Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1990, Qupperneq 26

Læknablaðið - 15.04.1990, Qupperneq 26
198 LÆKNABLAÐIÐ Þessi tegund heilaáverka kemst næst útbreiddu heilamari hvað alvarleika snertir (tafla V). Mjög hátt hlutfall þessara sjúklinga (66%) var í dái eða dauðadái við komu og batahorfur eru almennt séð mjög slæmar því mikill meirihluti dó eða hlaut mjög alvarleg eftirköst (71%). Gerð var aðgerð á 28 sjúklingum af 41. Þar af lifðu 16. Engin aðgerð var gerð á 13 sjúklingum vegna lélegs ástands þeirra (dauðvona) og dóu þeir allir. UTANBASTSBLÆÐING Utanbastsblæðing er bæði þekktust og skurðtækust af þessum áverkum. Samt greinist hún oft of seint og árangur af meðferð virðist því víða vera frekar slakur. Ekki er þetta algengur áverki því hann kemur aðeins fyrir hjá um 1% þeirra sem lagðir eru inn á spítala vegna höfuðáverka eða að minnsta kosti helmingi sjaldnar en bráð innanbastsblæðing. Áður fyrr var þessu þveröfugt farið og utanbastsblæðing hlutfallslega mun algengari, en þetta var fyrir daga bílanna. Sprunga kemur í höfuðkúpuna og rífur mengisslagæð. Oftast gerist þetta í gagnaugasvæðinu og miðmengisslagæðin rifnar. Eftir því sem blóðkökkurinn stækkar losnar heilabastið frá og þrýstingurinn inni í höfðinu eykst. Sjúklingnum hrakar og hann missir smám saman meðvitund. Ljósop verða misvíð í fyrstu og síðan bæði fullvíð og ljósstíf. Sjúklingurinn stífnar allur upp (decortication, decerebration) andar óreglulega og breytingar verða á púlsi og blóðþrýstingi. Heilaskemmdir eru nú orðnar miklar og að því kemur að sjúklingurinn deyr. Allir eiga að þekkja hinn sígilda gang þessa sjúkdóms og grípa inn í áður en sjúklingnum versnar. Því miður er sjúkdómsmyndin samt stundum önnur og gangurinn annar. Talið er að dæmigerð saga sé jafnvel aðeins í um 10% tilfella (15). í allt að 60% tilfella er í upphafi um sáralitlar heilaskemmdir að ræða þar sem sjúklingurinn hefur annaðhvort aðeins vankast eða missst meðvitund stutta stund. Skýrleikabil (lucid interval) er í 20% tilfella. I 20% tilfella hefur hann verið meðvitundarlítill við komu og jafnoft meðvitundarlaus. Oftast nær er um höfuðkúpubrot að ræða og venjulega í gagnaugasvæðinu. Table V. Acute subdural haematoma. Admissions to the ICU, City Hospital, Reykjavik, lceland 1973-1980. Patients Adults 39 (29/10) Children 2 (2/0) 41 Causes Falls 21 Traffic accidents 17 Accidental blows 1 Assault 1 Sport 1 41 Consciousness Awake 0 Somnolent or stuporous .... 6 Semicomatous 8 Comatous 15 Deeply comatous 12 41 Fractures Linear 28 Depressed 3 31 Other injuries 19 Operations 28 Recovery Good 8 Moderate 4 Severe disability 4 Dead 25 41 Table VI. Epidural haematoma. Admissions to the ICU, City Hospital, Reykjavik, lceland 1973-1980. Patients Adults........................... 10 (9/1) Children.......................... 4 (3/1) 14 Causes Falls............................. 7 Traffic accidents................. 2 Accidental blows.................. 2 Assault........................... 2 Other............................. 1 14 Consciousness Awake ............................ 1 Somnolent or stuporous............ 5 Semicomatous...................... 5 Comatous.......................... 2 Deeply comatous................... 1 14 Fractures Linear............................ 8 Depressed......................... 3 11 Other injuries ................. 3 Operations...................... 13 Recovery Good ............................ 12 Severe disability................. 1 Dead ............................. 1 14 Blæðingin er í 70% tilfella í öðru gagnaugasvæðinu eða þar upp af. Blæðingin er annars staðar, þ.e. í enni, hnakka eða yfir litla heila í 5-10% tilfella, hver staður um sig.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.