Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1988, Síða 60

Læknablaðið - 15.05.1988, Síða 60
220 LÆKNABLAÐIÐ úti í bæ og þar af leiðandi valdið auknum greiðslum til þeirra. Skúli G. Johnsen kvað í fyrsta lagi vera meira af mikið veiku fólki á sjúkrahúsunum nú og hugsanlega orðið starfsfólki ofviða að vinna þar. í öðru lagi væri menntunarstaða hjúkrunarfræðinga á íslandi alveg makalaus og í þriðja lagi hugsuðu læknar í stjórnunarstöðum ekki um hagsmuni stofnunarinnar í heild og það leiddi til þess, að aðrir tækju völdin þar. Pétur Lúðvigsson kvað hér um flókið vandamál að ræða, sem nauðsynlegt væri, að læknar tækju föstum tökum og lagði til sérstakan fund L.í. um þetta mál. Sverrir Bergmann kvað það rétt, að þetta mál hefði ekki verið kannað og sagði, að tími lýðræðis á sjúkrahúsum væri liðinn og í staðinn hefði komið öngþveiti. Stjórnleysi ríkti hjá læknum, en væri tekin einörð afstaða lækna gegn lokun, yrði engum deildum lokað. Hann kvað þeim sviðum innan spítalanna fjölga, sem lækna ætti ekkert að varða um. Þar af leiðandi yrði heildarstjórnin erfiðari. Ólafur Ólafsson kvað okkur lækna eiga að geta leyst þennan vanda. Læknar hefðu ávallt sýnt skilningsleysi á því, þegar aðrar stéttir vildu læra meira. Nú væru fleiri valkostir hjá ungu fólki. Hann benti á, að íslendingar hefðu tiltölulega marga hjúkrunarfræðinga miðað við aðrar þjóðir. Magnús Líndal vildi benda á það, að vaninn væri sterkur I þessu sambandi. Var tillaga starfshópsins borin undir atkvæði og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Þá voru ársreikningar teknir til atkvæðagreiðslu. Engar fyrirspurnir bárust, og þeir voru samþykktir með öllum greiddum atkvæðum. Lögð var fram fjárhagsáætlun og auglýst eftir fyrirspurnum, en engar bárust. Tillaga stjórnar um árgjald fyrir næsta ár er kr. 25.000, þar af kr. 2.500 til svæðafélaga. Var hún samþykkt samhljóða. Stjórnarkjör Þá var gengið til stjórnarkosningar. Ein tillaga hafði borist frá stjórn L.Í.: Formaður til tveggja ára:Haukur Þórðarson. Gjaldkeri til tveggja ára: Sveinn Magnússon. Meðstjórnendur til eins árs: Ari Jóhannesson, Gestur Þorgeirsson, Sigríður Dóra Magnúsdóttir og Þorkell Bjarnason. Var hún samþykkt með lófaklappi. Lagt var til, að Einar Jónmundsson yrði endurkjörinn endurskoðandi og Þengill Oddsson varamaður hans. Var það samþykkt með lófaklappi. Þá var kosið í Gerðardóm til tveggja ára, og var tillaga stjórnar um Gunnlaug Snædal og til vara Víking H. Arnórsson samþykkt samhljóða. Þá kvaddi sér hljóðs Atli Árnason, formaður Læknafélags Austurlands, og bauð til aðalfundar 19.-21. ágúst 1988 á Egilsstöðum. Önnur mál Þá var komið að dagskrárliðnum »Önnur mál«, og kvaddi formaður sér hljóðs og þakkaði traust það, sem honum hefði verið sýnt með endurkjöri, og þakkaði Arnóri Egilssyni störf í stjórn L.í. Hann gerði að umtalsefni svæðafélög erlendis og kvaðst sakna fulltrúa frá þeim. Lífsmark væri með svæðafélögum í Svíþjóð, Norður-Ameríku og Bretlandi, en ekkert hefði heyrst frá félaginu í Vestur-Þýskalandi, og teldist það því ekki lengur svæðafélag. Þá var borin fram tillaga um yfirlýsingu um stuðning við »Opið bréf til ríkisstjórnar og alþingismanna um heilsuvernd og nauðsyn á að draga úr heildarneyslu áfengis«. Högni Óskarsson kvaddi sér hljóðs og taldi, að frekar ætti að breyta neysluvenjum en endilega heildarmagni áfengis, sem neytt væri. Guðjón Magnússon kvað íslendinga, 15 ára og eldri, drekka að meðaltali 4 lítra af hreinu alkóhóli á ári. Markmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar væri að hver einstaklingur eldri en 15 ára drykki ekki meira en 8 lítra á ári. Þessar tölur segðu sína sögu, en hins vegar væru félagslegar afleiðingar áfengisnotkunar meiri hér en víða annars staðar. Gísli Auðunsson taldi áfengisneyslu meiri en opinberar tölur segðu til um. Að minnsta kosti bruggi margir í hans heimahéraði. Þá lagði Högni Óskarsson til, að yfirlýsingin yrði samþykkt, en hvatti um leið til, að læknafélögin tækju afstöðu í áfengismálum almennt. Var þá gengið til atkvæða og yfirlýsingin samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Þá tók formaður til máls og kynnti skýrslu frá Viðari Hjartarsyni um möguleika íslenskra lækna til framhaldsnáms. Hafði skýrslan verið send FUL til frekari umræðu og auk þess kynnt i Fréttabréfi lækna. Þá hefðu komið fram leiðbeiningar um kjör og störf trúnaðarlækna, sem væru unnar af nefnd á vegum L.R., og yrðu þær kynntar í Fréttabréfinu.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.