Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 209 rannsóknarstöð. Rockefeller- sjóður kostaði þá byggingu og gaf Háskólanum. Snemma kom þó upp ágreiningur um hver ætti að fara með yfirstjórn þessarar stofnunar. Hermann Jónasson ráðherra vildi að hún heyrði undir atvinnumálaráðuneytið eins og Atvinnudeild Háskólans, sem var reist fyrir happdrættisfé. Það vildi Björn Sigurðsson ekki. Hann vildi að stofnunin heyrði undir Háskólann og væri deild úr honum. Það urðu átök um þetta, en það var náttúrlega alveg klárt hvernig gjöfin var. Það hefði ekki orðið nein bygging ef stofnunin hefði orðið hluti af atvinnudeildinni, en hún heyrði ekki undir Háskólann. Það gekk vel að koma húsinu upp því að ekki skorti fjármuni! Þetta var byggt í einni lotu. Guðjón Samúelsson og skrifstofa húsameistara ríkisins sáu um byggingarframkvæmdir. Var þessi gjöf miðuð við að Björn Sigurðsson stýrði stofnuninni? Já. Margar af þessum Rockefeller-gjöfum voru miðaðar við að ákveðnir menn tækju við forstöðu stofnunarinnar. Krogh fékk til dæmis sitt Fysiologiska Institut í Kaupmannahöfn kostað af Rockefeller og það var bundið við nafn. Það urðu að vera hæfir menn sem stæðu fyrir slikum stofnunum. Á þeim tíma byggði Rockefeller þó nokkuð margar stofnanir og ekki allt fyrir fátæklinga. Háskólabyggingin í London var til dæmis kostuð af Rockefeller-stofnuninni. Keldur voru vel búnar tækjum og öðru, til dæmis bókum. Það hefði náttúrlega orðið allt annað ef íslenska ríkið hefði átt að standa fyrir því. Þetta hefur verið óvenjulegur heiður svona ungum manni eins og Birni? Já, já, það var það. Við höfðum hér mjög vandasaman búfjársjúkdóm, mæðiveikina, sem var byrjað að rannsaka svo að það var full þörf á slíkri stofnun. Björn hefur getað sannfært þá um það, enda hefur hún þjónað sínu hlutverki vel. Er þér nokkuð minnisstætt sem kom upp í sambandi við bygginguna? Það kom viðbótarstyrkur frá Rockefeller til að klára framkvæmdir. Þá vildi byggingameistarinn sem byggði húsið meina að hann ætti að fá hluta af því. En við vorum nú ekki alveg á því að það kæmi honum nokkurn hlut við! Það urðu blaðamál út úr því áður en lauk. Þú áttir sœti í Stjórnarnefnd Ríkisspítalanna? Já. Vilmundur landlæknir hafði lengi verið þar formaður og líklega var það ríkisstjórnin sem skipaði þessa upphaflegu nefnd. I henni var Magnús Pétursson bæjarlæknir og þegar hann dó 1959 vildi Vilmundur að ég tæki sæti hans. í nefndinni voru fyrir auk Vilmundar þeir Guðgeir Jónsson bókbindari, ísleifur Árnason prófessor og Árni Benediktsson starfsmaður Mjólkursamsölunnar. Vilmundur var fljótur að afgreiða mál. Maður gerði lítið annað en að hlusta. Hann var búinn að skipuleggja hvernig málin skyldu afgreidd svo að það var ekki vandasamt að sitja í þessari nefnd. Þið hafið hlýtt sœmilega? Já, já. Minnistu sérstakra vandamála? Já. Það var steyptur upp heilmikill kassi sem viðbót við Landspitalann. Aðeins hluti þessa húss var tekinn fljótlega í notkun, en mikill hluti byggingarinnar var óinnréttaður. Þarna kom náttúrlega upp mikil togstreita milli lækna spítalans um hver ætti að fá hvað og hvernig þetta ætti að vera. Þar var ekkert samkomulag. Það er vitanlega ekki heppilegt að steypa upp svona stofnun og hafa ekki lagt það niður fyrir sér hvað eigi að vera hvar og svo ekki meira röfl með það. Það fór gasalegur tími í að ræða hinar og þessar uppástungur. Samstaða var aldrei og þar otaði hver sínum tota. Var starfsemin raunverulega teiknuð inn í þetta eftir á, eftir að búið var að steypa upp beinagrindina? Já. Það var aðeins hluti sem var strax tekinn í notkun. Hitt var ónotað og um það stóð alltaf slagur. Það var helsta vandamál á stjórnarnefndarfundum að klára þessa byggingu. Þetta tók langan tíma, ég man ekki hvað mörg ár. Þegar menn geta ekki komið sér saman þá stoppar allt. Þú hefur verið með þremur formönnum? Já. Fyrst var Vilmundur, svo Sigurður Sigurðsson landlæknir og seinast Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri. Viltu segja okkur nokkuð að lokum? Ég held að við getum mikið lært af sögu læknisfræðinnar. Sjúkdómar eru flestir menningarsjúkdómar í raun. Heilbrigði er þegar jafnvægi ríkir milli umhverfis og innri krafta líkamans. Sjúkdómur verður þegar þetta jafnvægi raskast það mikið að aðlögunarkraftur líkamans nægir ekki til að koma í veg fyrir vanlíðan. Menning skapast af samskiptum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.