Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 203 hvar hann sé. Hann þurfi að hafa aðstöðu á sínu heimili til að stunda sjúklinga. sem þurfi daglega umönnun. Þetta er náttúrlega mjög skynsamleg skoðun. Hann framkvæmdi þetta í Vík og gerði það líka að hluta meðan hann var í Kotmúla þótt þar væri þröngt um. Hann framkvæmdi það sem Bjarni Pálsson hafði gert í Nesi en Björn Jónsson lyfsali og Jón Sveinsson höfðu gefist upp á eftir hans dag. Eru þetta hreinskilnar dagbækur? Kynntistu Sveini? Já, já, maður kynntist honum. Þetta eru samt embættisbréf sem ég var að vitna í. Löng bréf um mál spítalanna. Svo sér maður hverjir eru sjúklingar á heimilinu, hvenær þeir koma og hvenær þeir fara og hvaða aðgerðir hann gerir. Skrifar hann lítið um eigin hagi eða persónulega hluti? Já. í dagbókunum sjálfum er ekkert pláss fyrir snakk, það verður að vera sem styst. Þetta eru svo merkar heimildir, að ég held að það sé Ieitun á öðrum eins. Þær taka yfir svo mörg ár, svo langt timabil úr ævinni. Því miður skrifar hann þó engar dagbækur meðan hann var erlendis við nám. Hefur þú lokið þessu verki? Ég er búinn að gera það sem ég get. Það er mikið vandaverk að gefa þetta út, en það sem ég er búinn að gera léttir verkið mjög mikið. Það hefur greitt úr um hvaða persónur er að ræða. Sumar persónur var ekki svo auðhlaupið að þekkja. Það var kannski skammstafað fyrra nafnið. Þú hefur lesið skammstafanirnar? Já, margar þeirra, sérstaklega mannanöfn. Ef ritað er t.d. Guðr. er það Guðrún eða Guðríður. Hvort er, sést ef maður hefur farið gegnum allar dagbækurnar. Einhvers staðar hefur það verið skrifað út og ef maður veit bæinn sem manneskjan býr á, er með hliðsjón af kirkjubókum hægt að sjá hvaða manneskja var á þessum bæ á þessum tíma. Sumt sem hefur verið prentað upp úr þessum dagbókum er þó beinlínis rangt. Þótt Þorvaldur Thoroddsen hafi verið skýr maður áttar hann sig ekki á því að Sveinn er við sjóróður þegar nýja eyjan kemur upp og hann lýsir því. Heldur ekki þegar hann skýrir frá kvonfanginu. Hann hefur ekki áttað sig á því að hann kynntist Þórunni strax fyrsta árið sem hann var í Viðey hjá Skúla. Þessar dagbækur eru hrein gullnáma sem þjóðlífslýsing á þessu timabili, sagt frá sjósókn og landbúnaði, hvenær farið er að slá og hvenær er réttað. Frá svoleiðis dögum er þó bara sagt með einu orði. Hvað um útgáfu? Þar þarf að koma maður sem er bæði snjall að lesa handrit og gefa þau út. Hann þarf að vera latínumaður, því það er heilmikil latína þarna og skammstafanir á latínu. Ég hef oft fært þetta í tal við Jakob Benediktsson og eins Jónas Kristjánsson að reyna að fá þetta gefið út. Það er mikið vandaverk og yrði mjög dýrt að vinna það. Maður getur ekki búist við að neinn geri það endurgjaldslaust. Verðugt verkefni fyrir læknafélögin? Því ekki það? Þú hefur staðið fyrir stofnun Félags áhugamanna um sögu læknisfrœðinnar hér á landi. Já. í ársbyrjun 1963 hélt ég svonefndan Jóhannesar Nilsens fyrirlestur um fólksfjölda á íslandi og breytingar á honum í tímanna rás. Þetta var á vegum Dansk Medicinsk Historieselskab. Upp úr því spannst að stofnað var til félagsskapar um sögu læknisfræðinnar hér á landi líkt og var á hinum Norðurlöndunum og hann hefur starfað síðan. Þetta var fyrir áeggjan stjórnar Læknafélags íslands. Þeir Gunnlaugur Snædal og Tómas Árni Jónasson ræddu þetta við mig. Það var snemma farið að safna gömlum munum og stefnt að endurreisn Nesstofu, koma húsinu í upphaflegt form. Það var búið að friðlýsa hana um leið og Viðeyjarstofu, en það hafði ekkert verið gert. Árið 1972, síðasta árið sem konan mín lifði, ákváðum við að gefa tvær milljónir króna til endurreisnar Nesstofu með því fororði að ríkið keypti eignina, því það hafði ekki enn eignast hana. Það dróst samt ansi lengi að ríkið eignaðist Nesstofu. Samningar höfðu staðið í 10 ár þegar fyrri helmingur hennar var keyptur og sá siðari var keyptur tveimur árum seinna. Fyrstu fjárveitingarnar gengu allar til að endurbyggja Viðeyjarstofu, sem var dýrt, því þar var engin byggð lengur. Þeir peningar skiluðu því litlu þótt vissulega væri nauðsynlegt að dytta að Viðeyjarstofu. Hún var illa farin eins og alltaf er þegar hætt er að búa í húsum, gluggar brotnir og allt í hers höndum. Eftir að ríkið keypti fyrri helminginn, vesturhlutann af Nesstofu, var hægt að hefjast handa þar. Síðan hefur megnið af þessari fjárveitingu sem enn hefur verið sameiginleg til Viðeyjarstofu og Nesstofu, farið í að endurbyggja þennan part af Nesstofu og því er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.