Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ 219 fyrirtækjum meðmæli nema undir eftirliti. Við ættum að skipta okkur af þessum málum. Magnús L. sagði, að þegar væru fyrir hendi embættislæknar til þess að fylgjast með þessari starfsemi. Ef þessi tillaga yrði samþykkt, yrðu þessar viðurkenningar kallaðar gæðastimplar. Skúli G. Johnsen kvað hér um afar tímabært mál að ræða. í fyrsta lagi væru ákvæði í læknalögum um það, að fólki sé ekki lofað einhverju, sem ekki fengist staðist. I öðru lagi væru fyrir hendi aðilar, sem vildu fá aðstoð og hjálp, og sjálfsagt væri, að læknar veittu hana. Ólafur Ólafsson, landlæknir, kvað hér um nokkuð góða tillögu að ræða. Heilsufarsbylting hefði orðið, en þó væri áfram sama tíðni á kransæðasjúkdómum og vaxandi slysatíðni. Hann kvaðst fylgjandi þessari tillögu, en e.t.v. mætti orða hana betur. Kristján Eyjólfsson kvað orðið heilsurækt væri vafasamt, einnig orðalagið »aukin hollusta« og lagði til, að tillögunni yrði vísað frá. Atli Árnason sagði alla geta sætt sig við það, að henni yrði vísað til stjórnar. Sverrir Bergmann kvaðst skilja vel, að þessi tillaga hefði komið fram, og taldi rétt að vísa henni til stjórnar. Fyrirbygging sjúkdóma byggðist á þekkingu á orsök þeirra, og væri þar margt óþekkt. Heilsuræktarstöðvar hafi ekki fyrirbyggingu sjúkóma að leiðarljósi, heldur öflun peninga. Þessa tillögu þyrfti að íhuga betur og fjalla um í stjórn og e.t.v. efna til málþings um fyrirbyggingu sjúkóma. Gestur Þorgeirsson kvað tillöguna þurfa frekari vinnu. Hann benti sérstaklega á, að til væri íþróttalækningafélag íslands. Hann kvað nauðsynlegt, að við sæjum til þess, að starfsemi, svo sem pillusala o.fl., skaði ekki fólk. Var samþykkt að vísa tillögunni til stjórnar með öllum greiddum atkvæðum nema einu. Tryggvi Ásmundsson hafði framsögu fyrir þriðja starfshópnum og lagði til, að tillaga nr. 6 frá L.R., um að aðalfundurinn vari við því vandræðaástandi, sem skapast hefur í rekstri sjúkrahúsa undanfarna mánuði með lokun deilda og samdrætti í rannsóknavinnu, og skori á stjórnvöld að finna lausn á því og hins vegar tillaga nr. 7 frá FUL um, að aðalfundurinn bendi á, að hinar víðtæku sumarlokanir sjúkrahúsdeila komi sér mjög illa fyrir unglækna í kandidatsnámi og skori á heilbrigðisráðherra og stjórn sjúkrahúsa að neyta allra ráða til draga úr þessum sumarlokunum, yrðu dregnar saman í eina tillögu: »Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn í Reykjavík 21. og 22. sept. 1987, varar við því hættuástandi, sem skapast hefur á sjúkrahúsum landsins undanfarnar vikur vegna lokunar sjúkradeilda og samdráttar í rannsóknavinnu, skorar á stjórnvöld að finna lausn á þessum vanda.« Þessari tillögu fylgdi síðan ný greinargerð. Sverrir Bergmann spurði, hvort hugsanlegt væri, að þessar sumarlokanir væru bein stefna stjórnvalda, en Tryggvi kvað rétt að láta stjórnvöld njóta vafans um það. Halldór Halldórsson lýsti yfir ánægju með afgreiðslu nefndarinnar. Hann vildi hins vegar umræðu um það ríkjandi álit, að þetta væri læknum að kenna, þeir ynnu stuttan vinnudag, færu síðan út í bæ að græða peninga og skildu hjúkrunarfræðinga eftir með allan vanda sjúklinganna. Þess vegna fáist ekki hjúkrunarfræðingar til starfa. María Sigurjónsdóttir, formaður FUL og frummælandi, kvaðst sammála afgreiðslu nefndarinnar og geta dregið sína tillögu til baka, ef fundarstjóri óskaði þess. Guðjón Magnússon kvaðst samþykkur tillögunni, en vilja prjóna nokkuð við. Sumarlokanamálið hafi alls ekki verið kannað. Orsakir þess gætu m.a. verið: Breytingar á skipulagi vinnu, þar sem nú væru fleiri hjúkrunarfræðingar í vinnu með færri rúm hver en fyrir 3 árum, og spurningin væri, hvort þær nýttu sinn tíma verr. Breyting gæti hafa orðið á vinnu lækna og þá sérstaklega vinnu aðstoðarlækna og vinna flust yfir til hjúkrunarfræðinga. Spítalarnir gætu verið tregir til að nýta auð rúm, t.d. við dagdeildir. Spurning væri, hvort raunhæft væri að nota núverandi normalgildi á störfum hjúkrunarfræðinga. Hér gæti verið um að ræða venju, þar sem stjórnendur spítalanna segðu alltaf, að venja væri að loka á sumrin, svo hægt væri að gera upp deildirnar. Hér færu saman ýmsir hagsmunir, launabarátta starfsmanna og sparnaðarþörf spítalanna. Föstum fjárlögum ætti að fylgja krafa um, hvað fengist fyrir peningana. Ef til vill þurfi heilbrigðisyfirvöld að grípa til harkalegra aðgerða til að stöðva það, að sjúklingar lægju á göngum vegna lokunar. Magni Jónsson kvaðst vilja bæta við einni hugsanlegri orsök, þar sem um væri að ræða lengri námstíma hjúkrunarfræðinga og ein leiðin og sú ódýrasta væri að auka fjölda hjúkrunarfræðinga fremur en að hækka laun þeirra. Atli Dagbjartsson benti á, að sumarlokanir hefðu aukið starfsemi sérfræðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.