Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1990, Síða 6

Læknablaðið - 15.04.1990, Síða 6
180 LÆKNABLAÐIÐ SJÚKLINGAR OG AÐFERÐIR Gagnasöfnun náði yfir tímabilið 01.01.1974 - 31.12.1983. Athugaðar voru sjúkraskrár allra sjúklinga sem höfðu fengið greininguna krabbamein í briskirtli á rannsóknartímabilinu. Ennfremur voru athugaðar aðgerðarlýsingar, krufningaskýrslur og niðurstöður vefjarannsókna þar sem þær lágu fyrir. Skrá yfir alla sjúklingana var svo borin saman við skrá Krabbameinsfélags Islands fyrir sama tímabil. I þeim tilfellum þar sem upplýsingar um dánardag var ekki að finna í sjúkraskrá var þeirra aflað frá Hagstofu íslands. Vefjasýni sem tekin höfðu verið hjá sjúklingunum voru endurskoðuð til að kanna hversu margir höfðu staðfesta greiningu með vefjarannsókn. Sjúklingar töldust hafa meinvörp ef klínísk merki fundust um það við kviðarholskönnun (explorative laparotomy), svo og ef þau fundust með öðrum rannsóknaraðferðum. Við mat á óeðlilegum blóðrannsóknum var stuðst við algengismörk rannsóknadeildar Borgarspítalans fyrir sama tímabil og rannsóknin náði til. Sjúklingar töldust hafa fituskitu ef upplýsingar voru í sjúkrasögu um ljósar hægðir. NIÐURSTÖÐUR Alls greindust 68 sjúklingar með krabbamein í briskirtli á Borgarspítalanum á tímabilinu. Þar af voru 32 karlar og 36 konur. Arlegur fjöldi greindra sjúklinga jókst ekki á tímabilinu (mynd 1). Meðalaldur við greiningu var 71,2 ár hjá öllum hópnum, 69,7 ár hjá körlum (aldursbil 51-95 ár), en 72,6 ár hjá konum (aldursbil 43-89 ár). Tæplega 70% sjúklinganna voru á aldursbilinu 65-85 ára. Kviðarholskönnun var algengasta greiningaraðferðin. Alls gekkst 61 sjúklingur (89,7%) undir kviðarholskönnun. Ómskoðun eða tölvusneiðmyndun voru hvor um sig notaðar til greiningar hjá 5 sjúklingum (7,4%). Holsjár-röntgenmyndun af gallgöngum og brisrás var beitt hjá þremur sjúklingum (4,4%) og einn sjúklingur greindist við krufningu (1,5%) (tafla I). Ef fleiri en einni aðferð var beitt við greiningu sjúkdómsins töldust þær allar til greiningaraðferða. Krufningar töldust þó ekki með nema í því eina tilfelli þar sem sjúkdómurinn greindist fyrst við krufningu. Fig. 1. Number of patients diagnosed yearly at the Reykjavik City Hospital 1974 to 1983 with pancreatic carcinoma. □ Location undetermined Fig. 2. Location of tumor within the pancreas. Table I. Diagnostic procedures. N (%) Explorative laparotomy.............. 61 (89,7) Ultrasonography........................ 5 (7,4) Computerized Tomography................ 5 (7,4) Endoscopic Retrograde Cholangiopancreatography (ERCP).. 3 (4,4)' Autopsy................................ 1 (1,5) Table II. Metastases. N (%) Yes 45 (66,2) No 13 (19,1) No information 10 (14,7) Alls hafði 51 sjúklingur (75,0%) staðfesta greiningu með vefjasýni og höfðu 50 kirtilkrabbamein, en einn sjúklingur var með æxli vaxið út frá Langerhanseyjum (insulinoma). Algengast var að æxli væri staðsett í höfði kirtilsins eða hjá 29 (42,6%), en hjá 16

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.