Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 10
174 LÆKNABLAÐIÐ vindlingareyksins (24). Hartz og samverkamenn (25) bentu hins vegar á að nikótín yki áreynslu hjartavöðvans með því að hækka blóðþrýsting og auka hjartsláttarhraða. Einnig töldu þeir að karboxýrauði (carboxyhemoglobin) minnkaði hæfni hjartans til að svara álagi með því að draga úr súrefnisflæði til hjartavöðvans og þar með úr samdráttarhæfni vöðvans. í þriðja lagi bentu þeir á að karboxýrauði yki tilhneigingu til segamyndunar í blóði með því að auka samloðun blóðflagna og örva myndun rauðra blóðkorna. í fjórða lagi auka reykingar tilhneigingu til hj artsláttartruflana. Áhrif reykinganna eru þannig margþætt en í samanburði við aðra áhættuþætti virðast hin blóðsegahvetjandi áhrif vega þyngst, sem skýrir m.a. allríka tilhneigingu til stíflumyndunar þrátt fyrir eðlilegar kransæðar. Aðeins 2 sjúklingar af 29 höfðu sögu um háþrýsting. Þótt ekki sé til góður samanburðarhópur drögum við þá ályktun að háþrýstingur sé ekki stórvægilegur áhættuþáttur hjá ungum sjúklingum með brátt hjartadrep. Þetta er í samræmi við aðrar rannsóknir (3, 4, 15, 17, 20). Sennilegt er að tímalengd háþrýstings skipti sköpum varðandi tengsl háþrýstings og kransæðasjúkdóma. Meðalgildi s-kólesteróls í sjúklingahópnum var ekki marktækt hærra en meðalgildi hjá 34 ára karlmönnum í tilviljanaúrtaki Hjartaverndar 1978. Þessar niðurstöður eru frábrugðnar allnokkrum erlendum rannsóknarniðurstöðum þar sem hækkað s-kólesteról hefur reynst marktækur áhættuþáttur hjá ungum sjúklingum með brátt hjartadrep (3, 4, 17, 19, 20). Á hinn bóginn skal á það bent að meðalkólesterólgildi upp á 6,32 mmól/1 telst ekki lágt (25) og er miklu hærra en í þeim löndum þar sem kransæðasjúkdómar eru sjaldgæfir. Reyndar ber að geta þess að mjög varasamt er að bera saman þessa tvo hópa þar sem mæliaðferðir voru ekki þær sömu. S-þríglýseríðar reyndust marktækt hækkaðir í sjúklingahópnum borið saman við tilviljanaúrtak Hjartaverndar 1978. Nokkrir höfundar hafa sýnt fram á samband hækkaðra s-þríglýseríða og bráðs hjartadreps hjá ungum einstaklingum (3, 14). Offita reyndist ekki marktækur áhættuþáttur í okkar sjúklingahópi. Svipuð var niðurstaða Bergstrand og samverkamanna (4) í Gautaborg. Aðrir athugendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að offita sé marktækur áhættuþáttur en þó oftast tengd öðrum áhættuþáttum eins og háþrýstingi og hækkuðum s-þríglýseríðum (19, 20, 26). Hækkaður blóðsykur og sykursýki voru sjaldgæf meðal okkar sjúklinga og aðrar rannsóknir hafa heldur ekki sýnt fram á náin tengsl hækkaðs blóðsykurs og kransæðasjúkdóma í ungu fólki. Rúmlega helmingur okkar sjúklinga átti foreldri eða systkin með sögu um kransæðasjúkdóm. Ættarsaga er viðurkenndur sterkur áhættuþáttur hjá sjúklingum sem fengið hafa kransæðasjúkdóm undir fertugsaldri (15, 17-20), þótt enn sé óljóst hvaða erfðaþættir eru þarna að verki. Könnun á útbreiðslu kransæðaþrengslanna leiddi í ljós að þrengsli í einni kransæð voru algengust, oftast í fremri sleglakvísl. Samræmist þetta flestum öðrum rannsóknum (2, 4, 17, 19) þótt Matthew og samstarfsmenn (18) hafi lýst hæstri tíðni þriggja æða sjúkdóms hjá ungum sjúklingum með brátt hjartadrep. í hinum islenska sjúklingahópi var hlutfallslega hærri tíðni þriggja æða sjúkdóms meðal þeirra sjúklinga sem létust áður en þeir komust á sjúkrahús en hjá þeim sem voru innlagðir (mynd 5). Þeir tveir sjúklingar sem höfðu þrengsli í vinstri höfuðstofni létust báðir áður en þeir komust á sjúkrahús. Meginniðurstöður þessarar rannsóknar voru því eftirfarandi: Brátt hjartadrep hjá íslendingum 40 ára og yngri er fyrst og fremst sjúkdómur karlmanna. Nýgengi meðal karlmanna 20-39 ára var 0,16 tilfelli á hverja 1.000 karla á ári og 6,1% dauðsfalla á þessum aldri orsakast af bráðu hjartadrepi. Kransæðaþrengsli eru yfirleitt ekki útbreidd og algengast er að þrengslin séu bundin við eina æð, oftast fremri sleglakvísl. Auk ættarsögu voru reykingar langmikilvægasti áhættuþátturinn og allir að einum undanskildum voru stórreykingamenn. Kransæðaþrengsli og kransæðastífla eru hrörnunarsjúkdómar og gætir í vaxandi mæli við hækkandi aldur. Reykingar stórauka líkurnar á því að þessir kvillar berji að dyrum á tiltölulega ungum aldri og kalla þannig yfir fólk ótímabæra hrörnun á kostnað æsku og manndómsára. SUMMARY The most common cause of death in Iceland like in other western societies is cardiovascular disease. To determine the age corrected incidence of myocardial infarction among men below age 40 during the years 1980-1984 we screened admissions to all major hospitals as well as
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.