Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 173 0,2 í Boden og 0,2 í Tampere). Nýgengi var nokkru hærra í Helsinki eða 0,4 tilfelli á hverja 1.000 karla á ári. Á árunum 1980-1983 létust 132 íslenskir karlar á aldrinum 25-39 ára, flestir af slysförum (1). í þessum aldurshópi létust 8 (6,1%) í bráðastigi hjartadreps (tafla II). Könnun á áhættuþáttum leiddi í ljós að reykingar skiptu langmestu máli (mynd 1). Að einum fertugum manni undanskildum voru allir stórreykingamenn meðal þeirra sem lögðust inn á sjúkrahús vegna bráðs hjartadreps á svo ungum aldri. Liggur nærri að unnt sé að segja að kransæðastíflu fái þeir einir fyrir fertugt sem reykja. Þetta er í fullu samræmi við aðrar rannsóknir á svo ungum sjúklingum með brátt hjartadrep (3,4, 14, 15, 17-20). Áður var minnst á hugsanleg tengsl segamyndunar í kransæð og reykinga hjá sjúklingum með eðlilegar kransæðar (14). Deanfield og samstarfsmenn (21) sýndu nýlega fram á að meðal reykingamanna með kransæðasjúkdóm getur hver vindlingur valdið truflun á blóðflæði um hjartavöðvann án þess að einkenna verði vart. Hugsanlega gæti slík truflun átt sér stað daglega meðal reykingamanna. Slík endurtekin áföll gætu verið mikilvægur þáttur í tengslum reykinga og kransæðastíflu. Sýnt hefur verið fram á (22) að vindlingareykingar geta hjá kransæðasjúklingum aukið flæðismótstöðu í kransæðum og dregið úr kransæðablóðflæði. Þannig gæti tóbaksreykur haft þau bráðaáhrif að breyta hæfni kransæðanna til að mæta súrefnisþörfum hjartavöðvans. Einnig hefur Number of patients 0 Anterior myocardial infarction ^ Inferior myocardial infarction ® Lateral myocardial infarction Fig. 4. Location of infarcts according to ECG. verið sýnt fram á (23) að meðal reykingamanna minnkar marktækt útskilnaður á PGF,.a (niðurbrotsefni prostasýklíns, PGI2) við gjöf á nóradrenalíni. Auk þess er minni aukning á PGI2 svörun hjá þeim sem reykja en þeim sem ekki reykja. Með því að draga úr PGI2 myndun gæti nikótín hraðað kransæðakölkun og einnig stuðlað að stíflumyndun. Bent hefur verið á að hættan á bráðu hjartadrepi eykst með fjölda vindlinga sem reyktir eru en virðist þó ekki háð nikotín- eða kolmónoxíðinnihaldi Number of patients 0 s single vessel two vessels Three vessels normal arteries Coronary arteriography Postmortem examination Fig. 5. Extent of coronary artery disease by number of affected arteries according to coronary arteriography or postmortem examination. Each bar represents number of patients in each category. Number of patients [j] Right coronary artery ^ Circumflex artery [7] Left main stem Fig. 6. Anatomical classification (arteriography or autopsy) of the coronary artery stenosis in 32 patients suffering acute myocardial infarction at the age of 40 or younger.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.