Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 1988; 74: 183-7 179 Gunnar Sigurðsson, Leifur Franzson JOÐÚTSKILNAÐUR í ÞVAGI ÍSLENSKRA KARLA OG KVENNA INNGANGUR Joðneysla Islendinga hefur verið álitin mikil enda þótt niðurstöður beinna rannsókna þar að lútandi séu ekki fyrir hendi frá síðustu árum. Prófessor Júlíus Sigurjónsson sýndi fram á í rannsókn er gerð var 1938 að skjaldkirtill íslendinga var óvenjulítill (12-14 g) en joðríkur að sama skapi (1, 2). Fiskneysla var þá talsvert meiri en hún er í dag (3). Alexander og fleiri mældu árið 1964 þéttni joðs í sermi íslendinga og sýndu fram á að hún var talsvert hærri en í Skotum (4). Jafnframt mældu þeir joðinnihald mjólkur sem reyndist verulega hærra í íslenskri kúamjólk en skoskri, væntanlega m.a. vegna notkunar fiskimjöls í fóðurbæti hérlendis. Crooks og fleiri (1967) fundu einnig minni stækkun á skjaldkirtli íslenskra kvenna en skoskra í meðgöngu og samsvarandi hærri joðþéttni í íslendingum en Skotum. Baldur Johnsen kannaði þyngd skjöldungs í íslenskum krufningum 1967-1976 og fann að meðalþyngd skjöldungs hafði aukist marktækt (20-30%) frá 1938 og rakti það til verulega minni fiskneyslu en áður var (6). Williams og fleiri hafa bent á háa tíðni skjaldkirtilskrabbameins, einkum totukrabbameins (carcinoma papilliferum) í íslendingum og fleiri þjóðum sem neyta mikils joðs í fæðu (7, 8). Jón Hrafnkelsson hefur einnig sýnt fram á verulega breytingu á tíðni skjaldkirtilkrabbameins á íslandi síðustu tvo áratugina (9). Því þótti forvitnilegt að kanna nánar joðneyslu hér á landi þannig að betri samanburður fengist við breytta neyslu í framtiðinni og sjúkdómatíðni sem hugsanlega tengist joðneyslu. Þessi rannsókn skýrir frá niðurstöðum á joðútskilnaði í sólarhringsþvagi 73 karla og 60 kvenna á Reykjavíkursvæðinu en joðútskilnaður í þvagi hefur oft verið notaður sem mælikvarði á joðneyslu viðkomandi þar sem meira en 85% jöðs skilst út í þvagi en afgangur í saur og svita (10, 11). EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Þátttakendur í rannsókninni voru 73 karlar og 60 konur af höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 20-59 ára. Þeir voru jafnframt þátttakendur í stærri blóðþrýstingsrannsókn (Intersalt study) og valdir af handahófi úr þjóðskrá (samanber Intersalt methods) (12). Þvagsöfnunin fór fram á timabilinu mars 1985 til janúar 1986. Sólarhringsþvagi var safnað í plastbrúsa sem í höfðu verið sett 15 g af bórsýru til að lækka pH þvagsins. Þvagmagnið var mælt eftir söfnunina en 20 ml geymdir við minus 20 gráður uns mæling fór fram en öll sýnin voru mæld í einni lotu. Joðmælingin var framkvæmd á Technicon Autoanalyser samkvæmt aðferð N-56. Próteinbundnu joði er breytt í joðíð sem síðan hvatar afoxun CE (+ 4) í Ce (+ 3) (Sandell-Kolthof efnahvarf). Hraði efnahvarfsins er í réttu hlutfalli við styrk joðið-jónarinnar. Breytistuðull aðferðarinnar (coefficient of variation) er 4,8% við 0,5 nmol/1 og staðalfrávik 0,024. Kreatínín var mælt í þvagi á Technicon RA-1000 (Technicon SM4-0141K82). NIÐURSTÖÐUR Taflan sýnir meðalsólarhringsútskilnað á joði í þvagi karla og kvenna sem pg og pgl/g kreatínín sem oftlega er notað til leiðréttingar á ófullkominni þvagsöfnun. Heildarútskilnaður kreatíníns 1,7 g fyrir karla og 1,1 g fyrir konur bendir hins vegar til þess að þvagsöfnunin hafi tekist vel. Taflan sýnir mjög svipaðar niðurstöður Table I. Twenty-four hours urinary excretion ofiodine and creatinine in men and women. N 1 (imol mean±s.d. 1 nmol mean + range Cr g ng 1/g Cr mean±s.d. mean Men 73 3.12 395 1.70 232.5 ±2.04 (110-1,650) ±0.47 Women 60 2.13 269.9 1.11 243.15 ±1.19 (72-792) ±0.23 Barst 29/09/1987. Samþykkt 29/12/1987.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.