Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1990, Síða 32

Læknablaðið - 15.04.1990, Síða 32
204 LÆKNABLAÐIÐ geymslutími blóðs og þar með takmarkað magn blóðs, sem vinna má með þessu móti. Með tilkomu svokallaðrar frystigeymslu (cryoconservation), sem felst í því að rauð blóðkom eru skilin frá blóðvökvanum strax eftir töku, blönduð glýcerín-sorbit lausn og geymd í fljótandi köfnunarefni, má auka notagildi aðferðarinnar verulega. I flestum tilvikum er enn sem komið er sá möguleiki einn fyrir hendi að geyma blóð upp á gamla mátann, en samkvæmt honum er geymsluþol við +4°C 30-35 dagar (13). Sé sjúklingi dregið blóð, sem svarar einni einingu á viku nást þrjár til fjórar einingar fyrir aðgerð. Með svokallaðri Bocksprung- eða leapfrog- aðferð má ná í fleiri tiltölulega ferskari blóðeiningar. Við aðra blóðtöku eru sjúklingi gefin aftur rauðu blóðkornin sem dregin voru við fyrstu blóðtöku, og í staðinn dregnar tvær einingar. í þriðja skiptið eru dregnar tvær einingar og ein þeirra eldri gefin aftur. Sami háttur er hafður á í fjórða skiptið, og með þessu móti má ná í fjórar einingar rauðra blóðkoma og sjö einingar blóðvökva (plasma) fyrir aðgerð. Til að hægt sé að nota þessa möguleika verður blóðrauðamagn að vera meira eða samsvara 11,5 g%, eða blóðkomaskil (hematocrit) meiri en 30- 35%. Aðrar frábendingar eru: Allar tegundir himnu- og hvatagalla rauðra blóðkoma, blóðrauðakvillar, sjálfnæmis rauðaleysandi blóðskortur (autoimmune hemolytic anemia) eða aðrar tegundir blóðrauðaskorts (14-16). (Sjá töflu II.) Frábendingar við eiginblóðgjöf. 7.2 Gjöf blóðs, sem unnið er í aðgerð (Cell saver) Hér er um þá aðferð að ræða, þar sem öllu blóði er bjargað í aðgerð. Blóði sem venjulega Tafla II. Frábendingar eiginblóðgjafar. Blóörauöamagn 11.5 gr% (blóökornaskil 35%) Allir himnu- og hvatagallar rauöra blóðkorna Hjartabilun Ósæöarlokuþrenging Óstööug hjartaöng > 70% þrenging á kransæöa höfuðstofni Allar bráöar sýkingar Svæsnir lungnasjúkdómar Engin frábending: Aldur, lyf, illkynja sjúkdómar, langvarandi sýkingar s.s. lifrarbólguvírus og eyöni fer í »ruslasogið«, er safnað í dauðhreinsað sog. Það þvegið, skilið og rauðu blóðkomin gefin sjúklingi aftur. Með þessu móti má hindra verulegt tap rauðra blóðkoma, en blóðflögur og blóðvökvi fer forgörðum (17- 19). Þessa aðferð má nota við allar hreinar aðgerðir, svo sem hjartaaðgerðir, æðaaðgerðir, bæklunarlækningaaðgerðir og fleiri. Hún hefur einnig reynst vel við allar bráðaaðgerðir, þar sem ekki hefur unnist tími til að ná í passandi blóð fyrir sjúkling eða þar sem um sjaldgæfa blóðflokka er að ræða. Ekki þykir rétt að beita þessari aðferð í aðgerðum á illkynja æxlum (20). 1.3 Blóðtaka í eða rétt fyrir aðgerð (Normovolumic hemodilution) Aðferð þessari lýstu Messmer og félagar í byrjun áttunda áratugarins (21, 22) en hún felst í því, að við innleiðslu svæfingar eru sjúklingi dregnir 1000-2000 ml blóðs (ræðst af blóðrauða og/eða blóðkomaskili), en blóðtapið jafnan bætt með kristallalausn (til dæmis Ringer lactat eða HES-hydroxylmethylstarch), til að viðhalda svokölluðu hófvökvamagni (normovolumic). Blóðið sem dregið er geymist í venjulegum blóðgjafapokum við stofuhita og er síðan gefið í lok aðgerðar, eftir að blóðstilling (hemostasis) hefur átt sér stað (23). 1.4 Gjöf kerablóðs (Autologous retransfusion) Kerablóð, sem safnað er í lokað og dauðhreinsað kerakerfi, má gefa sjúklingi aftur. Þessari aðferð hefur verið beitt í vaxandi mæli á síðustu árum, einkanlega í hjartaskurðlækningum. Schaff og félagar (24, 25) lýstu þessari aðferð 1978 og skýrðu jafnframt frá því að óþarft væri að gefa storkuvara út í kerann, þar sem aftrefjun (defibrination) hafi átt sér stað við snertingu blóðs og gollurshúss. Helsti ókostur þessarar aðferðar er talinn aukið magn frjáls blóðrauða í kerablóðinu (26). 2. BLÓÐVÖKVATAKA (Plasmapheresis) OG EIGINGJÖF BLÓÐVÖKVA Þessari aðferð skyldi beitt við allar valaðgerðir, þar sem búast má við blóðtapi. Hún felst í því, að fyrir aðgerð er blóð dregið, strax eftir töku þess er það skilið og rauðu blóðkomin gefin aftur ásamt kristallalausn til að forðast aukinn blóðstyrk. Blóðvökvinn

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.