Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1990, Síða 15

Læknablaðið - 15.03.1990, Síða 15
LÆKNABLAÐIÐ 139 Table II. Cumulative percentages of 26 C. pylori strains inhibited by 16 selected agents at the concentrations indicated. Concentration (/ig/ml) Agent 0.015 0.03 0.06 0.125 0.25 0.5 1 2 4 8 16 32 64 Penicillin G . 38.5 53.8 76.9 92.3 96.2 96.2 96.2 96.2 100 Ampicillin . 34.6 57.7 73.1 88.5 96.2 96.2 96.2 100 Cephradine 3.8 26.9 61.5 80.8 84.6 84.6 92.3 96.2 100 Cefoxitin 3.8 7.7 50.0 80.8 88.5 92.3 96.2 100 Cefotaxime 15.4 30.8 69.2 88.5 96.2 100 Ceftriaxone . 3.8 7.7 23.1 38.5 61.5 84.6 96.2 100 Erythromycin 3.8 46.2 84.6 100 Azithromycin 15.4 73.1 96.2 100 Gentamicin 42.3 84.6 100 Tobramycin Trim./Sulfa 7.7 38.5 80.8 92.6 100 15.4 Chloramphenicol 50.0 100 Metronidazole 7.7 61.5 84.6 84.6 88.5 92.3 100 Bismuth subnitras *) Bismuth subnitras **).. 3.8 100 *) Diluted with 5 ml of 1 N HCI and 5 ml of distilled water. **) Diluted with 10 ml of 5 N HCI. virtist næmur í tilraunaglasi (in vitro) fyrir penisillíni, ampisillíni, erýtrómýsíni og asitrómýsíni, þar sem innan við 10% stofnanna þola styrkleika <0,25 /rg/ml. Fast á hæla þeirra koma kefalósporínlyfin (kefoxitín, kefótaxím og keftríaxón), amínóglýkósíðin (gentamísín og tóbramýsín). og klóramfenikól með 90% hammörk við styrkleikann <2//g/ml. Kefradín. sem er kefalósporín af fyrstu kynslóð, virðist hafa minni virkni en kefalósporín af annarri (kefoxitín) og þriðju (kefótaxím og keftríaxón) kynslóð, með 90% hammörk 8 /ig/ml. Metrónídasól hefur takmarkaða virkni og trímeþóprím- súlfameþoxasól enga fyrr en komið er upp í óraunhæfa styrkleika. UMRÆÐA Niðurstöður okkar eru sambærilegar við það, sem áður hefur verið lýst (14-21), sérstaklega þegar tekið er tillit til mismunandi skilmerkja hópanna við ákvörðun lokapunkts (ýmist heftur vöxtur eða enginn vöxtur). Rétt er að nefna sérstaklega asitrómýsín (azithromycin), sem er nýtt sýklalyf af flokki makrólíða og er enn á tilraunastigi. Ahrif þess á Campylobacter pylori hafa hingað til aðeins verið könnuð af Czinn og fieirum sem einnig komust að þeirri niðurstöðu að lyfið væri sérlega virkt: MIC 90=0,25 /tg/ml (19). Ekki tókst að sýna fram á bakteríudrepandi áhrif címetidíns og kemur það heim og saman við niðurstöður annarra (16, 18, 21). Rétt er þó að benda á, að einungis einn af C. pylori- stofnunum 26 (30B) óx ekki við styrkleikann 1024 //g/ml (u.þ.b. 1 mg/ml) af címetidíni þó viðmiðunarstofnamir tveir yxu óhindrað við fjórfaldan þann styrkleika. Ekki tókst okkur að sýna fram á nein bakteríudrepandi áhrif súkralfats. Andreasen og Andersen (21) sýndu hins vegar fram á væg bakteríudrepandi áhrif súkralfats með MIC 90 = 3200 pg/ml. Þeir leystu súkralfatið upp í 0,1 N HCl áður en það var þynnt í eimuðu vatni í endanlega styrkleika. Við notuðum ekki HCl og fengum þar af leiðandi ekki góða upplausn af lyfinu í þynningarröðinni og er það sennilega skýringin á þessum mismunandi niðurstöðum. »Bismuthi subnitras ad pulveres« krefst sérstakrar umfjöllunar. Bismút hefur lengi verið selt í lyfjabúðum sem lyf við magaóþægindum. Rannsóknir hafa sýnt fram á næmi C. pylori fyrir bismút í sjúklingum (22, 23) og í rannsóknarstofum (16, 17, 21, 24). Því miður gekk brösuglega að prófa næmi stofnanna fyrir bismúti, því hér á landi er aðeins selt basískt bismútnítrat (bismuthi subnitras) sem er óleysanlegt í vatni. Að lokum er rétt að leggja áherslu á að auðvitað gefa þessar niðurstöður aðeins vísbendingu um hvaða lyf megi nota til þess að eyða bakteríum í maga sjúklinga ef það er þá á annað borð talið ráðlegt.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.