Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 32
194 LÆKNABLAÐIÐ En samferðamenn þínir. Heldurðu að þeir hafi áður komið til útlanda? Nei, það held ég ekki. Stúdentarnir 9 auk mín voru: Stefán Guðnason, Jón Karlsson, Karl Sig. Jónasson, Sigurður Sigurðsson, Bragi Ólafsson, Ólafur Einarsson, Gísli Petersen, Þórður Þórðarson og svo Dungal sá 10., fararstjórinn. Frostið hélt áfram á heimleiðinni og þurfti aftur ísbrjót. Á Eyrarsundi fyrir framan Helsingör þurftum við að bíða meira en hálfan dag eftir ísbrjót og þá notuðum við tækifærið og gengum eftir ísnum á land í Helsingör. Þetta var mjög ævintýraleg ferð fyrir menn á þessum aldri á krepputímum hér. Við höfðum aldrei haft eins rúm auraráð og við höfðum í þessari ferð. Okkur iangar aðeins að lesa fyrir þig úr kvceði sem ort var 1933 og segirfrá skógarferð Stúdentafélagsins í Kaupmannahöfn. Kannastu nokkuð við það?*) Já, ég kannast við það. Ég held ég hafi sofnað þar úti og vaknað í helv.... brenninetlum! Þetta er það sem við vorum að fiska eftir. Við vorum ekki alveg vissir um hvort þú vildir nokkuð tala um þetta! Nújá. En hvaðan hafið þið þetta? Er þetta í kvæðinu? Nú skulum við lesa fyrir þig kvæðið og svo langar okkur að biðja þig að útskýra dálítið í því sem liggur ekki á lausu: Fljúg fugl, fljúg yfir Furresjóinn blakka forsælan ágerist senn. Sástu’ekki reika þar suður um bakka svolítið kynlega menn? Komstu’ekki’í vík þar sem kæna var róin? Krókótt var mjög hennar braut. Árarnar rákust í allt nema sjóinn, útbyrðis ræðarinn hraut. Fljúg fugl, fljúg yfir Furresjóinn dökkva, færist að kvöldhúmið dimmt. Hlýddurðu’ekki’á þar sem einn var að sökkva, andköf og stunur og krimt? Bar þig ekki’að þar sem blotnaðir lokkar boðuðu kaffærðan mann? Þetta var formaður félagsins okkar. Fugl, þú munt kannast við hann! *) Jón Helgason: Fljúg fugl, fljúg, prentaö í kvæðabók hans útg. Mál og menning 1986. Birt meö leyfi. Manstu nokkuð hverjir voru þarna með? Jakob Benediktsson var þarna og ég held að Sigfús Blöndal hafi verið með. Hann var nú miklu eldri og gerði ekkert af sér það ég man. Náttúrlega vorum við með vökvun, en ég man ekki eftir öðru en ég sofnaði þarna í helv.... brenninetlunum. Nú skulum við leyfa þér að heyra síðasta erindið: Fljúg fugl, fljúg yfir Furresjóinn víða, fallin er nótt yfir jörð. Fannstu sem skugga í skóginum líða skjögrandi gemlingahjörð? Heimsækir djúpanna hélt sér í Mundann, hælana blýþunga dró. Læknirinn saup það hann laumaði undan, lagðist í grasið og dó. Það mun líklega hafa verið ég. Þarna sérðu nú innræti okkar að við skyldum endilega fara að rifja þetta upp! Eftir að hafa lokið þessari seinni Kaupmannahafnardvöl þinni gerist þú lœknir á Akureyri með föður þínum? Já. Við höfðum saman stofu í Hafnarstræti. Ég var praktíserandi læknir þar eins og faðir minn. Við höfðum þó ekki saman sjúklinga heldur var hvor með sitt. Þetta var 1934 og ég held að það hafi ekki náð heilu ári. Eftir það má segja að undirbúningur undir lífsstarf þitt byrji? Já. Ég fékk bréf að sunnan þar sem spurt var hvort ég gæti hugsað mér að taka að mér anatomiukennsluna upp á það að ég fengi styrk til að undirbúa mig til þess. Guðmundur Thoroddsen skrifaði þetta bréf sem var ekki sérlega glæsilegt. Hann var þá dekan. Ég átti eiginlega að lifa á loftinu þegar ég tæki við. Hann sagði eins og ég vissi, að launin væru mjög lítil og ekki ætlast til að maður hefði praxis. Hins vegar varð það úr, að ég tók við þessu og hafði þá hugsað mér að hafa rannsóknarstörf sem aukagetu. Þú heldur þá til Þýskalands? Já. Sjóður Guðmundar Magnússonar og Katrínar konu hans kostaði nám mitt. Hann var þá svo burðugur að hann gat um tíma kostað tvo menn til náms. Við Kristinn Stefánsson vorum samtímis í framhaldsnámi á rentunum af þessum sjóði. Hann var stofnaður til þess að mennta tilvonandi kennara við Læknadeild. Sjóðurinn átti þessar fínu jarðir, Hrappsey og Arney á Breiðafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.