Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 40
202 LÆKNABLAÐIÐ verið með, en glatast síðar. Dagbækurnar byrja í Hólaskóla og hann heldur þeim áfram alveg fram á síðasta ár, um það bil mánuði áður en hann deyr. Þar er sagt frá öllu sem hann telur merkilegt og hefur á daga hans drifið. Þær eru mjög erfiðar viðfangs vegna þess að þetta er skrifað inn í almanök og þar er nokkuð takmarkað pláss. Þess vegna er mjög mikið um skammstafanir og ekki hlaupið að því að lesa úr þeim öllum. Hann notar ekki eingöngu skammstafanir úr íslensku, heldur líka úr dönsku, latínu og jafnvel grísku. Ég hef reynt að fá botn í þessar dagbækur með þeim hætti að skrásetja öll mannanöfn og bæjarnöfn sem koma fyrir. Ég hef síðan athugað hvaða mannanöfn tengjast hverju bæjarnafni og með því hefur fengist nokkur beinagrind í þetta. Þá hefur líka orðið auðveldara að átta sig á sumum skammstöfunum. Á seinni árum skrifaði Sveinn ævisöguágrip sem nær fram undir það að hann missir konu sína. Þegar maður ber saman dagbækurnar og ævisöguna er einkennilegt að hann hefur skipt um skoðun og litur hluti öðrum augum en hann gerði þegar hann upphaflega færði það á blað. Þegar svona er skrifað, fest jafnóðum á blað, er það sannleikurinn. En ef menn skrifa ævisögu sína eftir mörg ár þá er það oft ærið litað og svo mun vera um ævisögu Sveins. Þess vegna eru dagbækurnar alveg ómetanlegar. Þær segja frá hlutunum eins og þeir voru. Þær greina ekki aðeins frá embættis- og læknisstörfum, heldur einnig frá almennum búrekstri bæði til lands og sjávar. Hvoru tveggja sinnti hann og þetta er allt tiundað. Einnig við hverja hann átti skipti og hvaða skipti hann átti við þá. Eru þarna upplýsingar um bréf til hans og frá honum? Vilmundur Jónsson landlæknir var manna iðnastur við að kanna skjalasöfn þjóðarinnar, bæði Þjóðskjalasafn og skjalasafn Landsbókasafns. Ein af merkilegum heimildum þar eru bréfabækur landlækna, en þær eru æði gloppóttar. Svo var um síðustu ár Jóns Sveinssonar og Klog-tímabilið en Klog tók við landlæknisembætti af honum. Sveinn Pálsson var settur landlæknir í eitt ár og hann hélt bæði dagbók og bréfabók fyrir embættisbréf. Þau eru ekki með embættisbréfum landlæknanna, heldur í Landsbókasafni í mikilli bréfabók sem Sveinn hafði skrifað. Þarna kemur inn í eitt ár landlæknisbréfa sem Vilmundur hefur ekki áttað sig á. Þetta eru hrein embættisskjöl og mikil og góð viðbót við landlæknisskjölin því það vantar einmitt bréfabéekur landlæknis fyrir þetta tímabil. Þarna kemur mjög mikilvæg heimild sem ætti heima með landlæknisskjölunum, en ekki þar sem þau eru og hafa sýnilega grafist. Þarna kennir margra grasa því þetta var á erfiðum tímum hér vegna stríða Danakonungs við Napóleon. Hér var hálfgerð hungursneyð og upp úr henni var Hólavallaskóla lokað vegna slæms viðurværis. Eins var skoðað hvernig viðurværið reyndist í tugthúsinu. Þetta var stuttur tími en lærdómsríkur. Fyrsta árið sem Sveinn er fjórðungslæknir heldur hann líka svona embættisbók um viðskipti sín við opinbera aðila, bæði landlækni og stiftamtmann. Það er líka mjög fróðlegt að sjá. Þar gerir hann tillögu til Ólafs Stephensens stiftamtmanns um nokkurs konar sjúkrahúshald. Hann leggur til að í sambandi við jarðnæði hans verði komið upp húsnæði þar sem hann geti haft nokkra sjúklinga til meðferðar og hann muni gera það með sömu skilyrðum og til voru í sambandi við Nes. Þar höfðu menn gefist upp á að reka áfram sjúkrahús. Hann leggur til að safnað verði samskotafé í héraðinu til að borga skýlið. Sjálfur greiði hann fimm ríkisdali á ári og þeir sem dvelji þar eigi að leggja inn vissa upphæð. Hann ætlar að reka á eigin reikning spítala þarna og treystir sér til að fá íbúa héraðsins til þess að koma upp skýlinu. Hann á svo sjálfur að halda því við. En það varð aldrei af þessu? Nei. Ólafur var áhugalítill um málið. Erlend stjórnvöld voru ekki fyrst og fremst dragbítur á íslenska læknisþjónustu heldur innlend, því miður. í erindisbréfi Bjarna Pálssonar var sagt að holdsveikraskýlin sem hér voru gætu gengið til læknanna. Þegar þau losnuðu gætu þessir fjórðungslæknar sem Bjarni átti að útskrifa fengið jarðir holdsveikraspítalanna. Þetta reyndi Sveinn þegar holdsveikraspítalinn i Kaldaðarnesi losnaði. Hann var þá ekki búinn að fá neitt fast jarðnæði og vísar til þessarar greinar. En það gekk ekki. Þessir spítalar voru spónn sem hvorki biskup né stiftamtmaður vildu missa úr sínum aski. Kaldaðarnes fékk annar maður sem var vel við álnir. Það var ekki fyrr en seint og síðar meir að Sveinn fékk fast jarðnæði. Fyrir stuðning frá Lýð sýslumanni Guðmundssyni fékk hann Vík og þar gerði hann það sem hann hafði ætlað sér. Þar er spítali faktíst alla hans tíð. Hann hefur alltaf sjúklinga á sínu heimili enda sagði hann þegar hann sótti um að útbúa þennan spítala, að það sé ómögulegt í svona héraði að vera einhvers staðar og einhvers staðar að stunda fólk. Enginn viti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.