Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 46
208
LÆKNABLAÐIÐ
milli hennar og svonefnds liffærasafns. Þetta var
kompa ætluð fyrir kennara til undirbúnings fyrir
tíma. í þessa kompu voru fluttir m.a. tveir
skápar. Annar var skápur Guðmundar
Magnússonar sem hann hafði haft heima hjá sér.
Landakotsspítali átti engin tæki. Læknarnir áttu
tækin. Hitt var skápur af útlendri gerð. Hann
gæti hafa komið frá Kristjáni Jónsyni í Clinton í
Iowa í Bandaríkjunum, sem arfleiddi
Læknaskólann að tækjum sínum 1910. í þessari
kompu voru líka geymd lyfjasýnishornin sem ég
minntist á áðan. í líffærasafnið fóru þó nokkuð
margir munir sem Guðmundur Hannesson hafði
sett upp ljómandi vel. Þeir fylgdu kennslunni í
anatomiu, en að öðru leyti hafði
anatomiuprófessorinn sem slíkur ekkert með
þessi tæki að gera, og enginn taldi sér skylt að sjá
um þau. Þetta var nú ágætt þar til í stríðinu að þá
fjölgaði svona gasalega í deildinni. Þá var þetta
ekki hollt sambýli. Það var þarna sérstök lesstofa
við hliðina á líffærasafninu og þar áttu þeir sem
notuðu safnið að geta haft hjá sér líffæri eða bein
meðan þeir lásu. En með þessum fjölda urðu þeir
lika að lesa inni á líffærasafninu og að lokum í
milliherberginu eða kompunni. Það var ekki gott
og þá brotnaði gler í hurðinni i skáp Guðmundar
Magnússonar og fóru að ruglast reyturnar. í
stríðinu lögðust krufningar smám saman niður,
því að þá voru allir svo efnaðir að þeir sáu sér
engan hag í að fá fría jarðarför á eftir. Ég taldi
þessi tæki í hers höndum og hreinlega flutti þau
niður í kjallara þar sem krufningaaðstaðan var.
Þú hefur síðan farið að safna tækjum?
Ég var nú á Vífilsstöðum að pilla tæki þar! í
seinni tíð höfum við fengið mikið í safnið frá
mörgum góðum stöðum og þetta er orðið mjög
gott safn. En okkur vantar húsaskjól fyrir það.
Það verður aldrei í Nesstofu?
Nei, en við erum að spá í fjósið i Nesi. Það er að
vísu mesta vandamál að ekki hefur verið
samþykkt neitt endanlegt skipulag fyrir Nesstofu
og öll kaup vitanlega illmöguleg þegar þannig
stendur á. Við erum að reyna að fá endanlegt
skipulag á Nes svo maður viti hvaða lóð tilheyri
eigninni. Maður veit aldrei hvenær einhver kann
að byggja á mjög óhentugum stað þarna í
námunda við Nesstofu og satt að segja er byggð
komin óþarflega nærri henni á einn veginn. í
fjósinu var komið upp smíðaverkstæði og það er
mikið pláss þar, en dýrt að innrétta það. Hins
vegar má ekki byggja þarna hús sem stinga í stúf
við Nesstofu, en maður gæti gert þessi útihús
Gunnar Eyþórsson teiknaði þessa mynd af prófessor
Jóni og birtist hún á sinum tíma í Læknanemanum.
fallega upp og sett nýrri hluta safnsins þar.
Apótekarar hafa keypt hesthúsið, en eru í
vandræðum með sitt safn. Því miður eiga þeir
lítið af gömlum munum sem gætu átt við
Nesstofu, en eitthvað mætti kannski fá úr
Reykjavíkurapóteki. Við höfum verið að kanna
þetta og ég býst við að það mætti stilla þessu
þarna upp, hver svo sem eigandinn yrði talinn.
Það skiptir ekki öllu máli, en það skiptir máli að
koma því á réttan sýningarstað.
Við eigum alveg komplett inventar í
augnlækningastofu, fengum öll tæki Kristjáns
Sveinssonar. Við teiknuðum upp stofuna þannig
að það er hægt að raða þeim upp alveg eins og
hann hafði þau. Eins verður hægt að setja upp
háls-, nef- og eyrnalækningastofu því að við
fengum frá Stefáni Ólafssyni tækin sem faðir
hans, Ólafur Þorsteinsson, hafði notað, en hann
byrjaði með stofu 1910. Þar eru bæði
rannóknarstóllinn og kollurinn sem hann sat á frá
upphafi. Við eigum líka mikið af öðrum munum,
til dæmis frá Vífilsstöðum og mörgum öðrum
stofnunum hingað og þangað. Annað höfum við
fengið frá velunnurum úr hópi alþýðufólks, til
dæmis ljósmæðrum.
Segjum nú skilið við Nesstofu og snúum okkur að
allt öðru efni. Þú varst í byggingarnefnd
tilraunastöðvar Háskólans að Keldum?
Já. Eins og kunnugt er fékk Björn Sigurðsson
Rockefeller- styrk til þess að byggja upp