Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 8
172 LÆKNABLAÐIÐ foreldri eða systkin með þekktan kransæðasjúkdóm. Áfengisnotkun. Af 28 sjúklingum töldu 8 áfengisnotkun hafa verið vandamál hjá sér. Staðsetning hjartadreps. Meðal þeirra 29 sjúklinga sem lögðust inn á sjúkrahús voru 15 (51,7%) sem höfðu drep í framvegg hjartans, 11 (37,9%) sem höfðu drep í bakvegg og 3 (10,4%) sem höfðu drep í hliðarvegg (mynd 4). Bráðir fylgikvillar. Upplýsingar um hjartsláttartruflanir lágu fyrir í 23 tilfellum af 29 sem lögðust inn á sjúkrahús. Upplýsingar um aðra fylgikvilla lágu fyrir hjá 27 sjúklingum af 29. Algengustu hjartsláttartruflanir voru aukaslög frá sleglum (17 sjúklingar af 23) (tafla III). Af 27 sjúklingum höfðu 5 einkenni um vinstri hjartabilun, 5 höfðu einkenni um gollurshúsbólgu, enginn fékk rof á vinstri slegil og enginn fékk bráðan míturleka. Af 22 sjúklingum sem síðar fóru í hjartaþræðingu var í þremur tilvikum sýnt fram á gúlp á vinstri slegli. Ástand kransœða. Alls gengust 22 sjúklingar undir kransæðamyndatöku eftir að hafa fengið brátt hjartadrep, 21 karl og ein kona. Helstu niðurstöður eru sýndar í myndum 5 og 6. Algengast var að um þrengsli í einni kransæð væri að ræða, þ.e. hjá 13 sjúklingum af 22. Þrengsli í tveimur æðum voru til staðar hjá 6 sjúklingum en aðeins einn sjúklingur hafði þriggja æða sjúkdóm. Hjá tveim sjúklingum var ekki sýnt fram á nein þrengsli í kransæðum (mynd 5). Alls létust 11 sjúklingar og voru allir krufðir. Meðal þeirra voru 5 með þrengsli í einni kransæð, 4 höfðu þrengsli í tveimur æðum og tveir höfðu þriggja æða sjúkdóm (mynd 5). Alls er hér um 33 sjúklinga að ræða. Höfðu 22 þrengsli í fremri Table III. Complications following acute myocardial infarction in patients aged 40 and younger. Arrythmias % Premature ventricular contraction ............ 73.9 Ventricular tachycardia....................... 47.8 Sinus tachycardia............................. 30.0 Sinus bradycardia ............................ 26.1 Ventricular fibrillation ..................... 17.4 Asystole...................................... 13.0 Supraventricular tachycardia................... 8.7 First degree a-v block......................... 4.4 Second degree a-v block........................ 4.4 Total block.................................... 4.4 Nodal rythm.................................... 4.4 Left ventricular heart failure................ 18.5 Pericarditis.................................. 18.5 Left ventricular aneurysm .................... 11.1 sleglakvísl, 15 höfðu þrengsli í hægri kransæð og 8 höfðu þrengsli í umfeðmiskvísl (mynd 6). Marktæk þrengsli í vinstri höfuðstofni höfðu tveir sjúklingar og létust báðir áður en þeir komust á sjúkrahús. Slík þrengsli voru flokkuð sem »tveggja æða sjúkdómur«. EFNISSKIL Á árunum 1980-1984 fengu 40 íslendingar sem voru 40 ára og yngri brátt hjartadrep. Meðal þeirra voru tveir sem voru 17 ára gamlir. Hvorugur þeirra hafði merki um kransæðaþrengsli samkvæmt niðurstöðum kransæðamyndatöku. Aðrar rannsóknir hafa leitt í Ijós að sjaldnast eru kransæðaþrengsli af völdum æðakölkunar orsök skyndidauða undir tvítugsaldri. Blóðþurrðarsjúkdómar í hjarta á þessum aldri stafa oftast af meðfæddum göllum (12). Rannsókn okkar sýnir að brátt hjartadrep hjá sjúklingum 40 ára og yngri er fyrst og fremst sjúkdómur karlmanna. Aðeins tveir sjúklingar voru konur og voru báðar 40 ára gamlar þegar þær veiktust. Meðal þeirra 22 sjúklinga sem gengust undir kransæðamyndatöku voru tveir sem engin merki höfðu um kransæðaþrengsli. Þetta er lágt hlutfall þegar borið er saman við rannsóknir Irvine et al (13) og McKenna et al (14) sem fundu eðlilegar kransæðar í 28% og 26% sjúklinga sem fengið höfðu brátt hjartadrep 40 ára eða yngri. Þeir síðarnefndu töldu reykingar mjög sterkan áhættuþátt hjá þessum sjúklingum. Reykingar yllu blóðsegamyndun í eðlilegum æðum sem síðan opnuðust á ný. Alls létust 23,7% þeirra sjúklinga sem þessi athugun nær til áður en þeir komust á sjúkrahús og 6,9% af þeim sem voru lagðir inn létust í sjúkrahúslegunni. Bergstrand og samstarfsmenn (4) lýstu svipaðri dánartíðni í Gautaborg en nýleg rannsókn Hoit et al (15) sýndi hins vegar fram á talsvert lægri dánartíðni á sjúkrahúsi eða 2,5% hjá sjúklingum yngri en 45 ára. Sjúklingahópur þeirra var þó mun stærri en okkar og samanstóð af 203 einstaklingum. Með þeim aðferðum sem lýst er að framan töldum við okkur hafa náð til allra íslendinga sem fengið höfðu brátt hjartadrep 40 ára og yngri hér á landi á rannsóknartímabilinu. Nýgengi í aldurshópnum 20-39 ára reyndist hjá körlum vera 0,16 tilfelli á hverja 1000 karla á ári. Furberg og félagar (16) lýstu svipuðu nýgengi í þremur borgum í Svíþjóð og Finnlandi (0,1 í Gautaborg,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.