Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1990, Side 41

Læknablaðið - 15.04.1990, Side 41
LÆKNABLAÐIÐ 1990;76:211-216 211 Karl G. Kristinsson UM SÝKLALYF, SÝKLALYFJAMÆLINGAR OG TÚLKUN NÆMISPRÓFA INNGANGUR Aðeins fáir sýklar eru alltaf næmir fyrir ákveðnum sýklalyfjum og fer þeim fækkandi. Sem dæmi má nefna Neisseria meningitidis og S. pyogenes (/3-hemólýtískir streptókokkar af grúppu A) sent enn eru nærnir fyrir penisillíni og loftfælnar bakteríur næmar fyrir metrónídasóli. Reglan er hins vegar sú að næmi sýkla er breytilegt og meðal annars háð því hvar og hvenær sýkillinn hefur fundist (1). Næmispróf eru þess vegna nauðsynleg til stuðnings við val á sýklalyfjum og til þess að afla faraldsfræðilegra upplýsinga um útbreiðslu fjölónæmra sýkla. Þegar ákvarða skal næmi sýkils fyrir ákveðnu lyfi þarf að niiða við þann styrk sent sýklalyfið getur náð í vefjum mannslíkamans án eiturverkana. Heftist vöxtur sýkils við lyfjastyrk sem auðveldlega næst í vefjum líkamans, ætti sýkillinn að teljast næmur fyrir lyfinu, annars ekki. Sýklalyf dreifast misjafnlega um vefi líkamans, en venjulegur styrkur lyfjanna í blóði er notaður til viðmiðunar fyrir næmispróf. Þetta þýðir að baktería getur verið flokkuð næm fyrir lyfi (þ.e. í blóði), þótt lyfið nái ekki lækningalegri þéttni í öðrum vefjum, til dæmis í miðtaugakerfinu. Hins vegar ná lyf, sem útskiljast í þvagi, oft mun hærri styrk þar en í blóði og geta þess vegna náð þar lækningalegri þéttni, þótt þau séu flokkuð sem illa næm (eða jafnvel ónæm). Aður en sýklalyf er valið þarf því að hafa í huga sýkingarstað, dreifingu sýklalyfsins og næmi. Að þessu leyti er sýklalyfjameðferð flóknari en önnur lyfjameðferð. AÐFERÐIR TIL NÆMISPRÓFA Margar aðferðir eru til við framkvæmd næmisprófa. Algengust eru svokölluð skífupróf (disc diffusion tests), sem eru gerð Frá sýkladeild Landspítalans. á föstu æti (agar) en nákvæmari eru próf þar sem mældur er lægsti styrkur sem heftir vöxt bakteríanna, lágmarksheftistyrkur (MIC = minimum inhibitory concentration). 1. Lágmarksheftistyrkur, LHS (MIC). Lágmarksheftistyrkur er lægsti styrkur sýklalyfs sem heftir vöxt sýkils. Hann er fundinn með því að sá sýklinum í röð æta með vaxandi styrk viðkomandi sýklalyfs. Ætin geta verið fljótandi (broth dilution) eða föst (agar dilution). Venjulega eru notaðar þynningarraðir þar sem sýklalyfjastyrkurinn lmg/1 kemur fyrir (til dæmis 0.25, 0.5, 1.0, 2.0, 4.0 og svo framvegis). Fljótandi æti eru venjulega notuð þegar mæla þarf lágmarksheftistyrk fárra sýklastofna. LHS er þá hæsta þynning sýklalyfsins þar sem broðið helst tært (enginn vöxtur). Kostur þess að mæla LHS í broði er, að þá má einnig fá upplýsingar um lágmarksbanastyrk, LBS (MBC) (sýklalyf geta heft vöxt baktería án þess að drepa þær, en lágmarksbanastyrkur er lægsti styrkur sýklalyfs sem drepur sýkilinn). Það er gert með því að sá úr tæru broðunum á agarskálar. Vaxi sýklamir á skálinni hafa þeir ekki drepist, en vaxi þeir ekki er gert ráð fyrir að þeir hafi drepist. Þessi aðferð við mælingu á LHS er tímafrek og dýr og þurfi að athuga marga stofna er þægilegra að nota þynningarraðir sýklalyfsins í agar. Hver agarskál inniheldur þá aðeins einn styrk, en á hana má sá 1- 30 sýklastofnum. LHS er þá hæsta þynning sýklalyfs í agar þar sem sýklastofninn getur ekki vaxið á agamum. Ekki er með góðu móti hægt að fá upplýsingar um LBS með agarþynningarprófum. Flestir næmir sýklar hafa LHS og LBS nálægt 1 mg/1 og ónæmir fjórum til átta sinnum hærra. Þetta er þó mjög mismunandi eftir sýklalyfjum og engar algildar reglur til. Gefi sýklarannsóknadeild niðurstöður næmisprófa upp í LHS, þarf sá er meðhöndlar

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.