Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 22
184
LÆKNABLAÐIÐ
karla. Sérstakri athygli er beint að
blóðkrabbameinum.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Rannsóknarhópurinn er þannig afmarkaður, að
teknir eru til athugunar 5.923 bændur, sem
skráðir eru í Lífeyrissjóð bænda 1977 eða gengu í
hann fram til 1983. Lífeyrissjóðurinn var
stofnaður 1971, en tölvutæk gögn um sjóðfélaga
voru til frá 1977. Svo fáar konur voru í þessum
hópi, að ekki þótti fært að gera sérstaka
dánarmeinarannsókn á þeim. Þær eru því ekki
með í rannsóknarhópnum. Hér er um að ræða
aftursýna hóprannsókn. Sömu rannsóknaraðferð
er beitt og notuð hefur verið við
dánarmeinarannsóknir sömu höfunda (17, 18) og
gildir það einnig um tölfræðilegar aðferðir (19,
20). Upplýsingar um dánarmein allra í hópnum
fengust af dánarvottorðum, sem geymd eru á
Hagstofu íslands.
Fyrst var litið á allan hópinn og dánartölur innan
hans bornar saman við dánartölur íslenskra karla
á sama tíma á sama aldri. Síðan var hópnum skipt
eftir fæðingarárgöngum þannig, að þeir, sem
fæddir voru fyrir 1925, voru athugaðir
sérstaklega, og á sama hátt þeir, sem fæddir voru
eftir 1924 en fyrir 1935, eftir 1934 en fyrir 1945 og
eftir 1944.
NIÐURSTÖÐUR
í óskiptum rannsóknarhópnum (tafla I) kemur í
ljós, að dánartala úr öllum dánarmeinum er mun
lægri en búast mátti við. Hið sama gildir um
dánartölu úr öllum tegundum krabbameina.
Dánartala úr hjarta- og æðasjúkdómum er líka
lægri en vænta mátti og sama máli gegnir um
dánartölu úr lungnasjúkdómum. Dánartala vegna
slysa, eitrana og sjálfsmorða og af öðrum
orsökum en tilgreindar eru í töflunni er einnig lág.
Þetta er allt tölfræðilega marktækt. Fleiri dóu úr
krabbameini í endaþarmi, húð, heila, Hodgkins
sjúkdómi og hvítblæði en búast mátti við, en
niðurstöðurnar eru ekki tölfræðilega marktækar.
Einn maður hafði látist úr heymæði.
Þegar litið er á undirhópana, sem skipt er niður
eftir aldri, eru niðurstöðurnar svipaðar.
Undantekning frá þessu er, að fleiri bændur úr
hópi þeirra, sem fæddir eru eftir 1934 og fyrir
Table I. Observed and expected number of deaths, standardized mortality ratio (SMR) and 95 % confidence limitsfor
5,923 farmers through 1977-1985.
Causes of death (ICD, 7th revision) Expected deaths 95°7o confidence limits
uoservea deaths SMR lower Upper
All causes (001-E985) 286 474.27 0.60*** 0.53 067
Malignant neoplasms (140-205) 87 120.18 0.72*** 0.58 0.89
- of stomach (151) 20 20.66 0.97 0.59 1.50
- of large intestine (152, 153) 3 8.56 0.35 0.07 1.02
- of rectum (154) 4 3.77 1.06 0.29 2.72
- of pancreas (157) 5 10.32 0.48 0.16 1.13
- of trachea, bronchus and lung (162, 163) 15 28.33 0.53** 0.30 0.87
- of prostate (177) 8 9.30 0.86 0.37 1.69
- of kidney (180) 3 6.09 0.49 0.10 1.44
- of bladder and othee urinary organs (181) 3 5.32 0.56 0.12 1.65
- of skin (190, 191) 4 1.74 2.30 0.63 5.89
- of brain and other parts of nervous system (193) 7 5.70 1.23 0.49 2.53
Hodgkin’s disease (201) 2 1.17 1.71 0.21 6.17
Leukemia and aleukemia (204) Other neoplasms of lymphatic and hematopoetic tissue 7 4.37 1.60 0.64 3.30
(202, 203, 205) 2 3.68 0.54 0.07 1.96
Other neoplasmas [150, 155, 194, 197] 4 11.17 0.36* 0.10 0.92
Cerebrovascular diseases (330, 334) 21 31.20 0.67 0.42 1.03
Ischemisc heart disease (420) 106 191.63 0.55»** 0.45 0.67
Respiratory disease (470-527) 11 23.04 0.48** 0.24 0.85
Farmer’s lung (524) 1 0.15 6.67 0.17 37.14
Emphysema (527) 4 4.16 0.96 0.26 2.46
Other respiratory diseases [480, 490, 491, 493, 502, 525] 6 18.73 0.32*** 0.12 0.70
Accidents, poisonings and violence (E800-E985) 30 All other causes [241, 292, 296, 299, 350, 356, 421, 433, 434, 48.95 0.61** 0.41 0.87
443, 446, 451, 465, 572, 607, 757, 795] 31 59.27 0.52*** 0.36 0.74
•••) pcO.OOl
••) p<0.01, •) p<0.05, two-tailed.