja sjúklinga sem byrjuðu í meðferð er talinn hafa látist af völdum lyfjameðferðarinnar sjálfrar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.