Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74: 169-75 169 Axel F. Sigurðsson1,2), Gestur Þorgeirsson2) Guðmundur Þorgeirsson') BRÁTT HJARTADREP Á ÍSLANDI ÁRIN 1980-1984 í EINSTAKLINGUM 40 ÁRA OG YNGRI INNGANGUR Eins og annars staðar á Vesturlöndum er brátt hjartadrep algeng dánarorsök á íslandi. Árið 1980 mátti rekja 34,72% dauðsfalla hér á landi til hjartasjúkdóma (1). Þótt brátt hjartadrep sé fyrst og fremst algengur sjúkdómur í eldri aldurshópum leggst hann einnig á yngra fólk og veldur ótímabærum dauða. Undanfarin ár hefur sjúkdómnum verið lýst í ríkari mæli í yngri aldursflokkum (2-4) og athygli beint að sérkennum sjúkdómsins á þessu aldursskeiði og þeim áhættuþáttum sem laða hann fram á svo ungum aldri. í þessari ritsmíð er gerð grein fyrir afturvirkri faraldsfræðilegri athugun á sjúklingum 40 ára og yngri sem fengu brátt hjartadrep á árunum 1980-1984. Markmið rannsóknarinnar voru eftirtalin: 1. Að kanna umfang vandans í yngri aldursflokkum, þ.e. nýgengi og dánartíðni. 2. Að kanna undirrót vandans, þ.e. útbreiðslu kransæðaþrengslanna samkvæmt niðurstöðum kransæðamyndatöku eða krufningar. 3. Að kanna staðsetningu hjartadreps og afdrif sjúklinganna. 4. Að leita svara við spurningunum: Hvað sérkennir þennan hóp einstaklinga sem fær hjartadrep á svo ungum aldri. Hvaða áhættuþættir skipta sköpum? EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Cagnasöfnun náði yfir timabilið 1. janúar 1980 til 31. desember 1984. Athugaðar voru sjúkraskrár allra sjúklinga 40 ára og yngri sem fengið höfðu greininguna brátt hjartadrep á rannsóknartímabilinu og legið á Borgarspítala, Landakotsspítala, Landspítala, Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar, Sjúkrahúsi Akraness, Sjúkrahúsi ísafjarðar, Sjúkrahúsi Neskaupstaðar eða Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Frá I) Lyflækingadeild Landspítalans og 2) Lyflækingadeild Borgarspítalans. Barst ritstjórn 21/12/87. Samþykkt 05/01/88. Þá voru kannaðar sjúkraskrár allra sjúklinga sem farið höfðu í kransæðamyndatöku á Landspítala eftir að hafa fengið greininguna brátt hjartadrep á rannsóknartímabilinu. í þriðja lagi voru athugaðar réttarkrufningarskýrslur allra sjúklinga sem dáið höfðu skyndidauða 40 ára eða yngri vegna bráðs hjartadreps og/eða bráðrar kransæðastíflu á árunum 1980-1984. Þegar mikilvægar upplýsingar vantaði í sjúkragögn var stuðst við munnlegar upplýsingar frá viðkomandi sjúklingi eða heimilislækni hans. Aðeins voru tekin til greina gögn þeirra sjúklinga sem fullnægðu greiningarskilyrðum »Monica principal investigators meeting« í Genf árið 1984 (5) en þau taka mið af sjúkrasögu, hjartarafritum og hvatamælingum. Á þennan hátt töldum við okkur hafa náð til allra sjúklinga 40 ára og yngri sem fengið höfðu klínísk merki um brátt hjartadrep á rannsóknartímabilinu. Til samanburðar voru Heilbrigðisskýrslur áranna 1980-1983 kannaðar (1) en slíkar upplýsningar lágu ekki fyrir um árið 1984. Samkvæmt þeim létust alls 9 einstaklingar á aldrinum 25-39 ára vegna afleiðinga blóðþurrðarsjúkdóma í hjarta. Samkvæmt rannsókn okkar létust í sama aldursflokki á sama árabili 8 sjúklingar vegna bráðs hjartadreps. Nýgengi. Reiknað var nýgengi bráðs hjartadreps meðal íslenskra karla yngri en 40 ára. Við aldursstöðlun var stuðst við mannfjöldatölur Hagstofu íslands (6). Áhœttuþœttir. Reykingar. Sjúklingar voru flokkaðir sem reykingamenn ef þeir reyktu daglega, hvort sem um var að ræða vindlinga, vindla eða pípu. Háþrýstingur. Sjúklingar voru taldir hafa háþrýsting ef blóðþrýstingur mældist tvívegis hærri en 165/95 meðan á sjúkrahúslegunni stóð eða ef sjúklingar voru eða höfðu verið á lyfjameðferð vegna háþrýstings. Blóðfita. Kólesteról og þríglýseríðar í sermi voru mæld í 20 karlmönnum af 21 sem gengust undir kransæðaþræðingu frá 6-188 dögum (meðalfjöldi 98,2 dagar) eftir að þeir fengu brátt hjartadrep.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.