Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1983, Page 73

Læknablaðið - 15.12.1983, Page 73
LÆKNABLAÐIÐ 375 lingar í fyrri hópnum sem lengst lifðu, fengu annað hvort geislameðferð á allt kviðarholið og/eða Treosulfan eitt sér í framhaldi að- gerðar. Mynd 3 sýnir mun á lifitíma þeirra 37 sjúklinga, sem greindust á stigi III og IV á árunum 1978-80. Fengu 22 sjúklinganna með- ferð samkvæmt áætlun og er meðal lifitími peirra tæpur 21 mánuður, en í hópnum án meðferðar er meðal lifitími aðeins 3 mánuðir og eru allir sjúklingarnir látnir eins og fram kemur á myndinni. Rétt er að geta pess að hóparnir eru ekki sambærilegir, sjá töflu V. Þeir sjúklingar er lengst lifðu í síðari hópnum, voru þeir tveir er fengu Treosulfan eingöngu eftir aðgerðina. Mynd 4 sýnir lífslengd peirra tuttugu og tveggja sjúklinga, sem fengu fyrirhugaða með- ferð með tilliti til svörunar. Enginn rnunur fæst fram á lífslengd peirra sjúklinga er fengu annars vegar hlutasvörun og hinna, er svöruðu með minna en helmings minnkun æxlis. Af þeim sjúklingum er náðu fullkominni svörun, eru einungis 2 sjúklingar látnir og hjá einum sjúklingi til viðbótar er vitað um sjúk- dóm í árslok 1981. Aðrir sjúklingar hafa pá ekki einkenni um sjúkdóm (9 sjúklingar). Fimrn peirra hafa lokið meðferð, 3 taka pá enn inn Treosulfan og einn hefur ekki lokið Treosulfan og Adriamycin meðferðinni. Sýnir mynd pessi mikilvægi pess að náð sé fullkominni svörun með samtvinnaðri meðferð Mynd 2. Borinn er saman lifitími þeirra sjúklinga á stigi III og IV sem greindust á tímabilinu 1972-77 (46 sjúklingar) og peirra sem greindust á árunum 1978- 80 (37 sjúklingar). Medaltími fyrir þá sem greindust á fyrra tímabilinu eru 7 mánudir á móti 12 mánudum í sídari hóþnum. til pess að unnt sé að lengja lifitíma sjúk- linganna. UMRÆÐA Breyting sú sem orðið hefur á meðferð á krabbameini í eggjastokkum, stigi III og IV á tímabilinu 1978-80 hefur bætt verulega með- ferðarárangur þessa hóps sjúklinga sé miðað við fyrri tímabil. Reynsla höfunda bendir eindregið til pess, að unnt sé að bæta árangur meðferðar enn frekar, með pví að beita markvisst þeim lækningaleiðum sem tiltækar eru, þ.e.a.s. skurð- aðgerðum, lyfjagjöfum og ytri geislun. Breyting sú sem orðið hefur á lifitíma hópsins er greindist á árunum 1978-80 styrkir % Lifandi Cancer ovarii Mynd 3. Borinn er saman líftími þeirra 37 sjúklinga sem greindust á stigi III og IV á árunum 1978-80. Tuttugu og tvær konur fengu meðferd samkvæmt áætlun og var medalaldur þeirra 62 ár, í seinni hóþnum eru 15 konur, medalaldur 68 ár. % Lifandi Cancer ovarii Mynd 4. Borinn er saman líftími þeirra futtugu og tveggja kvenna á stigi III og IV er fengu eftirmed- ferd með Treosulfan og Adriamycin samkvæmt áætlun. (C.R): Fullkomin svörun. (P.R.): Hlutasvörun (> 50 % minnkun æxlis). (N.R.): Engin svörun (< 50 % minnkun æxlis).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.