Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.09.1986, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 213 Skúli: »Já, ég er vissulega sammála honum um þetta. Það skipulag, sem gildir í ís- lenzkum heilbrigðismálum í dag, er mein- gallað. Sama er að segja um stjórn heil- brigðisþjónustunnar og þá sérstaklega fjármálastjórnina. Ég skal skýra það svolítið nánar. Á undanförnum 15-20 árum hafa allar nágrannaþjóðir okkar haft að megin- markmiði að auka hlut heilsugæzlunnar, en draga úr aukningu hinnar dýru sér- fræðiþjónustu utan og innan spítala. Þessi stefna hefur að minnsta kosti í orði kveðnu vakað fyrir íslenzkum heilbrigðisyfirvöldum, allt frá því lögin um heilbrigðisþjónustu voru fyrst sett 1973. En hvernig er svo reyndin? Fyrir nokkrum árum var það athugað, hvernig kostnaður við heilbrigðisþjónustuna fyrir Reykvíkinga hefði þróast á tímabilinu frá 1970 til 1981. Þá kom í ljós, að þættir eins og heilsuverndarstarfsemi, heimilis- lækningar, læknavakt og heimahjúkrun höfðu staðið algjörlega í stað og ekki einu sinni fengið sinn hlut í aukinni þjóðarfram- leiðslu, sem á þessu tímabili jókst um 60°7o. Hins vegar hafði sjúkrahúsaþjónustan eða dýrasta þjónustan vaxið um rúmlega 160%. Þessi þróun hefur að líkindum haldið áfram. í því sambandi er ekki sízt athyglisvert, að stjórnvöld, þ.e.a.s. ríkisstjórnir og Alþingi, sýna lítinn sem engan áhuga á þessu máli. Á sama tíma hefur orðið umtalsverð breyting í þessum efnum í ýmsum nágrannalöndum okkar.« Borgarlæknir er líka sammála Stefáni um, að vanþekking stjórnmálamanna á heilbrigð- ismálum sé mikil, en það sé vegna þess, að almenn umræða um þau mál hér á landi sé mjög lítil miðað við það, sem gerist í nágrannalöndum okkar. »Það þarf að koma því til skila hér rækilega, bæði til stjórnmálamanna og almennings, að það verður að byggja heilbrigðisþjónustuna upp með ákveðnum hætti, allt öðru vísi en við gerum í dag, til að hægt sé að ætlast til þess, að við náum þar árangri og til þess, að unnt sé að stemma stigu við hinni mjög hröðu kostnaðaraukningu, sem verður á hverju ári, án þess að við sjáum verulegan árangur fyrir þá peninga«, sagði Skúli Johnsen borgarlæknir. Hann hefur einmitt kynnt sér þetta rækilega og kannað ýmis rannsóknargögn, sem leiða í ljós, að með því að auka heimilis- læknaþjónustuna, hinn ódýrari þátt heil- brigðisþjónustunnar, minnki eftirspurn eftir þeirri þjónustu, sem dýrari sé. Niðurstaðan er sem sé sú að mati borgarlæknis, að aukin heilsugæzla valdi því, að kostnaður aukist minna en ella, jafnvel þótt það kosti eitthvað að koma heilsugæzlunni á. »Þetta felst í því, að fólk notar minna af lyfjum, þarf minna af dýrri sérfræðiþjónustu að halda og kostnaður við sjúkrahús og sjúkrahúslegu minnkar«, segir Skúli Johnsen, borgarlækn ir. Þorgrímur Gestsson, sagði frá og ræddi við Skúla Johnsen, borgarlækni, og Stefán Þórarinsson, héraðslækni. í kvöldfréttum i gær var greint frá gagnrýni þeirra Stefáns Þórarinssonar, héraðslæknis, og Skúla Johnsen, borgarlæknis, á skipu- lagningu heilbrigðisþjónustu hérlendis. Þeir sögðu m.a., að takmörkuð uppbygging heilsugæzlu á Reykjavíkursvæðinu hefði valdið því, að fólk, sem þar byggi, sækti í dýra sérfræðiþjónustu. Það er álit þeirra beggja, að unnt sé að kenna um vanþekkingu og áhugaleysi stjórnmálamanna. Gagnrýnin var borin undir þau Ragnhildi Helgadóttur heilbrigðisráðherra, og Guðjón Magnússon aðstoðarlandlækni. (Kvöldfréttir 22.05.1986) Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráöherra Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráðherra sagði, að hæsti meðalaldur íslenzkra kvenna og lág tíðni ungbarnadauða sýndi mikil- vægan árangur heilsuverndar hérlendis. Það væri ekkert launungarmál, að sér- fræðiþjónusta á sjúkrahúsum væri dýrasti þáttur heilbrigðisþjónustunnar og hlutfalls- lega allt of litlu fé væri varið til heilsuvernd- ar miðað við þann kostnað. Ráðherra sagð- ist hafa lagt áherzlu á að breyta þessu þann skamma tíma, sem hún hefði stýrt heil- brigðisráðuneytinu. Um gagnrýni þeirra Stefáns Þórarinssonar og Skúla Johnsen sagði hún: »Menn geta náttúrlega fellt dóma vítt og breitt á báðar hendur. Það ætla ég ekki að gera. Ég held, að meginskýringin sé sú, að við þurfum að skipta takmörkuðu fé á marga staði. Ég held hins vegar, ef við tölum um skilning á þesum hlutum, að hann þurfi að fara vaxandi á því, með hvaða hætti er hægt að koma i veg fyrir marga sjúkdóma og þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.