Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 199 mannvirkjagerð og þá búið að hrófla við þeim meira eða minna. Varðveisluskilyrði þarna í sandinum eru með afbrigðum góð og þetta var alveg stráheil beinagrind. Við hliðina á henni var beinagrind af ungbarni frá sama tíma. Það hafði verið látið í tréstokk og kúskel með. Þetta var kvenmannsbeinagrind, hvort sem barnið hefur nú verið hennar eða ekki. Þessi beinagrind er nú lögð til eins og hún lá og er við innganginn í salnum á fyrstu hæð Þjóðminjasafnsins, Fornaldarsalnum sem kallaður er. Það hefur oft gefist vel að fara í eftirleit. Já, það hefur reynst svo. Víða er ekki um einstök kuml að ræða, heldur fleiri. Þeir hafa sýnilega haft kumlareit, því það hefur sýnt sig að síðar hafa komið í Ijós fleiri beinagrindur á sama stað. Sigurður Vigfússon þjóðminjavörður er sagður hafa verið með íslendingasögurnar í annarri hendi og skófluna í hinni. Er nokkuð skráð um það í fornar sögur að þarna hafi verið háður bardagi eða grafið fólk? Nei, þessi fundur er í tíð Sigurðar Guðmundssonar málara. Sigurður Vigfússon kemur á eftir honum. Hann var allur í fornsögunum. Hann gróf upp kuml í Jökulsárdalnum og þar var lýst að nefið á einum hafi verið hafið upp að framan og fleira í ekta fornsögustíl! Þegar Skeljastaðir voru grafnir upp héldu menn ekki að Þjórsárdalur hefði farið í eyði 1104? Nei. Þá var talið að það hefði verið 1341. Það var kenning Þorvaldar Thoroddsen. Sigurður Þórarinsson var mjög nærri því, en vildi þó ekki taka það ár heldur 1300. Það var sjáanlegt að kirkjugarðurinn á Skeljastöðum hafði verið notaður mjög stutt, því að það hafði hvergi verið grafið ofan í fyrri gröf. Ég áttaði mig betur á þessu eftir að ég hafði farið í Haffjarðarey, því að þar var gröf ofan í gröf. Ólafur Lárusson prófessor kom með þá skoðun að Þjórsárdalur myndi hafa farið mjög snemma í eyði. Það þurfti að gera upp á milli hans og Þorvaldar. Ef hann hefði ekki farið í eyði fyrr en um 1340 gat þetta varla staðist. Samkvæmt sögunni átti að hafa verið komin kirkja í Þjórsárdal mjög snemma og einn af brautryðjendum kristninnar var úr Þjórsárdal. Ef garðurinn hefði verið notaður frá því nokkru eftir kristnitöku og fram til 1341 fannst mér útilokað að ekki væru merki um að grafið hefði verið ofan í eldri grafir. Það er ekki kunnugt um neina aðra sóknarkirkju í dalnum. Þess vegna var það mitt álit að þetta mundi tilheyra miklu eldri tíma. Þú fannst þarna berkla í einni beinagrind og grun um þá í annarri. Já, það voru þarna ýmsir sjúkdómar. Það fannst þarna steinn, nokkurn veginn afsteypa af nýrnaskjóðunni. Ennfremur var þarna skemmtileg skögultönn sem sýnilega hafði verið reynt að doktorera. Þetta var kona sem hafði sennilega notað brýni til þess að sverfa af tönninni því að hún var slípuð og reynt að koma henni inn fyrir varirnar. Fáfengilegheit kvenfólksins eru söm við sig! En þú hefur ekkert minnst á frœgustu bein sem þú hefur skoðað. Nú? Það er náttúrlega Páll biskup Jónsson. Varstu í Skálholti þegar steinkistan var opnuð? Já, já, ég var þar allt sumarið. Eftir því sem grafið var ofan af tók ég upp beinin. Hvernig varð þér við þegar kistan var opnuð? Það var einkennileg sjón og sérstaklega það að hann var ekki einn í kistunni. Fannst þér ekki ánœgjulegt að sjá hvað sagan var sönn? Jú. Það var ákaflega skemmtilegt að fá staðfest það sem kemur fram í gamalli góðri heimild, Páls sögu, en síðan ekki söguna meir. Það kann enginn að segja frá kistunni eftir það. En ég ætti ekki að vera að tala meira um þetta vegna þess að það er núna verið að gefa út uppgröftinn í Skálholti. Það hefur étið minn tíma ansi mikið. Þú ert ekki alveg hœttur við beinin? Nei. Það lenti á mér að meta aldur og kyn þeirra beina, sem koma í Þjóðminjasafnið og það verk hef ég haft á hendi alveg fram á þennan dag. Áður fyrr gerði ég mælingar og fleiri rannsóknir á þeim, en á seinni árum hef ég fyrst og fremst kyngreint og skráð hvaða bein það væru og reynt að meta aldur mannsins. Hins vegar er ég ekki alveg sáttur við þau grundvallaratriði sem mannfræðingar nota og hef þess vegna dregið mig alveg til baka úr mannfræði. En bein hafa alltaf sína sögu að segja og það er fleira en mannfræði sem hangir á þeirri spýtu. Bein eru oft skemmtilegar heimildir bæði um slys og sjúkdóma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.