Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1990, Qupperneq 12

Læknablaðið - 15.04.1990, Qupperneq 12
186 LÆKNABLAÐIÐ röntgenmyndun af gallgöngum og brisrás mest næmi (80-95%) rannsóknaraðferða til að greina þennan sjúkdóm (8). Rannsóknin er framkvæmd þannig að holsjá (endoscope) er rennt niður í skeifugöm að totu Vateris. Síðan er farið með hollegg um sérstakan gang í holsjánni og hann þræddur inn í totuna. Skuggaefni er sprautað inn í brisrásina og fylgst með fyllingu hennar á skyggnimagnara og röntgenmyndir teknar. Sams konar athugun er síðan framkvæmd á gallgöngum. Um leið og þessi rannsókn er framkvæmd er einnig mögulegt að taka vefjasýni í gegnum holsjána, soga upp brissafa og bursta gallganga og brisrás að innan til að ná sýni til frumuskoðunar. Fylgikvillar koma fyrir í um 10% rannsókna, en algengustu fylgikvillamir eru bráð briskirtilsbólga og sýkingar í gallgöngum (8). Röntgenmyndun af gallgöngum með lifrarástungu (PTC - percutaneous transhepatic cholangiography) er gagnleg rannsókn ef sýnt hefur verið fram á útvíkkun á gallgöngum með öðrum rannsóknaraðferðum, til dæmis ómskoðun (9). Með þessari rannsóknaraðferð er mögulegt að staðsetja þrengsli í gallrás (ductus choledochus), en stundum reynist erfitt að greina orsakir þrengslanna með þessari aðferð. Holsjárómskoðun (endoscopic ultrasonography) er rannsóknaraðferð sem miklar vonir eru bundnar við til greiningar á sjúkdómum í briskirtli og gallrás, meðal annars æxlum. Holsjá með viðtengdum ómkanna er komið fyrir í maga eða skeifugöm sjúklings, nálægt briskirtli og hljóðbylgjum beint að kirtlinum. Með þessu móti hefur tekist að fá nákvæmar myndir af briskirtlinum og umhverfi hans. Minna er um ófullkomnar rannsóknir vegna þarmalofts ef borið er saman við hefðbundna ómskoðun (11). Fínnálarástunga er möguleg með aðstoð þessarar tækni (12). Segulómun (MRI - magnetic resonance imaging) er nýleg tækni í geislagreiningu. Þessi rannsóknartækni virðist ennþá hafa lítið fram yfir ómskoðun eða tölvusneiðmyndun við rannsókn á líffærum í kviðarholi (13). Skoðun með kviðarholsjá (laparoscopy) er vel kunn en hefur lítið verið beitt til greiningar briskirtilskrabbameins og ákvörðunar á útbreiðslu þess. í nýlegri afturvirkri athugun kom í ljós að rannsóknin er nákvæmari en ómskoðun og tölvusneiðmyndun til greiningar á meinvörpum í lífhimnu og netju (14). Þrátt fyrir miklar athuganir hefur ekki tekist að finna æxlisvísi (tumor marker) sem er nægilega sérhæfður eða næmur til geiningar á briskirtilskrabbameini. Fjölmargir æxlisvísar hafa verið rannsakaðir þar á meðal CEA (carcinoembryonic antigen), CA 19-9 (carbohydrate antigen 19-9), galaktósýltransferasi ísóensím II, TPA (tissue polypeptide antigen), alfa-fetó prótín auk annarra (5, 15, 16). Þessir æxlisvísar hafa mælst hækkaðir hjá breytilegum fjölda sjúklinga sem hafa krabbamein í briskirtli en geta einnig verið hækkaðir við ýmsa aðra góðkynja og illkynja sjúkdóma. Af framansögðu má álykta að sé grunur um æxli í briskirtli er ómskoðun hentug sem fyrsta rannsóknarðaðferð. Takist ekki að meta briskirtilinn að fullu með ómskoðun, eða ef viðbótarupplýsinga er þörf, kemur tölvusneiðmyndun til greina. Holsjárröntgenmyndun af gallgöngum og brisrás kemur einnig til álita í kjölfar ómskoðunar eða tölvusneiðmyndunar, ef sjúkdómsgreining er enn óljós. Sé æxli staðfest getur skoðun með kviðarholsjá gefið frekari upplýsingar um útbreiðslu æxlisins og komið í stað viðameiri kviðarholskönnunar. Holsjárómskoðun er rannsóknaraðferð sem lofar góðu. Líklegt er að henni verði beitt í ríkari mæli í framtíðinni til greiningar á briskirtilskrabbameini. HEIMILDIR 1. Reed K, Vose PC, Jarstfer BS. Pancreatic cancer: 30 year review (1947-1977). Am J Surg 1979; 138: 929- 33. 2. Greer SD, Seat SG, Strum WB. Pancreatic cancer: Imaging sensitivity and survival. Dig Dis Sci 1988; 6: 87-90. 3. Fitzgerald PJ, Fortner JG, Watson RC et al. The value of diagnostic aids in detecting pancreas cancer. Cancer 1978; 41: 868-79. 4. Perez CA, Powers WE, Holtz S, Spjut HG. Roentgenologic - pathologic correlation of resectable carcinoma of the pancreatico-duodenal region. Am J Roentgenol 1965; 94: 438-42. 5. Di Magno ED. Diagnosis of pancreatic cancer. Medical Clinics of North America 1988; 72: 985-92. 6. Ferrucci JR Jr, Wittenberg J, Muller PR et al. Diagnosis of abdominal malignancy by radiologic fine-needle aspiration biopsy. Am J Roentgenol 1980; 134: 332-3. 7. Paivansalo M, Lahde S. Ultrasonography and computed tomography in pancreatic malignancy. Acta Radiol 1988; 29: 343-4.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.