Læknablaðið - 15.04.1990, Side 11
LÆKNABLAÐIÐ
185
NABLAÐIÐ
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
Læknafclag íslands og
H Læknafélag Rcvkjavikur
LTR
76. ARG. - APRIL 1990
Ásgeir Theodórs (1, 2), Davíö O. Arnar (2)
KRABBAMEIN í BRISKIRTLI
Greiningaraöferðir
Á undanfömum tveimur áratugum hafa komið
fram nýjar rannsóknaraðferðir sem nýst hafa
til athugunar á briskirtlinum. Með ómskoðun,
tölvusneiðmyndun, holsjár-röntgenmyndun af
gallgöngum og brisrás, (ERCP - endoscopic
retrograde cholangiopancreatography), auk
annarra enn nýrri rannsóknaraðferða, er nú
mögulegt að skoða briskirtilinn með meiri
nákvæmni en áður.
Áður fyrr greindist briskirtilskrabbamein
aðallega með kviðarholskönnun (explorative
laparotomy) (1), en með nýrri og
inngripsminni greiningaraðferðum
hefur skapast möguleiki að greina
briskirtilskrabbamein fyrr. Enn hefur þó ekki
tekist að stytta tímann frá upphafi einkenna að
greiningu né auka lífsmöguleika (2).
Einkenni sjúklinga með krabbamein í
briskirtli eru ósértæk og geta bent til ýmissa
sjúkdóma í meltingarvegi. Hækkun getur
komið fram á blóðsykri, amýlasi og lípasi
en niðurstöðumar eru ósértækar og greina
ekki á milli góðkynja og illkynja sjúkdóma
í briskirtli. Sama má fullyrða um alkalískan
fosfatasa, ALAT, ASAT og bílírúbín (3).
Niðurstöður þessara rannsókna geta þó gefið
tilefni til ítarlegri athugunar á briskirtli með
öðrum rannsóknaraðferðum.
Frá lyflækningadeild Borgarspítala (1), lyflaekningadeild St.
Jósefsspítala í Hafnarfiröi (2).
Yfirlitsmynd af kviðarholi er lítt gagnleg
til greiningar á briskirtilskrabbameini nema
í tilfellum þar sem fyrirferðaraukning í
kirtlinum er það mikil að hún veldur tilfærslu
á aðliggjandi líffærum. Nákvæmni (diagnostic
accuracy) tvískuggaefnisrannsóknar af maga
og skeifugöm er aðeins um það bil 50%, ef
æxli er í höfði briskirtilsins, en æxli í bol og
hala er erfitt að greina með þessari aðferð (4).
Starfrænar rannsóknir á briskirtli (pancreatic
functions tests) hafa fallið í skuggann af nýrri
rannóknaraðferðum og verður ekki fjallað um
þær frekar. Æðamyndun getur verið hjálpleg
til að meta hvort æxli er skurðtækt.
Omskoðun er góð rannsóknaraðferð til
greiningar á sjúkdómum í briskirtli. Með
ómskoðun er mögulegt að meta stærð, útlínur
og þéttleika kirtilsins. Kostir ómskoðunar em
meðal annars að rannsóknin er ódýr, fljótleg,
aðgengileg og óþægindalaus fyrir sjúklinginn.
Rannsóknin krefst hins vegar töluverðrar
hæfni og þjálfunar þeirra sem framkvæma
hana. Loft í þörmum, vökvi í kviðarholi, fita
og samvextir eftir skurðaðgerðir geta truflað
rannsóknina. Grannholda einstaklingar em
hentugri til ómskoðunar en feitir. Omskoðun
af briskirtli mistekst í allt að 10% tilfella
og í um 20% tilfella er rannsóknin að hluta
ófullnægjandi (5). Með aðstoð ómskoðunar
er mögulegt að gera fínnálarástungu og ná
vefjasýni úr því svæði briskirtilsins sem er
grunsamlegt fyrir æxlisvöxt. Aukaverkanir
fínnálarástungu em fáar, en dreifingu á
æxlisfrumum í kjölfar hennar hefur verið lýst
(6).
Með tölvusneiðmyndun er kleift að greina á
milli mismunandi þéttleika æxlisvefjar annars
vegar og eðlilegs brisvefjar hins vegar. Með
þessu móti má greina æxli sem er allt niður í
1 cm í þvermál. Gera má fínnálarástungu með
aðstoð tölvusneiðmyndar eins og áður hefur
verið lýst með ómskoðun (6). Ofullnægjandi
rannsóknir eru færri en við ómskoðun og
tölvusneiðmyndun hentar yfirleitt betur við
athugun á feitu fólki. Rannóknin er hins
vegar dýrari, veldur geislun og er víða ekki
eins aðgengileg og ómskoðun (7). Næmi
(sensitivity) og nákvæmni ómskoðunar og
tölvusneiðmyndunar er sambærileg (um 80%)
við greiningu á æxlum í briskirtli (2,5).
Langflest illkynja æxli í briskirtli eru
vaxin frá brisgangaþekju og hefur holsjár-