Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 201 miklu betra yfirlit yfir sinn lifsferil allan heldur en flestar þjóðir. Auk þess vitum við að hún verður til á ákveðnum tíma og af takmörkuðum fjölda manna. Þetta gerir það að verkum að íslendingar hafa svo merkilegar heimildir til þess að meta krankleik og annað sem viðkemur lífi þjóðarinnar. Þú hefur rannsakað og skrifað um sjúkdóma og lækningar. Já. Ég dróst inn í það í sambandi við sjúkdóma í beinum. Menningarleg uppbygging þjóðfélagsins er veigamikill þáttur fyrir sjúkdóma. Þar höfum við átt þrjú skeið sem ég hef viljað taka nokkuð hvert fyrir sig. Fyrsta skeiðið er heiðindómurinn, síðan kemur kaþólskan og loks lúterskan. Hvert þessara skeiða er með nokkuð ákveðnu sniði. Það breytir dálitlu, bæði sjúkdómasamsetningunni og náttúrlega læknisráðum líka. Það kemur greinilega fram í Grágás, að þegar kaþólskan tekur við, þá eru þessi góðu læknisráð úr heiðni ekki lengur boðleg. Þá er reynt að setja ný ráð í staðinn en sumt af því er bara að nota aðra skál undir sama graut. En hvað um það, þetta hefur víðtæk áhrif og að mínum dómi er best að skoða hvert tímabil fyrir sig. Aðalágreiningur minn við þessa venjulegu söguskoðun hefur skapast fyrir skilin milli þessa heiðna og kaþólska tímabils. Ég álít að Grágás geti ekki verið skrifuð í fyrsta sinn í Hafliðaskrá. Menn eru ekki að skrifa heiðin fræði 1117-1118 þegar Hafliðaskrá er skrifuð niður. Nú er Hafliðaskrá týnd og þegar hún er sjálf ekki til, hvernig má þá búast við að eldri vísdómur sé til skráður? Hann hefur einfaldlega glatast. Þetta er ein af þeim röksemdum sem ég færi gegn því að ekkert hafi verið skrifað af viti áður. Varðveisluskilyrði hér voru eins og þau voru. íslendingabók er til, en það mátti ekki tæpara standa. Mín skoðun er sú, að Grágás hafi verið skrifuð í heiðni strax frá upphafi. Með öðrum þjóðum eru lög eitt af því fyrsta sem sett er í letur, þótt þau þyrfti að höggva í stein! Grágás er það stórt og langt verk að það er óhugsandi að hafa það allt í huganum. Ég hef ekki trú á því minni. Lög eru yfirleitt ekki mikið notuð nema meðan þau hafa gildi. Grágás er til í tveimur stórum handritum sem segja sitt hvað á mörgum sviðum. Það kemur fram í síðasta verki mínu um Grágás, að ég tel að það sé sami maðurinn sem lét gera bæði handritin. Þetta eru vönduð handrit og það er ekki nema höfðingi sem hefur getað átt þau. Af innihaldinu hef ég dæmt, að það hafi verið Gissur jarl, sem lét gera þau og hafi hann ætlað að nota þau í sambandi við nýju lögin sem stóð til að kæmu. Hafa þau sem argument á móti. Þá voru þrír aðilar sem bitust um að koma sem mestu i lög: Kóngurinn, kirkjan og svo íslensku höfðingjarnir og fyrir þeim var Gissur. Hann hefur ætlað að láta safna saman því sem til var þá af lagafyrirmælum frá fyrstu tíð. En það er óhugsandi að þau hafi verið skrifuð nema í heiðni vegna þess að það er óskiljanlegt að fara að skrifa rammheiðin hugtök 100 árum seinna í Hafliðaskrá. Baugatal er með elstu hlutum Grágásar og fjallar um vígsbætur. Það eru óhugsandi lög í kristni. Siðan eru það Eddukvæði. Hér er eini staðurinn sem þau hafa varðveist að nokkru gagni. Það held ég sé vegna þess að þau eru mörg í og með nokkurs konar læknisráð. Þegar kristnin kemur er margt svipað notað. Þá kemur bænasöngur og helgisagnir í staðinn fyrir Eddukvæðin. Maður getur spurt hvaða gagn getur það gert sjúkum manni? Það gerir visst gagn á sama hátt og við svæfum barn með vísnasöng. Sjúkur maður getur líka haft gott af söng og að dreifa huganum með sögum. Allar þessar sögur úr heiðni um Gjúkunga og hörmungar þeirra, þar er verið að segja frá trega. Einn tregi getur læknað annan. Það getur verið líkn í þraut að fá frásögn af þraut. Þannig hef ég talið að mikill hluti af Eddukvæðunum séu gömul ráð. Menn hafa notað þau til að hugga eða hressa. Þannig hef ég túlkað mörg af Eddukvæðunum, sérstaklega um Sigurð Fáfnisbana og þær sagnir. Ég held að Sigurður hafi leikið svipað hlutverk og heilög Margrét. Hann var hjálplegur konum í barnsnauð. Hann verður ormi að bana, drepur Fáfni og í kaþólskum sið fáum við Margrétar sögu í staðinn. Hún drepur líka orm sem henni var sendur. Margrétarsaga var notuð hér fram á 19. öld sem gott ráð við fæðingar. Þessar heiðnu sagnir höfðu praktístk gildi í sambandi við lækningar. Þess vegna trúðu menn á þær og varðveittu þær. í kristnilagaþætti Grágásar er bann við blóti ef menn koma vitnum að. Það er ekki strangara en það vegna þess að ekki var hægt að girða fyrir gamlar venjur með einu pennastriki. Þess vegna hafa þær orðið lífseigar hér á landi og þess vegna tel ég að Eddukvæðin hafi varðveist svona vel. Þú hefur rannsakað dagbækur Sveins Pálssonar. Já, það hefur farið mikill tími í það hjá mér. Ég hef farið í gegnum þær og þá fyrst og fremst uppskrift þeirra sem Haraldur Sigurðsson kennari gerði. Þetta er mjög merkileg heimild, skrifuð dag frá degi og yfirleitt ekki sleppt úr degi. Það vantar að vísu nokkur ár. Sennilega hafa sum þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.