Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 1988;74:211-19 213 FUNDARGERÐ aðalfundar Læknafélags íslands 1987 Aðalfundur Læknafélags íslands var haldinn í Hóteli við Sigtún Holiday Inn dagana 21. og 22. september 1987. Fundinn sátu eftirtaldir aðilar: Frá Læknafélagi Reykjavíkur: Atli Dagbjartsson, Halldór Jónsson, Magni S. Jónsson, Pétur Lúðvigsson, Sigurður Guðmundsson, Haraldur Briem, Högni Óskarsson, Ingólfur S. Sveinsson, Jón J. Níelsson, Lúðvík Ólafsson, María Sigurjónsdóttir, Ólafur Mixa, Tryggvi Ásmundsson og Þorsteinn Gíslason, frá Læknafélagi Vesturlands: Ari Jóhannesson og Sigurbjörn Sveinsson, frá Læknafélagi Vestfjarða: Bergþóra Sigurðardóttir, frá Læknafélagi Norðvesturlands: Friðrik J. Friðriksson, frá Læknafélagi Akureyrar: Friðrik V. Guðjónsson, Halldór Halldórsson, Magnús L. Stefánsson og Ingvar Þóroddsson, frá Læknafélagi Norðausturlands: Gísli G. Auðunsson, frá Læknafélagi Austurlands: Atli Árnason, frá Læknafélagi Suðurlands: Pétur Z. Skarphéðinsson. Félag ísl. lækna í Svíþjóð boðaði forföll, en ekkert hafði heyrst frá félögum íslenskra lækna í Norður-Ameríku, Bretlandi og Vestur-Þýskalandi. Úr stjórn Læknafélags íslands sátu fundinn: Haukur Þórðarson, formaður, Sverrir Bergmann, varaformaður, Kristján Eyjólfsson, ritari, Sveinn Magnússon, gjaldkeri, Gestur Þorgeirsson, Sigríður Dóra Magnúsdóttir og Þorkell Bjarnason meðstjórnendur. Arnór Egilsson er erlendis. Einnig sátu fundinn: Páll Þórðarson, framkvæmdastjóri læknafélaganna, Friðrik Karlsson, framkvæmdastjóri Domus Medica og Örn Bjarnason, ábyrgðarmaður Læknablaðsins. Gestir voru: Ólafur Ólafsson, landlæknir, Guðjón Magnússon, aðstoðarlandlæknir, Skúli G. Johnsen, borgarlæknir, Björn Önundarson, tryggingayfirlæknir, Jóhann Ág. Sigurðsson, héraðslæknir Reykjaneslæknishéraðs, Þórður Harðarson, varaforseti læknadeildar og Olafur Ævarsson, fulltrúi FUL. Guðmundur Bjarnaon heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra ætlaði að flytja ávarp við setningu fundarins, en var erlendis. í stað hans mætti Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður ráðherra. Haukur Þórðarson setti fundinn og kvað hann hér um 68. aðalfund L.í. að ræða. Þó væri númerið með fyrirvara, þar sem óvíst væri um fundi, sérstaklega á kreppuárunum og stríðsárunum. Því næst flutti Finnur Ingólfsson ávarp sem fulltrúi heilbrigðisráðherra. Hann kvað mikinn einhug meðal þjóðarinnar um stefnu í heilbrigðismálum. Meðal stjórnmálaflokkanna kæmu fram mismunandi áhersluatriði, en enginn verulegur stefnumunur. Hann boðaði, að á heilbrigðisþingi i febrúar 1988 yrði gengið frá íslenskri heilbrigðisáætlun og hún síðan send til Alþingis hugsanlega í formi þingsályktunar. Fram færi gagnger endurskoðun fjármögnunar í heilbrigðiskerfinu og stefnt væri að því, að öll sjúkrahús fari á föst fjárlög 1989. Nefnd hefði verið skipuð til að endurskoða áhrif ávísanavenju lækna, fjármagnsflæði í lyfjaverslun o.fl. Almannatryggingalög væru til endurskoðunar, m.a. verksvið T.R., einnig lög um málefni aldraðra, sem féllu úr gildi í lok ársins 1988. Hann boðaði, að sett yrði á fót »stofnun forvarna og heilbrigðisfræðslu«, sem m.a. fjalli um áfengisvarnir, tannvernd, tóbaksvarnir og slysavarnir að hluta. Hann sagði, að frumvarp um læknalög yrði að nýju lagt fram á Alþingi nú í haust og yrði fyrra frumvarp lagt fram með þeim breytingum, sem komnar voru í meðferð þingsins. Skýrsla stjórnar Haukur Þórðarson flutti skýrslu stjórnar. (Skýrslan var birt í nóvemberhefti Læknablaðsins). Þar kom fram, að á starfsárinu höfðu stjórnarfundir verið 33 talsins og alls fjallað um 327 mál. Hann fjallaði um afgreiðslu ályktana síðasta aðalfundar, og þar kom m.a. fram, að nefnd til undirbúnings ritunar sögu félagsins, stefnir að því, að þar verði um aðgengilegt lestrarefni að ræða fyrir fleiri en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.