Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1990, Page 20

Læknablaðið - 15.04.1990, Page 20
192 LÆKNABLAÐIÐ í Framingham rannsókninni (1) reyndust í úrtaki rúmlega fimm þúsund einstaklinga á ■ aldrinum 30-62 ára 0.25% hafa viðvarandi gáttatif í upphafi rannsóknar. Nýgengi var um tveir á 1000 á rúmlega tuttugu árum í yngsta aldursflokknum (25-34 ára) en rúmlega 30 á 1000 á rúmlega tuttugu árum í elsta aldursflokknum (55-64 ára). Koma þessar tölur vel heim og saman við athugun sem gerð var hérlendis á úrtaki 9076 einstaklinga á aldrinum 32 - 64 ára, þar sem 0.28% voru með gáttatif (5). Orsakir gáttatifs eru fjölmargar. Míturlokusjúkdómar, oftast sem seinfylgikvilli gigtsóttar, hjartasjúkdómar vegna háþrýstings og blóðþurrðarsjúkdómar í hjarta eru samkvæmt nýlegum rannsóknum þrjár algengustu orsakimar (1). Hjartavöðvasjúkdómar af óþekktum orsökum, hjartavöðva- og gollurshússbólgur, sem og brátt hjartadrep og blóðreksstífla í lungum valda einnig tímabundnu eða varanlegu gáttatifi (6-8). Meðfæddum hjartagöllum, einkum rofi á gáttaskipt, fylgir oft gáttatif. Skjaldeitrun er nokkuð algeng orsök gáttatifs og auk þess geta ýmsar tímabundnar raskanir á eðlilegri líkamsstarfsemi, svo sem efnaskiptatruflanir og áfengisnotkun valdið gáttatifi (7, 9). Gáttatif hefur ekki verið talið til ættgengra sjúkdóma, en þó hefur verið lýst fjölskyldum þar sem leitt er líkum að því, að um ættgengi sé að ræða (10-16). Hefur það oftast verið án framkominna sjúkdóma, ýmist langvarandi eða tímabundið. I nýlegri grein hefur verið bent á hugsanlega fylgni ákveðinna vefjaflokka og gáttatifs (17). Hvorugt foreldra systkinanna, sem hér um ræðir, er með gáttatif og tíðni þess í fjölskyldunni virðist ekki meiri en ætla mætti út frá algengi þessarar hjartsláttaróreglu. Hér virðist því ekki um ættgengi að ræða. Fróðlegt verður þó að fylgja þessum tilfellum eftir og afkomendum þeirra m.t.t. hugsanlegrar ættgengi og jafnframt að fá vefjaflokkun á þeim. Þegar gáttatif finnst hjá einstaklingi, sem hefur ekki haft hjartasjúkdóm, háþrýsting eða annan þann kvilla, sem þekktur er af því að valda slíkri truflun, er það ýmist nefnt gáttatif af óþekktum orsökum eða góðkynja gáttatif. A enskri tungu nefnist það »lone atrial fibrillation« (LAF). Af þeim sem greinast með gáttatif hafa um 2.7-11% verið taldir hafa LAF (18, 19). Nokkur atriði eru einkennandi fyrir LAF. Meirihluti þeirra sem teljast hafa LAF eru karlmenn og oft er þetta tiltölulega ungt fólk (18). Venjulega er fremur hægur sleglasláttur eða sjaldnast yfir 100 slög á rnínútu. Areynsla eykur hins vegar oft mjög slátt slegla hjá einstaklingum með gáttatif og veldur það oftast einu einkennum LAF, þ.e. óþægilegum hjartslætti og öðrum einkennum við áreynslu (20). Horfur góðkynja gáttatifs eru yfirleitt taldar góðar en á undanfömum árum hafa hins vegar birst niðurstöður tveggja stórra rannsókna, sem greinir á um hvort LAF beri með sér aukna áhættu fyrir einstakling að fá blóðsegareka til heila (18, 19). Tvö af systkinunum, sem hér um ræðir, hljóta samkvæmt skilgreiningu greininguna góðkynja gáttatif, enda hefur ekki fundist hjá þeim hjartasjúkdómur né önnur þekkt orsök hjartsláttaróreglunnar. Yngsti bróðirinn greindist með gáttatif fyrstur systkinanna. Þá var hann með nokkuð greinileg merki hjartavöðvabólgu í kjölfar efri loftvegasýkingar, mæði, hjartsláttartruflun, stækkaðan hjartaskugga á röntgenmynd og ósértækar ST- og T-breytingar á hjartalínuriti. Vitað er að bólgusjúkdómar í vöðvalagi og gollurshúsi hjartans valda gáttatifi og fleiri hjartsláttartruflunum, þó að sjaldnast verði þær viðvarandi (6, 21). Sumir telja, að gollurshússbólga ein valdi ekki tmflun á hjartslætti (22, 23). Samfara veirusýkingu í gollurshúsi nær bólga oft í vöðvalagið enda eru þessi tvö lög gjaman bæði undirlögð, ef annað sýkist og því oft talað um hjarta-og gollursbólgu (myopericarditis) (24). Hjartavöðvabólga er erfið í greiningu og orsök hennar finnst fremur sjaldan. Enda þótt hún geti verið alvarlegur sjúkdómur hjá sumurn aldurshópum, er slík bólga stundum einkennalítil hjá unglingum og ungu fólki (24,25,29). Þá getur ógreind hjartavöðvabólga orsakað hjartsláttaróreglu í að því er virðist heilbrigðu hjarta. (26). Hjartavöðvabólga gengur yfirleitt yfir án

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.