Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 30
192 LÆKNABLAÐIÐ Húnavatnssýslu og hluta af Strandasýslu, sem tilheyrði því héraði. Hvernig kunnirðu við þig hjá Vestur Húnvetningum? Ég kunni vel við mig. Þetta voru kraftakarlar á sína vísu. Þeir voru bæði sterkir í illu og góðu, svo ég á góðar endurminningar úr þeirri veru. Hvammstangi var þó ekkert skemmtilegur staður, fólkið í sveitinni var miklu betra. Það safnast nú oft ekki besta fólkið á þessa smástaði! Fyrst varstu staðgengill Jónasar og síðan settur? Já, svo var ég settur. Þá hefði maður getað haldið að þín ævi vœri ákveðin? Nei, ég ætlaði mér aldrei að setjast þarna að. Mér var boðið upp á meðmæli ef ég vildi sækja, en ég hafði ekki hugsað mér það. Ég vildi fá meiri þekkingu svo að ég fór í framhaldsnám. Það voru þá komin þessi kandidatspláss í sambandi við Dansk-Islandsk Fond. Launin voru greidd af danska hlutanum af Sáttmálasjóði, en uppihald fengum við á spítalanum, a.m.k. gátum við fengið þar fæði. Á Bispebjerg var ég kandidatsár, hálft ár í medicin og hálft ár í kirurgiu. Ég var hjá Meulengracht í medicin en Wessel í kirurgiu. Nú varstu kominn í hérað og tekur þig svo upp og ferð til útlanda. Var það ekki óvenjulegt á þeim árum? Nei, það var það faktískt ekki því að menn þurftu á peningum að halda. Það var ekkert apótek í héraðinu svo að ég hafði lyfsöluna líka. Á svona stað í sveitahéraði eyðir maður engu, hefur ekki tíma til þess. Eftir svona veru var maður búinn að fá dálítið skotsilfur, nóg til þess að fara í framhaldsnám þótt það væri ekki borgað. Þá gat maður fengið styrk úr Sáttmálasjóði sem var tvö þúsund krónur á kreppuárunum. Á því mátti lifa í heilt ár í útlöndum án óskapa sparnaðar. Núna eru allir sjóðir uppétnir og meira en það. Þeir borga ekki einu sinni bókhaldskostnað. Varstu strax ákveðinn í að verða ekki almennur lœknir? Ég ætlaði aðallega að leggja stund á medicin og gerði það. Ég var áfram á Bispebjerg hjá Meulengracht og vann talsvert á laboratorium hjá honum. Hann var þá að rannsaka anæmia perniciosa og notaði preparöt úr svínsmögum. Ég vann talsvert við þessar rannsóknir og kynntist þeim vel. Þarna fékk ég minn besta grundvöll undir klínísku rannsóknirnar sem urðu mitt aukastarf eftir að ég varð prófessor. Hafði það sem lifibrauð ef svo má segja. Hitt var eiginlega ekki til að lifa af því. Hvernig var Kaupmannahöfn á þessum árum? Þar var ágætt að vera, ég átti ættingja þar. Móðir þín var dönsk? Já, og reyndar var hálfsystir föður míns líka búsett þar. Danska var fyrsta málið sem ég lærði svo ég á ágætar endurminningar frá Hafnarverunni. Kynntistu mikið íslenskum stúdentum á þessum árum? Já, það gerði maður náttúrlega. Stúdentafélagið var við lýði, en ég hef nú aldrei verið mjög mikill félagsmaður! Á þeim tímum var Kaupmannahöfn sá staður sem menn sóttu til framhaldsnáms. Þá var ákaflega mikið þar af íslenskum læknum. Þetta breyttist alveg með síðara stríði því þá lokuðust allar samgöngur við Höfn og Þýskaland. Margir íslendingar sóttu líka framhaldsnám til Þýskalands. Þangað fóru margir af mínum félögum, sérstaklega þeir sem höfðu farið í Þýskalandsför í boði Háskólans í Hamborg. Það var Danmeyer, sem hér var á sínum tíma til að rannsaka norðurljós, sem stóð fyrir því. Hann var mikill íslandsvinur. Við vorum 9 stúdentar og einn kennari, Dungal, sem þáðum boðið um áramótin 1928-29. Þetta voru stúdentar í mið- og seinasta hluta og margir af þessum félögum mínum fóru svo í framhaldsnám til Þýskalands. Þetta var mikill túr fyrir okkur á þessum árum. Við fengum náttúrlega frítt uppihald og í Hamborg fengum við meira að segja sporvagnspeninga líka. Að auki fengum við styrk að heiman. Maður var eiginlega óvenjulega múraður. Þetta var ákaflega eftirminnileg ferð um mestallt Þýskaland. Við fórum frá íslandi á annan í jólum og þá var eiginlega sumarveður. Sumarið fór nú aldeilis af þegar við komum í Eyrarsund, en þar varð að lóðsa okkur með ísbrjót. Við gistum í Höfn, en tókum svo lestina til Hamborgar. Þar dvöldum við lengst á Eppendorf-sjúkrahúsinu og höfðum þar bækistöð. Mér er minnisstæð ferð frá Hamborg til Cuxhaven þar sem átti að sýna okkur fiskuppboð, en þangað komu margir íslenskir togarar. Við sváfum um nóttina í einhvers konar lóðsbát þarna í Cuxhaven. Uppboðið byrjaði eldsnemma morguns, ég held klukkan 6, og mér er minnisstæðastur helv... brunagaddurinn sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.