Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 54
214
LÆKNABLAÐIÐ
lækna og hugsanlegt er, að verkinu verði lokið
jafnvel á næsta ári.
Hann benti á, að fjölgun lækna á síðasta starfsári
i störfum á íslandi var um 126 eða 26%. Hann
fjallaði um nýtt frumvarp til læknalaga, rakti
aðdraganda fyrri læknalaga og núverandi
frumvarps. Umsögn hefði farið frá L.í. í janúar
1987, og heilbrigðis- og trygginganefnd efri
deildar Alþingis tekið tillögunum vel. Með
breytingunum hefði frumvarpið verið afgreitt til
neðri deildar í mars sl., en dagað uppi. Fram
hefði komið nú, að ráðherra stefndi að því að
leggja frumvarpið fram með áorðnum
breytingum í efri deild.
Formaður ræddi nokkuð um WMA og taldi ekki
ástæðu til, að félagið gerðist aðili þar, meðan
sama ástand væri á þeim bæ. Hann minntist á
ráðningarmál aðstoðarlækna og atvinnuhorfur
lækna og minnti á, að skipuð hefði verið
vísindasiðanefnd L.í. Þrjú erindi hefðu verið
send til umsagnar félagsins, þingsályktunartillaga
um mótun opinberrar neyslu- og manneldisstefnu
og þingmannatillögu í Norðurlandaráði um
samræmdar aðgerðir gegn tóbaksauglýsingum.
Stjórnin studdi báðar tillögurnar svo og
þingmannatillögu í Norðurlandaráði um norræna
samstarfsáætlun gegn krabbameini.
Hann reifaði síðan ýmis mál, sem hefðu komið til
kasta stjórnarinnar. Eggert Steinþórsson hefði
verið kjörinn heiðursfélagi L.í. Örn Bjarnason
hefði tekið við af Guðjóni Magnússyni í ritstjórn
Nordisk Medicin og væru Guðjóni þökkuð störf
hans á þeim vettvangi. Umsögn vegna ályktunar
Félags íslenskra sjúkraþjálfara hefði verið gefin,
þar sem stjórn L.í. hefði tekið undir álit Félags
íslenskra orku- og endurhæfingarlækna um, að
sjúkraþjálfun væri liður í læknisfræðilegri
endurhæfingu og að sjúkraþjálfun ætti því ekki
að heyra beint undir framkvæmdastjóra og
stjórn, heldur teljast hluti af
endurhæfingarþjónustu.
Leyst hefði verið ákveðið vandamál vegna
lífeyrisréttinda fastráðinna lækna og tekist hefði
að fá fram sérstaka slysatryggingu
heilsugæslulækna.
Hvað snerti kjaramál hefðu komið til ný
samningsréttarlög á tímabilinu, þar sem
samningsréttur væri nú að fullu í höndum
viðkomandi stéttarfélags, en engu að síður hefði
verið ákveðið að halda áfram aðild að BHM til að
geta notið þjónustu þess.
Fjallað var um kjarasamninga fastráðinna Iækna,
en samningar tókust 15. apríl, og um gjaldskrá
heimilis- og heilsugæslulækna tókust samningar
16. júni, og voru miklar breytingar gerðar á
gjaldskránni. Nýr samningur lausráðinna
sjúkrahúslækna var undirritaður 18. febrúar, en
allmargir aðstoðarlæknar áttu erfitt með að sætta
sig við hann. Hvað snertir samning um
sérfræðilæknishjálp hefur tekist góð samvinna
milli samninganefndar og T.R. um túlkun hans en
óleyst eru nokkur skörunarmál. Samningur
heimilislækna utan heilsugæslustöðva hefur verið
laus frá ársbyrjun 1986 og fáir samningafundir
verið haldnir.
Fjallað var um starf Orlofsnefndar og
Námskeiðs- og fræðslunefndar, og hvað síðari
nefndina varðar voru Pétri Lúðvigssyni færðar
sérstakar þakkir fyrir dugnað. Fjallað var um
starfsemi Siðanefndar og Gerðardóms, en
Gerðardómur kvað upp sinn fyrsta úrskurð á
starfsárinu, eftir að lögum L.í. var breytt 1978.
Áróðursnefnd um heilsusamlegra líferni beitti sér
fyrir fræðslu um skaðsemi reykinga í
grunnskólum og er að fínslípa nýtt fræðsluefni.
Ný nefnd hafi verið skipuð, sérfræðinefnd
læknadeildar. Starf hennar sé enn að mótast, en
þegar hafi komið upp ágreiningur milli
nefndarmanna um nokkra íslenska lækna með
norrænt sérfræðileyfi, sem hafi fengið synjun hjá
nefndinni um íslenskt leyfi á þeirri forsendu, að
ekki sé um jafngilt nám að ræða. Læknafélögin
eigi aðild að starfandi nefnd á vegum Iandlækna
Norðurlanda, sem stefna að því að draga úr
árekstrum af þessu tagi með því að samræma
betur sérnámið.
Nefnd til að meta starfsemi íslenskra sjúkrahúsa
vegna framhaldsnáms lækna mun vera nýbyrjuð
að starfa, og er þörf á, að hún hraði störfum.
Hvað snertir útgáfumál sé umsögn í skýrslunni
mjög hógvær, að það sé alveg öfugt við
umfangið. Unnið sé að útgáfu íorðasafns lækna
og bendi allt til þess, að útgáfunni ljúki árið 1989.
Að lokum var fjallað lítillega um hóptryggingu
lækna, Lífeyrissjóð Iækna, Námssjóð lækna og
Ekknasjóð.
Fyrirspurnir
Sigurbjörn Sveinsson spurði um ályktun
aðalfundar 1986 um samskipti lækna og
lyfjafyrirtækja, sem hafi verið dregin til baka af
frummælendum með því skilyrði, að stjórnin
beitti sér fyrir frekari umræðu um málið.