Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 44
206 LÆKNABLAÐIÐ heldur öllu í því horfi sem það var. Þetta er vitanlega mjög óhagkvæmt, búið að endurbyggja annan helminginn en ekkert hægt að gera í hinum, bara að bíða eftir að hann losni einhvern tímann. Það felst mikill tvíverknaður í þessu og það er dýrt, en það sem búið er að gera er að mínum dómi með mestu prýði. Þar hefur ágætur arkitekt, Þorsteinn Gunnarsson, og prýðilegir fagmenn verið að verki, allir orðnir vanir þessum gömlu byggingum. Eru upprunalegar teikningar Nesstofu til? Nei, en hún var tvívegis tekin út og svo kemur þriðja lýsingin 1772 þegar skipt er á milli apótekara og landlæknis. Öllum málum er nákvæmlega lýst, m.a. stærð og fjölda glugga, en þeir voru eitt af því sem búið var að breyta. Það var búið að setja stærri rúður í staðinn fyrir smárúður. Auk þess voru komnir gluggar sem ekki voru í upphafi. Nú hefur verið fyllt upp í gluggann í þeim hluta sem búið er að gera við, en í hinum endanum er ennþá gluggi sem á ekki að vera. Þegar stofunni er lýst við skiptinguna milli apótekara og landlæknis kemur í ljós, að Bjarni hefur sjálfur kostað innréttingu apóteksins og fleira. Hann skrifar þvi kóngi eða kansellíinu og biður um að fá þetta endurgreitt. Bjarni hefur upphaflega innréttað apótekið fyrir eigin reikning af því honum fannst það ekki nógu veglegt. Þá fær maður að vita hver hafði málað apótekið. Það var danskur teiknari, Helt að nafni, sem kom með König, og var hér til að rannsaka gróður og teikna myndir. Þær áttu síðar að koma í Flora Danica sem þá var nýbyrjað að vinna að. Ég held það hafi tekið 150 ár að klára hana. Hún er ein 52 bindi og orðin dýr núna. Kóngur útbýtti m.a. eintökum til landa sinna, til skólastofnana, amta og víðar. íslendingar fengu upphaflega fjögur eintök af þessari flóru. Eitt fékk landlæknir, bæði biskupsdæmin og svo stiftamtmaður það fjórða. Auk þess kom svo síðar eintak sem félagsskapur Magnúsar Stephensen í Viðey fékk. Helt málaði apótekið og etiketturnar á skúffurnar. Hann hafði starfað hjá Cappel í apóteki á Friðriksspítala, en þar hafði Bjarni Pálsson numið sín apótekarafræði. Auk þess að mála skúffurnar málaði Helt tvö skilirí yfir dyrunum í apótekinu, sem lýst er í síðari úttektinni 1767. Eru þau týnd? Já, en hins vegar var þeim vel lýst. Það er meiningin að láta mála þau við tækifæri eftir því sem maður gæti hugsað sér að þau hefðu verið. Það sem málað er á skúffurnar er tekið eftir skúffum í gamla Friðriksapóteki, en hluti af því er til í safninu við Breiðgötu í Kaupmannahöfn. Það tekur sig ljómandi vel út núna. Þótti yfirvöldum svo rúmt um landlœkni þarna að það vceri hægt að setja apótekarann þar niður líka? Það var mannmargt í Nesi, en það bjuggu ekki allir í Nesstofu. Gamli bærinn var látinn standa og dyttað að honum með spýtnabraki sem þeir fengu frá Bessastöðum. Þegar Bessastaðastofa var reist skömmu eftir Nesstofu var timburhúsið þar rifið og Bjarni fékk timbrið. Hann notaði það til að hressa upp á gamla bæinn og hafði þar síðan sjúklinga. Það var eins konar spítali. Var honum falið það? Honum var falið að lækna fátæklinga fyrir ekkert og láta þeim í té lyf. Viss hluti af peningum apóteksins var ætlaður til frímeðala. En ekkert til sjúkrahússhaldsins. Bjó apótekarinn í Nesstofu? Já. Bjarni fær útlærðan apótekara, Björn Jónsson, 1768 og hann fékk stofuna sem ég minntist á áðan. Hann var þá ógiftur. Inn af apótekinu, milli þess og laboratorisins, var lítið herbergi, svona vel fyrir eitt rúm. Þar hafði svonefndur lyfjalærlingur sitt svefnherbergi. Ljósmóðirin, frú Magnússen, bjó í Nesstofu frá upphafi. Hún hafði herbergi uppi á lofti en þar voru innréttuð tvö herbergi í hvorum enda. í endanum þar sem útbyggingin er hafði Bjarni herbergi fyrir áhöld sín, m.a. rafmagnsvél sem átti víst að vera fyrir hann sjálfan til lækninga. í hinu herberginu voru nemendur hans í læknisfræði. í hinum endanum hafði ljósmóðirin annað herbergið, en í hinu var fólk á Bjarna vegum. íbúð Bjarna var í þeim hluta hússins sem ekki er byrjað að gera upp. Eru framkvæmdir í gangi í Nesstofu? Þetta snikkaravesen er mikið til búið, en það stendur til að flytja eitthvað af munum þangað. Það hefur verið athugað í Reykjavíkurapóteki hvað sé þar af munum frá Nesi. Þar eru þrjár perutréskrukkur sem vafalítið hafa verið í Nesi og kannski einstaka hlutir aðrir. En það er samt sáralítið, svo það verður vandi að fylla þessar hillur. í herberginu inn af apótekinu var meiningin að setja upp þá muni sem vissulega eru frá tímum Nesstofu. Þar á að útbúa sýningarskápa fyrir þá muni sem tengjast læknaskólanum. Elsti hluturinn þar er vafalaust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.