Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.05.1988, Blaðsíða 28
190 LÆKNABLAÐIÐ Thoroddsen. Guðmundur Magnússon dó síðast á árinu 1924 og þá tók Guðmundur Thoroddsen við kirurgiunni svo að microscopian varð engin hjá okkur. Það var dálítið slæmt, því þegar við byrjuðum í pathologiu höfðum við aldrei séð neitt í normal histologiu. Þetta var þó millibilsástand sem lagaðist fljótt. Landspítalinn var samt ekki kominn þegar ég útskrifaðist 1930. Þín klíníska kennsla he/ur þá farið fram á Landakoti? Já. Þar hlupu undir bagga bæði Matthías Einarsson og Halldór Hansen, sem voru nokkurs konar prívat-dósentar. Við fengum klínikkur hjá þeim. Guðmundur Thoroddsen var þá líka á Landakoti, en Matthías hafði langflesta sjúklingana og var yfirlæknir. Að vísu var spítalinn það sem kallað var »opinn spítali« og læknar gátu lagt þar inn og stundað sína sjúklinga. En reyndin var sú, að flestir sjúklingar voru á Matthíasar vegum. Maður fékk þarna töluvert margar klinikkur. Jón Hjaltalín Sigurðsson kenndi medicin sem aukakennari, en hann var í Vín til þess að búa sig undir að taka við yfirlæknisstöðu á Landspítalanum. Björn Gunnlaugsson kenndi fyrir hann og hjá honum tók ég próf í medicin. Medicin þótti ekki svo merkileg grein á þessum tíma, að það væri ástæða til að hafa prófessor í henni? Nei, það var nú sjálfsagt sparnaður. Það voru bara tveir prófessorar í læknadeild þegar Háskólinn var stofnaður, hitt voru aukakennarar. Þeir nafnar Guðmundur Magnússon og Hannesson voru einir prófessorar. Við munum ekki margt úr eftirmælagreinum, en okkur langar þó að vita hvort þú kannast við þessi orð. Það var sagt um mann: »Kaffisopinn þótti honum góður; og neytti hann víns, sem sjaldan kom fyrir, þá neytti hann vins og var ekki hálfur í neinu«'). Já, ég kannast við þessi orð. Blessaður Guðmundur Hannesson! Þá urðu menn nú að kenna ýmislegt. Guðmundur kenndi um tíma gynækologiu, en annars var anatomian alltaf hans aðalfag og svo hygienan. Þar vann hann mikil verk á báðum sviðum. Hann gaf út heilbrigðisskýrslurnar í mörg ár og við höfum fengið í læknaminjasafnið heilmikið af spjöldum sem hann gerði í sambandi við það, línurit yfir 1) Úr eftirmælum Jóns Steffensen um Guðmund Hannesson. (Árbók Háskóla islands 1946). dánartölur, sjúkdóma og annað. Við eigum einnig þó nokkuð af teikningum hans úr anatomiu. Hann var ákaflega hagur í höndunum og setti upp preparöt sem voru mjög falleg. Hann kom úr Læknaskólanum og þá voru útvortis berklar og liðberklar mjög algengir. Ýmis preparöt, sem Guðmundur Hannesson tók við af nafna sínum Magnússyni setti hann upp. Það eru merkileg preparöt fyrir þann tíma, sem betur fer er nú liðinn. Þetta hirti ég úr Háskólanum þegar öllu var úthýst nema stúdentum í stríðinu og það verður geymt í Nesstofusafni. Guðmundur Hannesson var mikill áhugamaður um byggingarlist? Jú, jú, í sambandi við hygienukennsluna, skipulag bæja og húsaskipan. Við fórum þá stundum í spássertúra út í bæ að skoða hús í byggingu. Það var nú kannski ekki það sem ég var spenntastur fyrir, en ég var með og var vakandi í þeim málum líka. Það vekur athygli þegar blaðað er í gömlum árbókum Háskólans, að það var prófað í nokkru sem hét »verklegt« í handlœknisfrœði. Er þér nokkuð minnisstœtt um það? Það var eitt af því sem oft þurfti að bíða eftir. Við vorum aðeins þrír sem tókum próf þarna um miðjan vetur 1930, auk mín þeir Jón Karlsson og Stefán Guðnason. Við þurftum að bíða talsvert eftir viðfangsefninu í verklegri kirurgiu. Loksins fengum við svo fót sem hafði verið amputeraður á læri. Ég held að ástæðan hafi verið berklar. Að minnsta kosti voru beinin orðin ansi meyr. Ég man að ég fékk operation, aflimun ad modum Lisfranc í metatarso-tarsallið. Það gekk ágætlega, en beinin voru orðin það morkin að ég gat skorið í gegnum þau í stað þess að fylgja liðlínunni. En ég var svo samviskusamur að hafa orð á því að þetta væri víst ekki alveg í liðnum, sem ég hefði aldrei átt að orða. Ég man ekki hvað ég fékk út úr þessu. Þú fékkst 8 og það var langlægsta einkunnin þín. Það var eiginlega mér að kenna, að vera nokkuð að hafa orð á þessu. Þetta var svo mjúkt allt saman og hnífurinn gekk auðveldlega í gegnum beinið. Ég var orðinn kennari í deildinni, líklega 1938, þegar verkleg kirurgia var lögð niður. Það var svo erfitt að fá materialið að þetta var afnumið með lagaheimild. Sæmundur Bjarnhéðinsson hefur kennt þér? Já, hann kenndi lyfjafræði alveg frá því Háskólinn byrjaði. Við fórum einu sinni eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.