Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 56
216 LÆKNABLAÐIÐ Reikningar Því næst lagði Sveinn Magnússon fram reikninga og skýrði. Tekjur af árgjöldum hefðu orðið hærri en búist hefði verið við og hefði þar komið til bæði betri innheimta og fleiri læknar. Páll Þórðarson útskýrði ársreikning Ekknasjóðs. Arinbjörn Kolbeinsson flutti skýrslu stjórnar Domus Medica og lagði fram rekstrarreikning stofnunarinnar. Eggert Steinþórsson kvaddi sér hljóðs og rakti sögu Domus Medica. Hann kvað nú vera komin tímamót að því leyti, að nú hefði verið fengin aðlæg lóð á horni Eglsgötu og Snorrabrautar og nú þyrfti ákvörðun læknafélaganna. Stóri salur hefði verið leigður út til eins árs og væri nú 9 mánaða umhugsunarfrestur til að ákveða framhaldið. Ljóst væri, að læknafélögin vantaði pláss og það besta fyrir Domus Medica væri, að félögin leigðu salinn fyrir skrifstofur o.fl. Spurningin væri, hvort ekki væri kjörið að koma á fót félagsheimili lækna. Páll Þórðarson gerði grein fyrir reikningum Lífeyrissjóðs lækna. Raunávöxtun væri um 3.5% og rekstur nú með nokkuð góðu móti. Ályktanir Frá L.í. hafði borist tillaga um áskorun á heilrigðis- og tryggingamálaráðherra að leggja að nýju fram frumvarp til læknalaga á næsta Alþingi. Auk þess var tillaga um að skora á sama ráðherra um að beita sér fyrir breytingum á lögum um heilbrigðisþjónustu þannig, að starfsemi heimilislækna utan heilsugæslustöðva væri heimil til frambúðar. í tillögum frá L.R. var gert ráð fyrir, að læknafélögin komi sér upp fjölmiðlafulltrúa til að Eggert Steinþórsson var kjörinn heiðursfélagi L.í. auðvelda samskipti læknafélaganna og fjölmiðla og hins vegar; að komið verði á fót staðalnefnd læknafélaganna, sem geti fjallað um eða veitt viðurkenningu á sviði heilsuræktar og aukinnar hollustu; að skorað verði á læknadeild Háskóla íslands að taka upp kennslu í stjórnunarfræðum fyrir læknanema og varað skuli við því vandræðaástandi, sem skapast hefur í rekstri sjúkrahúsa undanfarna mánuði með lokun deilda og samdrætti í rannsóknavinnu, og skorað er á stjórnvöld að finna lausn á því. Þá var kynnt tillaga FUL, þar sem bent er á, að hinar víðtæku sumarlokanir sjúkrahúsdeilda komi sér mjög illa fyrir unglækna í kandidatsnámi. Fundurinn skori því á heilbrigðisráðherra og stjórnir sjúkrahúsa að neyta allra ráða til að draga úr þessum sumarlokunum. Kvaddi Ólafur Ólafsson sér þá hljóðs og kvað tvo þingmenn hafa getið þess við sig, að í athugasemdum L.í. við læknalagafrumvarpið hafi verið lagt til að þurrka út áhrif landlæknisembættisins á lyf. Því næst var skipað í þrjá starfshópa, sem fjalla skyldu um tillögurnar og var fundi haldið áfram næsta dag. Framsögu fyrir fyrsta hópi hafði Halldór Jónsson. Starfshópurinn lagði til að tillaga frá stjórn L.í. um, að aðalfundur skori á ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála að leggja að nýju fram frumvarp til læknalaga á næsta Alþingi yrði samþykkt óbreytt. Var það samþykkt samhljóða. Varðandi tillögu nr. 2 frá stjórn L.í. um, að aðalfundurinn skoraði á heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að beita sér fyrir breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, þannig að starfsemi heimilislækna utan heilsugæslustöðva verði heimil til frambúðar, lagði starfshópurinn til, að við bættist »enda verði hér um að ræða stöðvar með afmarkað þjónustusvæði. Nýliðun fari fram að undangengnu hæfnismati«. í greinargerð með tillögunni væri ávallt talað um heimilislæknastöðvar, enda væri einyrkjastarf úrelt fyrirbrigði. Ekki væri hægt að horfa fram hjá því, að á höfuðborgarsvæðinu, þar sem fyrst og fremst yrði um heimilislækningar utan heilsugæslustöðva að ræða, hefðu verið skipulögð afmörkuð þjónustusvæði. Engin ákvæði um hæfnismat nýliða í heimilislæknastéttinni utan heilsugæslustöðva hefðu verið fyrir hendi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.