Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1986, Side 42

Læknablaðið - 15.09.1986, Side 42
212 1986; 72: 212-16 LÆKNABLAÐIÐ ER ÞAÐ SEM MÉR HEYRIST? Útvarpsviðtöl við heilbrigðisráðherra og nokkra iækna um skipulag heilbrigðisþjónustunnar Er íslenzk heilbrigðisþjónusta á villigötum og því dýrari en hún þyrfti að vera? Það er skoðun ýmissa í læknastétt, þeirra á meðal Stefáns Þórarinssonar, héraðslæknis á Egilsstöðum. Hann gagnrýndi skipulag heilbrigðisþjónustunnar harðlega í ræðu á fundi byggðarhreyfingar Austurlands fyrir skömmu. Inga Rósa Þórðardóttir, frétta- ritari útvarps á Austurlandi innti hann nán- ar eftir þessari gagnrýni. (Kvöldfréttir 21.05.1986) Stefán Þórarinsson héraðslæknir Stefán: »Það er margt, sem er að í heil- brigðismálum okkar. Við verjum hlutfalls- lega miklum kröftum í færri stig heil- brigðisþjónustunnar, þar sem við erum að fást við sérhæfð varndamál, sem eru tiltölu- lega fágæt meðal alls almennings, á meðan við vanrækjum uppbyggingu frumheilbrigð- isþjónustunnar og heilsuverndar.« Héraðslæknirinn bendir á, að það sé sláandi, hversu lítill hluti þeirra 10% af þjóðar- tekjum, sem sé varið til heilbrigðismála, fari til forvarnarstarfs og heilsuverndar. Stefán Þórarinsson telur einnig mjög alvar- legt, hvað stór hluti þjóðarinnar býr við lélega almenna heilbrigðisþjónustu að því leyti, að við eyðum miklu fé í óarðbæra þjónustu og séum að leysa einföld vandamál uppi á sérhæfðari stigum heilbrigðisþjón- ustunnar, sem bezt eigi heima i frumheilsu- gæzlunni. Þetta veldur auknum kostnaði, segir Stefán Þórarinsson og auk þess passar þessi heilbrigðisþjónusta ekki við þá þjálfun, sem læknarnir hafa hlotið, þótt þeir vinni í sjálfu sér vel. Eftirspurn eftir læknisþjónustu er meiri á Reykjavíkursvæðinu en úti um landið, segir héraðslæknirinn og ástæðuna segir hann hvorki vera þá, að heilsufari sé svona illa komið í Reykjavík né heldur, að heil- brigðismálum sé illa sinnt út um landið. »Ástæðan er sú, að skipulag heilbrigðismála er vitlaust«, segir héraðslæknirinn, »og verði ekki að gert, stefnir í óefni á fáum árum.« Stefán: »Ef við athugum af hverju, þá rekum við strax augun í það, að heilbrigðisþjón- ustulögin hafa enn ekki tekið gildi á Reykjavíkursvæðinu, lög, sem voru sett 1973, þar sem átti að efla heilsuvernd og heilugæzlu. Ég er því miður hræddur um, að það að heilsugæzlukerfið skuli ekki vera komið á StórReykjavíkursvæðinu, leiði til bæði lakari þjónustu þar á vissum sviðum heilbrigðismála og aukins kostnaðar.« Ástæðan fyrir þessu vitlausa skipulagi, segir Stefán Þórarinsson, að sé þekkingarleysi stjórnmálamanna, bæði á Alþingi og í sveit- arstjórnum. Hann nefnir skilningsleysi hjá læknadeild og hjá stjórn Tryggingastofnun- ar ríkisins og sambandsleysi milli þessara aðila. Stefán: »Við höfum í raun enga heil- steypta heilbrigðispólitík í þessu landi. Það virðist vera miklu ríkara, að það séu hagsmunir og hentistefna, sem ráði stefn- unni.« Skúli G. Johnsen borgarlæknir Skúli Johnsen borgarlæknir segir, að ekki leiki vafi á því, að Reykvíkingar búi við lak- ari heilsugæzlu en fólk úti á landi og svo hafi verið lengi. Meðan heilbrigðisþjónustan úti á landi hafi byggst á heilsugæzlu fyrst og fremst, segir borgarlæknir, hafi heilsu- gæzlan í Reykjavík vikið fyrir sérhæfðri þjónustu síðustu 15 árin eða svo og þessi sér- hæfða þjónusta sé ekki bezt fallin til að eiga við þessa venjulegu kvilla, sem fólk gangi með og leiti sér lækninga við. (Kvöldfréttir 21.05.1986) En er borgarlæknir sammála Stefáni Þórar- inssyni, héraðslækni, um það, að skipulag heilbrigismála sé vitlaust og framlagi til þeirra sé rangt skipt?

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.