Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ
205
nú lokið. Þessi hluti hafði orðið fyrir mestum
umturningum, því þar var upphaflega lyfjabúð,
laboratorium og lyfjageymslur. Þessu hafði
vitanlega verið breytt þegar húsið var gert að
venjulegri íbúð. Þarna var líka stofa sem Björn
Jónsson fékk þegar hann kom sem útlærður
lyfjafræðingur til Bjarna Pálssonar. Eftir að
sjálfstætt apótek var stofnað fékk apótekarinn
þessa stofu. Þegar Bjarni flytur inn er Nesstofa
ekki fullfrágengin, apótekið óinnréttað og fleira.
Þá er Nesstofa tekin út og henni Iýst mjög
vandlega og hefur það reynst mikill stuðningur
við að endurbyggja hana. Það var ekki fyrr en
1767 að því var talið endanlega lokið og ný úttekt
gerð. Þá er búið að innrétta apótekið en
laboratoriið enn ekki fullbúið. Kjallarinn og
loftið yfir honum eru einnig fullgerð, hvort
tveggja lyfjageymslur.
Þessi gömlu steinhús láku alltaf. Þegar þessi
úttekt fór fram var búið að endurbæta þakið
vegna leka. Þá voru settar fjalir í viðbót til þess að
þétta það og komið að nokkru nýtt þak, en það
fór eins. Þetta var fjalaþak, tjargaðar tréfjalir og
þær vildu springa í veðrum hér og þetta míglak.
Svo var engin einangrun í steinveggjum og þeir
urðu rakir. Þetta var því ekki þægileg vistarvera.
Þórður Sveinbjörnsson háyfirdómari sem keypti
Nesstofu 1834 fékk að kenna á því.
Landsyfirréttur var þá í Reykjavík og hann þurfti
að fara á milli til að sinna þar dómarastörfum. í
einum túrnum fær hann gigt, líklega ischias, og
verður rúmliggjandi fram á vorið. Þá kom danska
eftirlitsskipið og kona hans fékk lækninn á því til
að líta á hann. Læknirinn segir strax: »Her kan
De ikke ligge«. Og Þórður lét ekki segja sér það
tvisvar. Hann átti hús í Reykjavík og lét flytja sig
þangað og kom ekki aftur í Nes. Eftir það varð
tvíbýli í Nesstofu. Þá var kjallaranum skipt sem
er eini kjallarinn á íslandi frá þessum tíma,
merkiskjallari. Hann var hvelfing og það var
hlaðið upp i hvelfinguna og honum skipt á bæði
búin. Yfir kjallaranum var ris eða loft sem var
lyfjageymsla eins og ég sagði áðan. Þá var það
gert að hæð og eins komu smám saman kvistar
sem ekki höfðu verið. Þetta hefur nú allt verið
fært í upprunalegt horf og útbyggingin orðin eins
og hún var. Sömuleiðis þakið. Hins vegar voru
seinni kaupin á austurhelmingnum með þeim
endemum að fólkið gat búið þar sem leigjendur
ríkisins meðan því entist aldur og heilsa til. Þar
þarf ríkið náttúrlega að sinna sínum
leigjendaskyldum og halda þessu í leigufæru
ástandi. Það gerir ríkið upp á gamla móðinn,