Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.04.1990, Blaðsíða 18
190 LÆKNABLAÐIÐ en hafði verið einkennalaus frá hjarta. Árið þar á eftir leggst hann aftur inn á sama spítala vegna mæði og yfirliða og óreglulegs hjartsláttar sem hjartalínurit sýndi að var gáttatif. Eftir stutta legu var gerð rafvending með góðum árangri. Var hann einkennalaus frá hjarta í tvö ár lyfjalaus en lagðist síðan tvívegis inn sama árið með gáttatif og var í bæði skiptin gerð rafvending með góðum árangri. Hann hefur síðan verið einkennalaus frá hjarta og verið án lyfja og við skoðun fyrir ári var ekkert sérstakt að finna. Hjartalínurit sýndi þá sínustakt, aukaslög frá gátt, fyrstu gráðu gáttasleglarof og vægar leiðslutruflanir frá sleglaskipt. Omskoðun á hjarta sýndi væga stækkun á vinstri gátt og á vinstri slegli en með góðum sleglasamdrætti. Engin merki sáust um aðþrengjandi gollurshússbólgu. Blóðrannsóknir, meðal annars skjaldkirtilspróf, hafa verið eðlileg. Sjúkratilvik 2. Rúmlega tvítug stúlka var lögð inn á lyflækningadeild FSA fyrir níu árum vegna hjartsláttaróreglu. Var þá ár liðið frá upphafi veikinda bróður hennar sem getið er um hér á undan. Hún var þunguð, gengin 12- 14 vikur, með tveggja daga sögu um hraðan hjartslátt, úthaldsleysi og mæði. Hún gaf sögu um hjartsláttaróregluköst frá 12 ára aldri sem stóðu stutt í hvert skipti, en höfðu aldrei verið greind af læknum. Að öðru leyti verið heilsuhraust og aldrei á sjúkrahús komið. Hjartalínurit sýndi gáttatif og um 120 slög á mínútu. Röntgenmynd af hjarta og lungum sýndi hjartaskugga í efri mörkum og þótti útlína hægri gáttar áberandi. Hún var sett á dígoxín og höfð í eftirliti fram yfir meðgöngu. Síðla sama ár var gerð rafvending eftir blóðþynningu og fór stúlkan í sínustakt. Hún leitaði ekki til lækna næstu tvö árin vegna einkenna frá hjarta en á fjögurra ára tímabili þar á eftir var hún ellefu sinnum lögð inn á lyflækningadeild FSA vegna gáttatifs og iðulega gerð hjá henni rafvending og hélst hún við það í sínustakti um tíma. Tvisvar sinnum var gerð rafvending hjá henni þungaðri og gekk það vel. Fyrir tveimur árum var hún lögð inn brátt í kjölfar meðvitundarleysis sem stóð í nokkrar mínútur og fannst þá ekki hjá henni púls en við komu á sjúkrahúsið var hún í gáttatifi. Enn var gerð rafvending, en fimm mánuðum síðar og aftur ári síðar, kom hún inn brátt eftir yfirlið og var í gáttatifi við komu. Ómskoðanir af hjarta hafa sýnt stærð vinstri gáttar í efri mörkum. Skjaldkirtilspróf og önnur blóðpróf hafa verið eðlileg. Gerð var raflífeðlisfræðileg rannsókn á hjarta og var niðurstaðan að virkni sínushnútar væri eðlileg og ekki væri um neinar aukabrautir að ræða. Aukin ertni var í gáttum, ef til vill áhrif dígoxíns, og tilhneiging til gáttatifs var til staðar. Dígitalis var talið óhentugt lyf samkvæmt þessari rannsókn. Hún hefur síðan verið á sótalolol og dísópýramíd og hefur haldist í sínustakti. Sjúkratilvik 3. Þrítugur karlmaður, elsti bróðir stúlkunnar og drengsins sem sagt er frá hér á undan var lagður inn á lyflækningadeild FSA fyrir átta árum vegna gáttatifs, sem fram kom á hjartalínuriti sem tekið var hjá heimilislækni. Þá voru tvö ár liðin frá upphafi veikinda bróður hans og eitt ár liðið frá því að systir hans lagðist inn á sama spítala vegna hjartsláttaróreglu. Hann hafði undanfarinn mánuð fyrir innlögn fundið fyrir erfiðleikum við andardrátt, að fylla lungun lofti eins og hann orðaði það. Hann neitaði einkennum frá hjarta, en í skýrslum spítalans fannst, að hann hafði tólf árum áður leitað til læknis vegna stingverkja í brjósti og hafi þá við hjartahlustun haft systolískt óhljóð meðfram vinstri rönd bringubeins og áberandi hægri gátt á röntgenmynd. Að öðru leyti hafði hann verið heilsuhraustur um ævina. Skoðun leiddi ekkert athugavert í ljós en hjartalínurit sýndi gáttatif um 60 slög á mínútu. Fimm árum síðar fór hann aftur í gáttatif en hafði þá um langt skeið verið einkennalaus frá hjarta án lyfja. Gerð var rafvending og hélst hann síðan einkennalaus í tvö ár en þá var hann lagður inn á handlækningadeild með kviðverki, og vaknaði grunur um blóðrek til kviðarholslíffæra. Hann hefur farið tvívegis í gáttatif á síðastliðnu ári þrátt fyrir lyfjameðferð, en farið í reglulegan takt eftir rafvendingar og haldist í sínustakti á dígoxín og litlum skammti af amíodarón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.