Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 38
200
LÆKNABLAÐIÐ
Þú hefur nálgast sögunafrá öðru sjónarhorni en
sagnfræðingar, komið að henni frá mannfræði og
lœknisfræði.
Ég kem að henni frá öðru sjónarhorni og þess
vegna hef ég ekki getað fylgt þeirri ríkjandi
sagnfræðihefð sem hér er, sérstaklega hvað
viðvíkur upphafi ritaldar. Það er einkum Grágás
sem mér finnst ekki hafa verið rétt túlkuð. Hún er
mjög merkileg heimild, ekki síst læknisfræðileg.
Þar koma fram mjög sérstæð atriði sem maður
veit ekki hvaðan eru komin.
Þú hefur ritað ýmislegt um uppruna íslendinga?
Ég hef skrifað um landnámsmenn og tel að
íslendingabók Ara fróða og Grágás séu einar af
okkar merkilegustu heimildum. Þær eru
hyrningarsteinar undir tímatal á íslandi. Síðar
koma Eddukvæðin en þau eru erfið hvað varðar
tímasetningu. í sambandi við þau má nefna
nafnið Eir. Hvernig er það eiginlega tilkomið?
Það er lítið annað sagt en að Eir sé læknir bestur.
Ég athugaði hvernig væri með Eir hjá
fornskáldunum í kvæðum frá heiðnum tíma. Þar
kemur fram, að Eir er viða notuð í kenningum
tengdum lækningum. Þá er Eirar eiginlega hvergi
getið í Sæmundar-Eddu en hins vegar í
Snorra-Eddu. Það er í hinum gömlu kvæðum sem
kenningin virðist oftast koma fyrir þar sem um
lækningar er að ræða. Maður getur því hugsað
sér að hún sé lækningagyðja. Ég skrifaði
upphaflega grein um Eir í Skírni og síðan kom
hún í Nordisk Medicin. Loks skrifaði ég
smá-króniku um sögu læknisfræðinnar hér á
landi í Medicinsk Historisk Árbog 1962.
Þú hefur skrifað um mannfjölda á íslandi.
Já, mér varð fljótt ljóst að okkar þjóðfélag býður
upp á margar heimildir sem eru einstæðar og
engin önnur þjóð á, til dæmis jarðatal og manntal
Árna Magnússonar. Manntal Árna er einstætt.
Svoleiðis manntöl þekktust ekki þá og ég veit ekki
hvaðan hann hefur hugmyndina. Hann brýtur
eiginlega gegn fyrirmælum, en það átti að hafa
manntalið í sama stíl og gerðist þá. Menn töldu
það sem kallaðir voru »menn«. Það voru
húsbændur og ungir menn sem gátu gegnt
herþjónustu og borgað skatta. Manntölin greindu
frá húsbændum og svo frá liði þeirra, sjaldnast
með nafni. Hinir sem áttu hvergi höfði sínu að að
halla komu aldrei í manntal. Árni brýtur gegn
þessu. Hann skrifar ekki eingöngu húsbændur,
heldur allt skylduliðið og það sem meira er, þá
sem flökkuðu. Þeir koma allir fram. Það var
miðað við ákveðinn dag, hvar þeir voru þá staddir
og þar með koma allir okkar vergangsmenn inn,
sem týnast yfirleitt úr þeim manntölum, sem gerð
voru þá i Evrópu. Þetta er lið sem hefur mikið að
segja, er atvinnulaust og með háa dánartölu. Ef
það fellur út verður dánartalan miklu skaplegri.
Þetta er einstakt fyrir þennan tíma. Þá þekktust
náttúrlega manntöl, sérstaklega í stórborgum.
Það eru til manntöl bæði frá Vin og London og
þannig stöðum. En þetta voru lokaðar borgir með
borgarmúrum. Mikill hluti vinnufólksins var utan
borgarmúranna, kom inn til þess að leita sér að
atvinnu og var svo látið út aftur áður en
borgarhliðum var lokað fyrir nóttina. Þetta fólk
verður útundan og þess vegna eru svona manntöl
miklu minna virði en manntal Árna. Þorsteinn
Þorsteinsson hagstofustjóri hefur gefið þetta
manntal Árna prýðilega út. Það er til manntal frá
Kanada frá svipuðum tíma, tekið í Quebec,
frönsku nýlendunni sem þá var. Þar eru allir
nýlendumenn taldir, en ekki hinir sem þar eru.
Nýlenda er nýlenda og þar er heilmikið af fólki
sem þeir nýta en kemur ekki fram í manntalinu.
Þegar við fáum jarðatal Árna með manntalinu
höfum við tvennt sem er alveg einstakt:
Mannfjöldann og nýtingu jarða. Ég held að engin
önnur þjóð eigi neitt svipað. Þetta manntal er
tekið á tíma þegar árar hvað verst á íslandi. Það
er búin að vera hungursneyð nokkur ár áður en
það er tekið og hefur þá sýnilega verið meiri
mannfjöldi. Síðan kemur stórabóla sem fækkar
fólki enn meira. Hún kemur 1707 og þá er Árni
hér á landi. Hann gerir þá aftur merkilegan hlut,
lætur telja þá sem deyja úr bólu. Við höfum í
annálum ótrúlega mikið af tölum þar sem sagt er
að svo og svo margir hafi látist úr bólu og aðrir úr
öðrum sjúkdómum. Við þessa bólu missum við
þriðjung þjóðarinnar og mannfjöldinn kemst í
sama lágmark og eftir móðuharðindin. Það eru
þessi tvö lágmörk sem mannfjöldinn á íslandi
kemst í. Það er mjög mikils virði að vita hvernig
ökonomian var hér þá. Árni þarf að gera upp við
sig hvernig hann eigi að meta jarðirnar. Hann
gerði það ekki með gildandi mati, því þá hrundi
allt jarðarverð. Hann reiknar með að eftir svo og
svo mörg ár verði þetta búið að ná sér, sem var
réttur reikningur. Þess vegna reiknaði hann
jarðamatið eins og það var áður en þessar
hörmungar dundu yfir. Síðan kemur allsherjar
manntal 1760 og út frá því má reikna ýmislegt.
Maður hefur fæðingar- og dánartölu frá 1735 og
með útreikningum Árna í sambandi við stórubólu
hefur maður nokkuð samfellt manntal alveg frá
1703. Þetta ásamt okkar mörgu annálum og
söguheimildum gerir að íslenska þjóðin hefur