Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 55
LÆKNABLAÐIÐ
215
Formaður svaraði því til, að stjórnin væri
ósammála og því ekkert getað sent frá sér. FÍH
hefði gert ramma um þessi samskipti og sent L.Í.,
og væri þar kominn góður grunnur fyrir frekari
umræðu.
Ólafur Mixa ræddi um kjaramál. Hann kvað
erfitt að bera saman hópa lækna. Stefna
læknafélaganna hefði verið samsvarandi laun
fyrir lækna. Skipuð hefði verið
samanburðarnefnd og hefði fyrir nokkrum árum
tekist nokkuð að jafna kjörin, en nú hefði aftur
dregið í sundur. FÍH hefði ályktað, þar sem fram
kæmi tilraun til að bera saman kjörin og sýnt
fram á umtalsverðan kjaramismun. Ályktunin
hefði verið send L.í. og farið fram á, að hún yrði
send samanburðarnefndinni, en það hefði ekki
verið gert, þar sem hún hefði ekki komið saman.
Spurningin væri því hvort stefna L.í. væri sú, að
kjör lækna væru samsvarandi, og hvort
samanburðarnefndin hefði verið lögð niður.
Formaður sagði, að stefna L.í. væri óbreytt, en
samanburðarnefndin hefði starfað um tíma og
skilað af sér vorið 1986. Hefði niðurstaða hennar
kallað fram ádrepur alls staðar að. Nauðsynlegt
væri, að samninganefndir hefðu meira samstarf,
en mikið vinnuálag væri á nefndunum fyrir og
ekki á það bætandi. Spurningin væri, hvort rétt
væri að ráða hagfræðing til L.í. eða einhvers
konar samræmingarstjóra og hver væri þá fús að
taka það verk að sér. Páll Þórðarson minnti á, að
ýmislegt læki á milli nefndanna í gegnum hann.
Högni Óskarsson fjallaði almennt um
ársskýrsluna og benti á víðtækt starfssvið
læknafélaganna. Það væri stéttarfélag, fagfélag
og pólítískt afl. Hann saknaði betri umræðu um
fagfélagsþáttinn. Almenningur heyrði mest frá
læknum um kjaramálin, en það gæfi ranga mynd
af starfi félagsmanna. Hann minnti á ályktun um
prófessorsstöðu í heimilislækningum, þar sem
lítið hefði þokast, og á ályktun um
framhaldsmenntun á íslandi. Þetta sýndi, hvað
læknafélögin hefðu lítil áhrif á læknakennslu,
sem væri áhyggjumál, enda sæi hann engan
prófessor sitja þennan aðalfund. Hann kvaðst
ekki hafa neinar beinar tillögur, en læknafélögin
þyrftu að fá meiri ítök í læknadeild. Hugsanlega
væri það hægt með því að veita læknadeildinni
rannsóknastyrki eða með því að fá fulltrúa á
deildafundi.
Formaður minnti á, að forseti læknadeildar hefði
boðað forföll og varaforseti vafalaust upptekinn í
bili. Hann benti á, að hinn faglegi þáttur væri að
miklu leyti í höndum svæðafélaganna og
heilbrigðisstofnana.
Skúli G. Johnsen kvaðst taka undir með Högna,
að læknismenntun hér hefði i raun aldrei tekið
þeim breytingum, sem komið hefði verið á
erlendis. Atli Dagbjartsson kvaðst ekki geta tekið
undir, að læknafélögin stæðu fyrir námskeiði
fyrir framhaldsmenntun lækna, þar sem þessi hún
færi fram á sjúkrahúsum hér. Gísli G. Auðunsson
spurði, hvort L.í. ætti nóga peninga. Nú þyrftu
menn að greiða fyrir haustnámskeið og fleiri
námskeið og spurningin væri, hvaða námskeið
ættu að vera ókeypis. Hann spurðist fyrir um
slysatryggingu lækna í sjúkrabifreiðum og í
sjúkraflugi. Hann benti á þá erfiðleika, þegar
heilsugæslulæknar úti á landi væru í
kjarabaráttu. Hann minnti á ályktanir um
prófessorsembætti í heimilislækningum og kvaðst
bíða eftir því, að L.í. legðist á þetta mál með
meiri þunga.
Páll Þórðarson kvað sérstaka tryggingu vera fyrir
hendi i sjúkraflugi, en sennilega væri hún heldur
lægri en aðrar slysatryggingar heilsugæslulækna.
Formaður sagði, að spurningin um ókeypis
námskeið hefði aldrei komið upp áður.
Halldór Halldórsson benti á nokkrar Ieiðir til að
auka atvinnutækifæri lækna. Kandidatar gætu
tekið að sér að skammta lyf á sjúkradeildum og
stefna ætti að því, að læknar, sem hefðu náð
sextugsaldri, hefðu minni vinnuskyldu með
óbreyttum launum. Erfitt væri að fá
sjúkraþjálfara á endurhæfingarstofnanir, ef til
vill vegna ósættis þarna á milli eða vegna þess að
Tryggingastofnun ríkisins borgi sjúkraþjálfurum
of vel á stofu. Formaður kvað sjúkraþjálfara
hafa vissar meiningar um starf
endurhæfingarlækna á almennum stofnunum.
Pétur Lúðvigsson kvað námskeiðskostnað hafa
áður verið ræddan á aðalfundi. Lausir endar
væru enn, hvað snerti stöðu L.í. í
framhaldsmenntun og starf Náskeiðs- og
fræðslunefndar hvað snerti viðhalds- og
framhaldsmenntun. Ljóst væri, að læknafélögin
ættu að eiga þarna að stóran hlut. Kostnaður við
haustnámskeið væri eingöngu miðaður við kaffi
og mat, meðan á námskeiðinu stæði. María
Sigurjónsdóttir útskýrði afstöðu unglækna vegna
kjarabaráttu heilsugæslulækna. Þeir væru oft
þjakaðir af skuldum og stæðu í fjárfestingum, en
uppsagnir heilsugæslulækna 1985 hefðu átt fullan
stuðning FUL.